14.10.2024 18:42

Fundur með æskulýðsnefnd

Æskulýðsnefnd Neista boðar börn, foreldra og alla þá sem hafa áhuga á barnastarfi hjá hestamannafélaginu á pizzufund kl 18:00 mánudaginn 28. Oktober í reiðhöllinni þar sem verður farið yfir vetrastarfið og öllum gefinn kostur á að koma sínum hugmyndum á framfæri. Þarna verða ýmis mál tekin fyrir eins og kaffisala á mótum, starfsemi félagshesthússins og þátttaka á sýningunni „æskan og hesturinn“. Við ætlum að bjóða uppá pizzu og djús og því viljum við biðja fólk um að skrá sig (bæði börn og fullorðnir) í ummælum á facebook síðu félagsins eða í facebookhópnum "Félagsmenn Neista"

Hlökkum til að sjá ykkur og skipuleggja vetrarstarfið með ykkur.

Æskulýðsnefnd Neista Heiða, Kristín Birna, Guðný Ósk, Kristín J og Auður

 
Flettingar í dag: 1044
Gestir í dag: 67
Flettingar í gær: 325
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 926277
Samtals gestir: 88438
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 17:42:57

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere