Færslur: 2008 Janúar28.01.2008 19:23Úrslit tjarnartölts á Gauksmýri
Úrslit urðu þessi í Tjarnartölti: Barna- og unglingaflokkur. 1. Elísabet Eir Steinbjörnsdóttir á Krema frá Galtarnesi 2.flokkur. 1. Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir á Spóa frá Þorkelshóli 1.flokkur. 1. Ingunn Reynisdóttir á Rakel frá Sigmundarstöðum
Mótshaldarar er Sveitasetrið Gauksmýri . Keppt er um skemmtilega farandgripi. Önnur verðlaun gáfu Tveir smiðir ehf og Sveitasetrið Gauksmýri 24.01.2008 19:02Tjarnartölt á GauksmýriTjarnartölt 2008
24.01.2008 17:42Mótadagsskrá vetrarins hjá Neista
1) 8. Febrúar Töltkeppni 2) 22. Febrúar Fjórgangur 3) 14. Mars Töltkeppni 4) 11. Apríl Fimmgangur/Tölt Unglinga. Þessar dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar. Keppnis flokkar eru 1. Flokkur , Áhugamannaflokkur og Unglingaflokkur. Ekki er keppt í Fimmgangi unglinga. Stefnt er á að Stórsýningin verði 29. Mars og svo verður auðvitað ísmót á Svínavatni 8. Mars. 20.01.2008 20:52Ráðstefna um menntamál hestamannaFréttatilkynning: Ráðstefna um menntamál hestamanna Menntamálaráðuneytið og Landssamband hestamannafélaga bjóða til menntaráðstefnu föstudaginn 1. febrúar klukkan 13:00 - 16:00 í ráðstefnusal F/G á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík Rástefnustjóri: Karítas Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri menningarskrifstofu Menntamálaráðuneytisins. Dagskrá: Klukkan 13:00 1. Setning 2. Menntakerfi íþróttahreyfingarinnar. Viðar Sigurjónsson, sviðstjóri fræðslusviðs ÍSÍ 3. Staðan í menntamálum í dag og Matrixa FEIF. Sigurður Sigursveinsson 4. Þróun menntunnar í hestamennsku á Íslandi, Reynir Aðalsteinsson 5. Framtíðarsýn í menntamálum hestamanna - 2-3 stutt erindi 6. Pallborðsumræður - Framtíðarsýn menntunar í hestamennsku Ráðstefnulok klukkan 16:00 Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur ókeypis. Skráning er á tölvupóstfangið [email protected] 19.01.2008 20:53Neistapeysur á börninNú fer í hönd sá tími sem er hvað skemmtilegastur þegar börnin fara að taka inn hrossin og byrja á reiðnámskeiðinu og mörg spennandi mót og sýningar framundan og þá er gaman fyrir alla foreldra og börn ,systkyni ,ömmur og afa (stuðningsliðið) að eiga Neista - peysu þessar flottu kóngabláu með nafninu okkar að framan.
Nú erum við að byrja að taka niður pantanir og þeir sem hafa áhuga á endilega vera í sambandi við Sillu í síma:691-8228. 12.01.2008 17:32Fundur um málefni reiðhallarinnarFimmtudaginn 24. Janúar verður fundur upp í Reiðhöll um Reiðhöllina, aðgengi að henni, Viljatímana, endurnýjaðan samning við Blönduóssbæ og fleira Því tengt. Allir þeir sem hafa hug á að nýta sér Reiðhöllina eru hvattir til að mæta. Í framhaldinu verður svo kaffispjall um hagsmunamál hestamanna á Blönduósi almennt. Fundurinn hefst kl. 21:00 og verður búinn kl. 22:00. 08.01.2008 11:07Fundur á vegum æskulýðsnefndar NeistaHestakrakkar og aðrir áhugasamir Æskulýðsnefnd Neista óskar öllum gleðilegs árs og þakkar fyrir góðar stundir á síðasta ári. En nú er komið að því að byrja fjörið. Haldinn verður fundur í Reiðhöllinni, Arnargerði, þriðjudagskvöldið 15. janúar kl. 20:00. Kynnt verður hvað er fyrirhugað í vetur og tekið verður við skráningum á námskeið vetrarins. Vonumst til að sjá sem flesta, börn og foreldra. Jakobína 452 4344 / 893 9226 Jóhanna 452 4012 / 868 1331 Sonja 452 7174 / 616 7449 07.01.2008 11:04Frá æskulýðsnefnd Neista !Fundur verður haldinn á vegum æskulýðsnefndar Neista í Reiðhöllinni þriðjudaginn 15. janúar kl. 20:00. Farið verður yfir það sem til stendur í vetur og nýjir reiðkennarar koma og kynna sig. Skráð verður á námskeið vetrarins en þau verða með hefðbundnu sniði. Hefðbundin námskeið verða einu sinni í viku og áfram verður boðið upp á knapamerkjanámskeið, einn til tveir hópar munu reyna við knapamerki 1 og einn hópur mun halda áfram með knapamerki 2. Lágmarksaldur á knapamerkjanámskeiðin er 12 ára (fædd '96 eða fyrr). Vonumst til að sjá sem flesta, börn og foreldra!
06.01.2008 21:17Sibba og Víðir með heimasíðu líkaEkki má gleyma Sibbu og Víði sem opnuðu fína heimasíðu í haust. Slóðin á hana er: http://tamning.is/ Ef það eru einhverjir sem vilja koma heimasíðum sínum á framfæri, þá er um að gera að láta vita. ![]() 06.01.2008 21:11Hrímahestar ehfVeitti því athygli að Tryggvi Björnsson er kominn með heimasíðu undir nafninu Hrímahestar ehf, en hún er á slóðinni:
03.01.2008 17:30Notum endurskinsmerkin !ENDURSKINSMERKIN Ágætu hestamenn, nú er kominn sá tími að skyggni er ekki alltaf sem best og myrkur skellur á fyrr en varir. Viljum við minna alla á að taka fram einfaldasta og auðveldasta öryggistæki sem við eigum - ENDURSKINSMERKIN. Kveðja frá LH Ofangreint birtist á vef LH og á að sjálfsögðu við okkur eins og alla hina.
Flettingar í dag: 843 Gestir í dag: 56 Flettingar í gær: 325 Gestir í gær: 18 Samtals flettingar: 926076 Samtals gestir: 88427 Tölur uppfærðar: 31.3.2025 16:56:28 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is