Færslur: 2008 September29.09.2008 18:07Víðidalstungurétt Húnaþingi vestra![]()
Laugardaginn 4.október nk.verður stóði Víðdælinga réttað í Víðidalstungurétt sem stendur í landi Litlu-Ásgeirsár.
Hrossunum er smalað föstudaginn 3.október og rekin til byggða. Á laugardagsmorgun 4.október kl 10.00 eru hrossin svo rekin til réttar og réttarstörf hefjast.
Búast má við því að hrossin séu um 500 auk folalda, og hafa Víðdælingar löngum viljað meina að um stærstu stóðréttir landsins sé að ræða, ekki hvað fólksfjölda snertir heldur fjölda hrossa, en með auknum áhuga fólks á hrossarækt og hestamennsku hefur verið sívaxandi fjöldi gesta sem vilja taka þátt í þessari hátíð hrossabænda,bæði í smöluninni og réttinni.
Boðið er uppá að fá að fara ríðandi fram í löndin sem smöluð eru, þyggja þar veitingar og fylgja svo gangnamönnum og stóðinu til byggða. Upplýsingar hjá ferðaþjónustuaðilum héraðsins.
Dagskrá réttardagsins er eftirfarandi. Kl. 10:00 Stóðið rekið til réttar og réttarstörf hefjast. Kl. 13:00 Sölusýning við réttina. Eftir sýningu verða hrossin til sýnis og prufu við hesthúsið á Stóru-Ásgeirsá. Kl.14:30 Uppboð á völdum hrossum. M.a. verður boðið upp merfolald undan Hóf frá Varmalæk og Kilju frá Steinnesi. Kl. 15:00 Dregið í happdrættinu. Aðalvinningurinn er folald.
Við réttina er kvenfélag sveitarinnar með veitingar og hefð hefur skapast fyrir því að þeir sem versla veitingar taki með því þátt í happdrætti, þar sem m.a. hefur verið folald í vinning.
Loka hnykkur hátíðarinnar er svo Stóðréttardansleikurinn sem haldinn er í Félagsheimilinu Víðihlíð á laugardagskvöldið og þar mun Hljómsveitin Sixties leika fyrir dansi frá kl 23:00 til 03:00.
Allir þeir sem gaman hafa af hrossarækt,hestamennsku, hitta hrossabændur og taka þátt í störfum og gleði þeirra eiga fullt erindi í stóðréttir í Víðidal. Verið velkomin. Skrifað af SM 28.09.2008 13:36Samspil manns og hests, með AlexandertækniSamspil manns og hests, með Alexandertækni Alexandertæknin er vel þekkt meðal leikara og söngvara til að leiðrétta ranga líkamsbeitingu og gera nemendur meðvitaða um líkamsstöðu sína. Tæknin miðar að því að losa um neikvæða spennu í líkamanum og er auðveld aðferð til að bæta hreyfingar, jafnvægi og samhæfni. Grunnatriði hennar nýtast einnig til að leiðrétta ásetu og líkamsburði knapans. Með tækninni er leitast við að leiðrétta slæma ávana sem knapinn hefur tamið sér og jafnframt er unnið að því að leiðrétta óvana sem hesturinn hefur vanist á. Galla eins og skort á einbeitingu, stefnuleysi, misskilið taumhald, rangan höfuðburð, slæmt jafnvægi og/eða gangleysi má lagfæra með Alexanderstækni. Kennsla: Reynir Aðalsteinsson, tamningameistari. Hámarksfjöldi: 10 manns Alexandertæknin er vel þekkt meðal leikara og söngvara til að leiðrétta ranga líkamsbeitingu og gera nemendur meðvitaða um líkamsstöðu sína. Tæknin miðar að því að losa um neikvæða spennu í líkamanum og er auðveld aðferð til að bæta hreyfingar, jafnvægi og samhæfni. Grunnatriði hennar nýtast einnig til að leiðrétta ásetu og líkamsburði knapans. Með tækninni er leitast við að leiðrétta slæma ávana sem knapinn hefur tamið sér og jafnframt er unnið að því að leiðrétta óvana sem hesturinn hefur vanist á. Galla eins og skort á einbeitingu, stefnuleysi, misskilið taumhald, rangan höfuðburð, slæmt jafnvægi og/eða gangleysi má lagfæra með Alexanderstækni. Kennsla: Reynir Aðalsteinsson, tamningameistari. Hámarksfjöldi: 10 manns Tamning fjárhunda I Námskeiðið er einkum ætlað þeim sem vilja læra undirstöðuatriði við tamningu fjárhunda. Hámarksfjöldi þátttakenda á hvert námskeið er 10 og lágmarksaldur hunda er 6 mánaða. Tími : 2 dagar. Verð : 28.900 kr. per þátttakanda. Tamning fjárhunda II Námskeiðið er einkum ætlað þeim sem hafa lært undirstöðuatriði við tamningu fjárhunda og vilja bæta við sig framhaldsnámskeiði. Hámarksfjöldi þátttakenda á hvert námskeið er 10 og lágmarksaldur hunda er 6 mánaða. Tími: 1 dagur. Skrifað af sm 24.09.2008 19:57Snilldar hrekkur sem endaði vel
24.09.2008 19:35Hesthúsaeigendur / Hestamenn ArnargerðiHesthúsaeigendur / Hestamenn Arnargerði Nú er Laufskálaréttarhelgin framundan. Eins og þið eflaust munið (allvega þeir sem urðu fyrir tjóni ![]() Neisti 21.09.2008 17:34Hestaníðingur ákærður fyrir barsmíðarHestaníðingur ákærður fyrir barsmíðar www.visir.is
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið út kæru á hendur tamningamanni fyrir að hafa barið hross ítrekað með svipu í andlit og fyrir að hafa slegið það með flötum lófa og krepptum hnefa í andlitið og síðuna. Enn fremur fyrir að hafa sparkað í kvið hrossins og sveigt háls hrossins upp að hnakki með taumi svo það gat ekki vikið sér eundan höggum og sparki. Aðfarir mannsins, sem áttu sér stað í apríl í fyrra, náðust á myndband og var það sýnt í fréttaskýringarþættinum Kompási. Atvikið átti sér stað við bæinn Vatnsenda í Kópavogi og ákvað héraðsdýralæknir að kæra barsmíðarnar sem augljós brot á dýraverndunarlögum. Lögregla tilkynnti hins vegar í fyrra að maðurinn yrði ekki ákærður þar sem ólíklegt væri að það leiddi til sakfellingar. Þeirri ákvörðun var skotið til ríkissaksóknara sem fól lögreglu að fara aftur yfir málið. Það hefur hún nú gert og ákærir hestaníðinginn fyrir brot á dýraverndunarlögum. 21.09.2008 17:28Sölusýning Varmalandi SkagafirðiSölusýning Varmalandi Skagafirði Sölusýning verður haldin á Varmalandi Sæmundarhlíð í Skagaf. um Lauffskálarrréttarhelgina föstudaginn 26. sept. kl. 13-17 og sunnudaginn 28. sept. kl. 13. Til sölu og sýnis verða hross frá tamningarstöðvunum Varmalandi og Tungihálsi 2 . Um er að ræða hross á öllum stigum tamningar einnig verður til sýnis hópur efnilegra unghrossa frá Varmalandi og Miðsitjuhestum EHF (Jói og Solla ). Kaffi og kleinur
Allir velkomnir. 21.09.2008 17:26Miðar á Uppskeruhátíðina rjúka útMiðar á Uppskeruhátíðina rjúka út!
Miðasala á Uppskeruhátíð hestamanna er í fullum gangi og rjúka miðarnir út. Fáir miðar eru eftir í borðhaldið og eru áhugasamir hvattir til að tryggja sér miða sem fyrst. Hátíðin fer fram á Broadway laugardaginn 8. nóvember nk. og að venju verða knapar ársins í öllum flokkum útnefndir ásamt hrossaræktanda ársins. Boðið verður upp á sprell og gaman yfir borðhaldi og svo mun stórhljómsveitin "Í svörtum fötum" leika fyrir dansi fram á nótt undir forystu orkuboltans Jónsa. Miðasalan fer fram hjá Broadway í Reykjavík í síma 533 1100 og í miðasölu Broadway Ármúla 9, alla virka daga frá kl. 12-18. Miðaverð er kr. 7.900 í borðhald og dansleik, en kr. 2.000 á dansleik frá miðnætti. Snyrtilegs klæðnaðar er krafist. Ekki missa af þessari stórhátíð hestamanna - tryggðu þér miða strax!
