16.10.2024 20:17

Reiðnámskeið fyrir lengra komna unglinga

Reiðtímar á kennsluhestum

Á námskeiðinu fá nemendur vel þjálfaða kennsluhesta sem að reiðkennarinn úthlutar.
Reiðkennsla á reynslumeiri hesti gefur nemandanum aukið færi á að þjálfa nákvæmar ábendingar,
grunnþjálfun í fimiæfingum og fá tilfinningu fyrir góðri líkamsbeitingu hestsins á hreinum gangtegundum.
Þennan skilning og tilfinningu getur nemandinn svo nýtt sér við þjálfun á eigin hesti

 

Um námskeiðið:

Hestamannafélagið Neisti ætlar í samstarfi við Sigríði Vöku að bjóða uppá námskeið á kennsluhestum
sem byggist upp á einni sýnikennslu og fjórum einkatímum (30.mín).

 

Námskeiðið er dagana 21. október (sýnikennsla), 22. október,
25, október, 29. október og 1. nóvember

 

Námskeiðið er eingöngu hugsað fyrir lengra komna unglinga.
Þetta er einstakt tækifæri fyrir þau sem langar að ná ennþá lengra!

 

Hægt er að senda tölvupóst á [email protected] til að skrá sig á námskeiðið og einnig 
ef einhverjar spurningar vakna. Aðeins eru takmörkuð pláss í boði á námskeiðinu.

Reiðkennari er Sigríður Vaka
Verð 40.000 kr. fyrir félagsmenn
Verð 45.000 kr fyrir utanfélagsmenn
Félagsmenn Neista ganga fyrir 

Flettingar í dag: 232
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 1681
Gestir í gær: 89
Samtals flettingar: 680362
Samtals gestir: 75249
Tölur uppfærðar: 18.10.2024 12:08:22

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere