20.11.2022 10:44Frá Æskulýðsnefnd NeistaMiðvikudaginn 23. nóv. kl 17:30 verður haldin kynning á námskeiðum og öðru sem æskulýðsnefnd hestamannafélagsins Neista mun standa fyrir í vetur.
Við hvetjum foreldra, börn og alla sem áhuga hafa á að kynna sér og móta vetrarstarfið að mæta, sérstaklega þá sem ekki hafa tekið þátt á reiðnámskeiðum. Ekki er skylda að vera með reynslu í hestamennsku!!
Við stefnum á að gera fullt af skemmtilegum hlutum í vetur og bjóða upp á nokkrar nýjungar t.d. leiguhesta, æfingakeppni með leiðsögn, afmælissýning Neista, slútt með gistingu, prufudag í janúar (fyrir þau sem eru óákveðin) og skiptimarkað fyrir reiðföt.
Fleiri hugmyndir vel þegnar. Það væri gaman að sjá sem flesta. Ef þið hafið áhuga en komist ekki á fundinn, endilega sendið okkur tölvupóst [email protected] svo að við getum sett ykkur á póstlistann.
Hittumst á kaffistofunni í Reiðhöllinni Arnargerði.
Léttar veitingar í boði. Bestu kveðjur
Katharina og Sonja, æskulýðsnefnd.
Skrifað af Selma Flettingar í dag: 1598 Gestir í dag: 26 Flettingar í gær: 2989 Gestir í gær: 102 Samtals flettingar: 931193 Samtals gestir: 88586 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 06:40:08 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is