22.01.2023 20:54

Vetrarstarfið

Æskulýðsstarf Neista fór af stað í gær með opnu húsi í reiðhöll og hesthúsi.

Félsgshesthúsið er fullt og þar eru eingöngu hestar fyrir börn og unglinga á námskeiðum.
Hestamannafélagið fór þess a leit við Hauk í Hvammi í haust, Horses & Tours - Íslandshesta, að fá lánaða hesta fyrir þá sem ekki eiga hesta en langaði á reiðnámskeið og það var auðsótt mál. Það var svo auðsótt að Haukur lánaði okkur allan útbúnað og kom með hestana úteftir til okkar. Bestu þakkir fyrir.
Við erum því vel búin hestum fyrir starfið okkar í vetur.

Á opnu húsi í gær var mikið fjör í hesthúsinu og krakkarnir sem ekki eiga hesta komu og prófuðu hestana og kynntust þeim.
45 börn og fullorðnir eru skráðir á námskeið í vetur.
Námskeiðin verða öll á sunnudögum og kennarar verða Lilja Maria Suska og Naemi Kestermann, báðar í reiðkennaranámi á Hólum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 
 

 

   

 

   
Flettingar í dag: 1327
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 2989
Gestir í gær: 102
Samtals flettingar: 930922
Samtals gestir: 88582
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 06:18:56

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere