Gæðingamót 
Sunnudaginn 23. júní verður haldin gæðingakeppni með frjálslegu sniði á skeiðvellinum í Kleifarhornsnámu.
Keppt verður í :
- Barnaflokki
- Unglingaflokki
- B - flokki gæðinga
- A - flokki gæðinga
- Gæðingatölti.
Skráningargjald er 2.000 kr. fyrir börn og unglinga en 2.500 kr. fyrir fullorðna.
Skráningarfrestur er til miðnættis föstudaginn 21. júní og berist skráningar á netfangið [email protected] en greiðslur inn á reikning 0307 - 26 - 055624. Mótið verður ekki á Horseday appinu og árangur ekki skráður á hross.
Mótið hefst kl. 13:00 en ráslistar og dagskrá birtist á laugardaginn 22. júní.
Stefni í líflegt mót og gott veður verða mögulega grillaðar pylsur í boði.
Hafi fólk ábendingar eða skorti upplýsingar má hafa samband við Sigga í síma 8882050 eða Hödda í síma 8940081.