Félag hrossabænda og Landssamband hestamannafélaga
Mynd: Knapa árins 2007 hampað. Ljósm.: HGG 15.09.2008 17:32Landbúnaðarháskóli ÍslandsLandbúnaðarháskóli Íslands - endurmenntun LbhÍ ![]()
Mikill áhugi er á námskeiðum er viðkemur reiðmannsku. Í sumar bauð Endurmenntun LbhÍ fram tveggja ára námskeiðsröð er nefnist Reiðmaðurinn og hófu 44 nemendur nám á þeirri línu um síðustu helgi. Námið byggir á bóklegum hluta sem tekinn er í fjarnámi og verklegum æfingum einu sinni í mánuði undir handleiðslu tamningameistara og reiðkennara. Endurmenntun LbhÍ býður jafnframt fram stök helgarnámskeið og eru tvö almenn námskeið komin á skrá nú á haustönn. Á döfinni er einnig áætlað að halda járninganámskeið (framhaldsnámseið) í lok nóvember. Samspil manns og hests, með Alexandertækni Alexandertæknin er vel þekkt meðal leikara og söngvara til að leiðrétta ranga líkamsbeitingu og gera nemendur meðvitaða um líkamsstöðu sína. Tæknin miðar að því að losa um neikvæða spennu í líkamanum og er auðveld aðferð til að bæta hreyfingar, jafnvægi og samhæfni. Grunnatriði hennar nýtast einnig til að leiðrétta ásetu og líkamsburði knapans. Með tækninni er leitast við að leiðrétta slæma ávana sem knapinn hefur tamið sér og jafnframt er unnið að því að leiðrétta óvana sem hesturinn hefur vanist á. Galla eins og skort á einbeitingu, stefnuleysi, misskilið taumhald, rangan höfuðburð, slæmt jafnvægi og/eða gangleysi má lagfæra með Alexanderstækni.
Kennsla: Reynir Aðalsteinsson, tamningameistari.
Hámarksfjöldi: 10 manns Tími: Helgarnámskeið 24.-26. október. § fös. 24. okt. Kl 15:00-19:00, laug 25. okt. Kl 09:00-17:00, sun 26. okt. Kl 09:00-16:00 (22 kennslust.). Staður: Mið-Fossar í Borgarfirði Verð: 36.000 kr. Skráningar: [email protected] eða í síma 843 5302 / 433 5000 (fram komi nafn, kennitala, heimili og sími). Undirbúningur vetrarþjálfunar
Þetta námskeið er hugsað fyrir þá sem vilja undirbúa sig vel fyrir komandi þjálfunartímabil. Farið verður yfir atriði sem vert er að hafa í huga í byrjun vetrar, atriði sem snúa bæði að hesti og knapa. Farið verður í vinnuaðferðir, s.s. vinnu við hendi sem mikilvægt er að tileinka sér og er grunnur að frekari útfærslu í reið. Nú er rétti tíminn til að vinna í því sem krefst nákvæmni og þolinmæði; leiðrétta taumsamband og höfuðburð, lengja og teygja á yfirlínu og styrkja bak. Kenndar verða einnig fimiæfingar til að bæta jafnvægi, til dæmis opinn sniðgang. Farið verður yfir ásetu og taumhald og fá nemendur greiningu á því sem þarf að bæta og leggja áherslu á hjá sínum hesti.
Helstu atriði eru:
Kennsla: Reynir Aðalsteinsson, tamningameistari.
Hámarksfjöldi: 10 manns Tími: Helgarnámskeið 14.-16. nóvember § fös. 14. nóv. Kl 15:00-19:00, laug 15. nóv. Kl 09:00-17:00, sun 16. nóv. Kl 09:00-16:00 (22 kennslust.). Staður: Mið-Fossar í Borgarfirði Verð: 36.000 kr. Skráningar: [email protected] eða í síma 843 5302 / 433 5000 (fram komi nafn, kennitala, heimili og sími). Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 6.000 kr (óafturkræft) á reikninginn 1103-26-4237, kt. 411204-3590. Senda staðfestingu á netfangið [email protected].
Munið að skrá ykkur tímanlega! Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 5.500 kr (óafturkræft) á reikninginn 1103-26-4237, kt. 411204-3590. Senda staðfestingu á netfangið [email protected].
