Færslur: 2007 Desember22.12.2007 02:27Gleðileg jól og farsælt komandi árHestmannafélagið Neisti óskar félagsmönnum sem og öðrum landsmönnum gleðilegra jóla með von um farsælt komandi ár ! 17.12.2007 10:13Breytingarnar í reiðhöllinniEins og fram hefur komið á vef þessum hafa staðið yfir breytingar á reiðhöllinni. Búið er að skipta um undirlag á vellinum, setja upp nýjan vegg við áhorfendastæðið og setja saman nýja og fleiri bekki. Mikil og góð breyting til batnaðar.
17.12.2007 10:09Ákvörðun um Landsmótsstað árið 2010Stjórn LH hafa borist umsóknir um landsmótshald frá fjórum aðilum um að halda Landsmót hestamanna árið 2010. Umsóknir bárust frá eftirtöldum svæðum: Vindheimamelum,Skagafirði Melgerðismelum, Eyjafirði Gaddstaðaflötum, Hellu Víðidal, Reykjavík Stjórn LH mun skipa nefnd á sínum fyrsta stjórnarfundi eftir áramót til þess að sjá um samningaviðræður vegna Landsmótsstaðar fyrir árið 2010. Nefndinni verður sett tímamörk um að ná samningum við Landsmótshaldara eigi síðar en 1. júni 2008. Ákveðið var að hefja viðræður um Landsmóthald 2010 við rekstraraðila Vindheimamela og skal þeim viðræðum ljúka eigi síðar en 1. mars 2008. Þetta kemur fram á heimasíðu LH: www.lhhestar.is 03.12.2007 20:45Vetrarstarf Neista hefst með opnum félagsfundi 4. desember
Vetrarstarf Neista hefst með opnum félagsfundi 4. desember Segja má að veturinn hjá hestamannafélaginu hafi byrjað með pompi og prakt s.l. laugardag þ. 1. desember þegar árshátíð búgreinafélaga og Neista var haldin í félagsheimilinu á Blönduósi. Knapa árssins, Ólafi Magnússyni frá Sveinsstöðum var veitt viðurkenningu fyrir frábæran árangur í keppni á árinu og Höskuldur B. Erlingsson tók á móti viðurkenningu fyrir gerð heimasiðu félagsins, www.neisti.net, og umsjón með henni. Margt er á döfinni hjá Neista, námskeið, sýningar, unglingastarf og fleira og verður haldinn stór almennur félagsfundur þriðjudaginn 4. desember kl. 20.30 í reiðhöllinni á Blönduósi. Þar verður kynnt dagskrá vetrar, nefndarmenn verða á staðnum til að svara spurningum og mun vonandi spinnast lífleg umræða um málefni hestamennskunnar yfir kaffibolla og meðlæti. 02.12.2007 21:24Uppskeruhátið Neista
Flettingar í dag: 843 Gestir í dag: 56 Flettingar í gær: 325 Gestir í gær: 18 Samtals flettingar: 926076 Samtals gestir: 88427 Tölur uppfærðar: 31.3.2025 16:56:28 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is