02.10.2024 18:16

Reiðnámskeið - haust 2024

Ásetuæfingar:

Áseta knapa og virkni hans í hnakknum hefur mikil áhrif á jafnvægi, líkamsbeitingu 
og hreyfingar hestsins.

Í ásetuæfingum er það reiðkennarinn sem stjórnar hestinum í hringtaum
en knapinn getur einbeitt sér alfarið að sinni ásetu og unnið í því að 
bæta jafnvægi sitt, líkamsstöðu og tilfinningu.

 

Um námskeiðið:

Hestamannafélagið Neisti býður uppá tvö, 2ja daga námskeið fyrir
börn, unglinga og ungmenni. Það eina sem nemendurnir þurfa að mæta með er hjálmur.
Hestar og búnaður fyrir þau er á staðnum en þó mega nemendur mæta með sinn hnakk.

 

Námskeið 1: Dagana 7. og 10 október

Námskeið 2: Dagana 14. og 17. október

 

Kennslufyrirkomulagið verða einkatímar, 20 mín hver tími.
Það eru takmörkuð pláss í boði á námskeiðin. Hægt er að senda
tölvupóst á [email protected] til að skrá sig á námskeiðið.

Reiðkennari er Sigríður Vaka

Verð 10.000 kr fyrir félagsmenn
Verð 12.000 kr fyrir utanfélagsmenn
Félagsmenn Neista ganga fyrir

 

Flettingar í dag: 232
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 1681
Gestir í gær: 89
Samtals flettingar: 680362
Samtals gestir: 75249
Tölur uppfærðar: 18.10.2024 12:08:22

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere