Færslur: 2007 Apríl20.04.2007 18:38Vorferð Hestamannafélagsins Neista á sumardaginn fyrstaHestamannafélagið Neisti fór í sína árlegu vorferð á sumardaginn fyrsta. Riðinn var stór hringur um svæðið. Stoppað var við Laxá á Ásum, þar sem drukkið var kakó og borðaðir nýbakaðir ástarpungar í boði húsmóðurinnar á Húnsstöðum Elínu Rósu Bjarnadóttur. Síðan var ferðinni haldið heim í Arnargerði þar sem grillað var lambakjöt og allir sælir og mettir. Þátttaka var mjög góð en það voru um 40 knapar á öllum aldri sem tóku þátt. Nokkrar myndir úr ferðinni eru á myndasíðu. 16.04.2007 21:08Vorferðin á sumardaginn fyrstaVorferð Hestamannafélagsins Neista Árleg vorferð Hestamannafélagsins Neista verður farin sumardaginn fyrsta 19. apríl n.k. Riðið verður frá reiðhöllinni í Arnargerði kl. 16:00. Grillað verður við reiðhöllina eftir reiðtúrinn og er matur innifalinn í verðinu, en því verður stillt í hóf. 10.04.2007 17:03Grímur Gíslason jarðaður í dagÍ dag var jarðsettur Grímur Gíslason heiðursborgari Blönduóss. Grímur var alla tíð mikill hestamaður og félagsmaður í Neista. Núverandi og 4 fyrrverandi formenn í Neista stóðu heiðursvörð við Blönduósskirkju, bæði fyrir og eftir athöfn. Síðan var riðið á undan líkfylgdinni að kirkjugarðinum á Blönduósi. Myndir eru í myndaalbúmi af heiðursverðinum. ![]() 09.04.2007 18:00Vorferð NeistaFélagsmenn athugið !
Vorferð Hestamannafélagsins Neista verður farin sumardaginn fyrsta 19 apríl nk. Riðið verður frá reiðhöllinni á Blönduósi kl.16.00. Nánari upplýsingar koma fljótlega Ferðanefndin 04.04.2007 17:31Meistarakeppni HúnvetningaMeistarakeppni Húnvetninga Eftir Magnús Ólafsson Það voru hátt í 60 keppendur á lokamótinu í Meistarakeppni Húnvetninga, sem haldið var í Reiðhöllinni Arnargerði á Blönduósi sl. laugardag. Keppni var hörð og skemmtileg í öllum flokkum, en keppt var í tölti unglinga, opnum flokki og áhugmannaflokki. Þá var einnig keppt í fimmgangi í opnum flokki og áhugamannaflokki. Verðlaun voru veitt fyrir 5 efstu í hvorum flokki. Meistaramót Húnvetninga samanstendur af þremur mótum sem öll voru haldin í Reiðhöllinni Arnargerði. Farandbikar er veittur stigahæstu einstaklingum yfir öll mót vetrarins. Ólafur Magnússon bóndi og tamningamaður á Sveinsstöðum var öruggur sigurvegari vetrarins í opnum flokki en hann náði að sigra í sínum flokki í öllum mótunum. Keppt var tvisvar í tölti, og einu sinni í fjórgangi og fimmgangi. Hann keppti alltaf á Gáska frá Sveinsstöðum, nema í fimmgangi, þegar hann keppti á graðhestinum Nirði frá Útnirðingsstöðum. Í flokki áhugamanna var stigahæstur Jóhann Albertsson á Gauksmýri, en hann hlaut 33 stig af 48 mögulegum. Í unglingaflokki var Helga Una Björnsdóttir stigahæst og hlaut 32 stig. Úrslit mótsins á laugardag voru eftirfarandi. Tölt opinn flokkur: Ólafur Magnússon Gáski 8 v. brúnn Einar Reynisson Ormur 6 v. brúnn Gunnar Reynisson Sykill 5 v. jarpur Tryggvi Björnsson Gerpla 5 v. rauðstjörnótt Pétur Vopni Sigurðsson Dreyri 11 v. rauður Pálmi Geir Ríkharðsson Biskup 6 v. rauðblesóttur. Tölt áhugamenn: Sigríður Lárusdóttir Erla 8 v. brúnskjótt Geir Eyjólfsson Kalli 7 v. brún Þorgeir Jóhannsson Frá 11 v. jörp Hjördís Ósk Óskarsdóttir Gáta 15. v. jörp Jóhann Albertsson Tvistur 7 v. rauðstjörnóttur.
Aðalheiður Einarsdóttir Slaufa 10 v. jörp Helga Una Björnsdóttir Óratoría 7 v. brún Karen Guðmundsdóttir Spaði 9v. brúnn Jónína Pálmadóttir Marey 5 v. mósótt Elísabet Eir Steinbjörnsdóttir, Kremi 7 v. leirljós
Ólafur Magnússon Njörður 8 v. jarpur Herdís Einarsdóttir Tvinni 6 v. rauðbl. Vignir Sigurðsson Jaðar 6 v. brúnn Gunnar Reynisson Kveikur 8 v. rauðskj. Viðar Bragason Sorró 11 v. grár
Sigríður Lárusdóttir Erla 8 v. brúnskj. Jóhann Albertsson Safír 6 v. brúnn Sigríður Ása Guðmundsdóttir Stakur 9 v. jarpur Þorgeir Jóhannesson Sammynd 12. v. grá Kjartan Sveinsson Fía 10. v. jörp.
Flettingar í dag: 955 Gestir í dag: 60 Flettingar í gær: 325 Gestir í gær: 18 Samtals flettingar: 926188 Samtals gestir: 88431 Tölur uppfærðar: 31.3.2025 17:19:32 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is