VILKÓ MÓTARÖÐ NEISTA ÞRÍGANGUR
Þann 1. febrúar kl. 18:00 verður fyrsta mót vetrarins haldið og ætlum við að halda þrígang.
Keppt verður í:
Fullorðinsflokk- 1. flokk
Fullorðinsflokk- 2. flokk
Unglingaflokk
Barnaflokk- tvígangur
Pollaflokk
Í þrígangsprógrammi verður sýnt tölt, brokk og stökk.
Í barnaflokki verður keppt í tvígang sem er tölt eða brokk, og fet.
Pollaflokkurinn verður svo eins og vant er.
Skráning fer í gegnum https://www.sportfengur.com/#/home
Ákveðið hefur verið að hafa fyrsta mót vetrarins frítt og hvetjum við alla til þess að koma og vera með.