Undirbúningur vetrarþjálfunar
Skrifað af SM 10.09.2008 16:03Uppskeruhátíð Hestamanna 2008Miðasala hafin á Uppskeruhátíð 2008
Hin árlega stórhátíð hestamanna, sjálf Uppskeruhátíðin, fer fram laugardaginn 8. nóvember nk. á Broadway í Reykjavík. Dagskrá verður hefðbundin, útnefndir verða knapar ársins í öllum keppnisflokkum sem og hrossaræktarbú ársins 2008. Boðið verður upp á sprell og gaman yfir borðhaldi og svo mun stórhljómsveitin "Í svörtum fötum" leika fyrir dansi fram á nótt undir forystu orkuboltans Jónsa. Matseðill kvöldsins er eftirfarandi: Forréttur: Sjávarréttasúpa með grillaðri hörpuskel
Miðasala er hafin hjá Broadway í síma 533 1100 og í miðasölu Broadway Ármúla 9, alla virka daga frá kl. 12-18. Miðaverð er kr. 7.900 í borðhald og dansleik, en kr. 2.000 á dansleik frá miðnætti.
Félag hrossabænda og Landssamband hestamannafélaga
Skrifað af SM 07.09.2008 20:23Ævintýrið Skrapatungurétt 2008Ævintýrið Skrapatungurétt 2008 Stóðsmölun og réttir í A-Húnavatnssýslu Dagana 13. og 14. september verður mikið fjör í Austur Húnavatnssýslu, stóðsmölun á Laxárdal og réttir í Skrapatungurétt. Gestir eiga þess kost að slást í för með gangnamönnum á eyðidalnum Laxárdal og upplifa alvöru þjóðlegt ævintýri. Þátttakendur leigja hesta hjá heimamönnum eða mæta með sína eigin hesta. Stóðhrossin verða rekin til byggða á laugardeginum 13. september. Lagt er af stað frá Strjúgsstöðum í Langadal kl. 10. og síðan riðið sem leið liggur um Strjúgsskarð og norður Laxárdal. Athugið að aðstaða til að geyma hross nóttina fyrir smölunardag er við sandnámu við Strjúgsstaði (norðari afleggjari). Þátttakendur eru beðnir að virða að ekki er leyfilegt að reka laus reiðhross í stóðsmöluninni. Við Kirkjuskarðsrétt á Laxárdal er hópurinn um kl 14. Þar hvíla hestar og menn og fá sér að eta og drekka eftir þörfum. Veitingar verða seldar á staðnum. Ráðgert er að leggja af stað kl. 16 frá Kirkjuskarði. Þaðan er riðið norður í Skrapatungrétt sem er ein myndarlegasta stóðrétt landsins. Gestir og heimamenn heillast ávallt af tignarlegu stóðinu. Ferðamannafjallkóngur líkt og í fyrra verður Valgarður Hilmarsson forseti bæjarstjórnar Blönduóss. Hann er heimavanur á þessum slóðum og mun sjá um fararstjórn og leiðsögn ferðamanna í stóðsmöluninni. Fyrir þá sem heldur vilja koma á bíl til að fylgjast með gangnamönnum og réttarstörfum, er rétt að benda á að Skrapatungurétt er í um 15 mín. akstursfjarlægð frá Blönduósi en fram að Kirkjuskarðsrétt er aksturstími um 40 mín. Á laugardagskvöldinu verður auk hefðbundins matseðils sérstök stóðréttarmáltið í boði á Pottinum og Pönnunni Blönduósi.Opið verður á veitingahúsinu við Árbakkann þar sem í boði verður hefðbundinn matseðill. Á sunnudagsmorgun hefjast réttarhöld í Skrapatungurétt um kl. 11. Bændur ganga í sundur hross sín og reka þau svo í lok dags til síns heima. Oft finna karlar og konur sinn draumagæðing í smalamennskunni eða í réttunum. Stóðréttarhelgi Skrapatunguréttar er hátíð heimamanna og ferðafólks þar sem er spilað, sungið og skemmt sér að sið Íslendinga. Að þessu sinni slæst með í för kvikmyndatökulið. Unnið er að gerð heimildamyndar um viðburðinn. Allir gestir eru hjartanlega velkomnir. Nánari upplýsingar um þjónustu má fá í síma: 891 7863 eða í netfangi [email protected] Skrifað af SM
Flettingar í dag: 955 Gestir í dag: 60 Flettingar í gær: 325 Gestir í gær: 18 Samtals flettingar: 926188 Samtals gestir: 88431 Tölur uppfærðar: 31.3.2025 17:19:32 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is