Færslur: 2008 Október28.10.2008 18:11UppskeruhátíðUppskeruhátíð 15.10.2008 21:21VÍTABÆTIR 11.10.2008 22:35Fjölmenni í VíðidalstunguréttFjölmenni í Víðidalstungurétt Mikið fjölmenni var í stóðrétt Víðdælinga í Víðidalstungurétt um síðustu helgi, en tveggja daga dagskrá er í kringum réttarstörfin ár hvert. Á föstudeginum var stóðinu smalað af nyrsta svæði Víðidalstunguheiðar og niður í Víðidalinn og tóku ríflega 200 manns þátt í fylgja því síðasta spölinn. Þrátt fyrir töluverðan kulda var góð stemmning í hópnum og allir komust heilir heim. þetta kemur fram á fréttavefnum feykir.is. Á laugardeginum var stóðið rekið til réttar kl. 10:00 í einstaklega fallegu veðri, glampandi sól og blankalogni. Auk hefðbundinna réttarstarfa fór fram sölusýning á hrossum, uppboð og happadrætti þar sem aðalvinningurinn var folald. Folaldið góða kom í hlut hins unga Atla Steinars Ingasonar frá Borgarnesi (ættuðum frá Hrappsstöðum í Víðidal). Um kvöldið var svo slegið upp stóðréttardansleik í félagsheimilinu Víðihlíð þar sem hljómsveitin Sixties spilaði fyrir dansi langt fram á morgun. 11.10.2008 22:30Járninganámskeið á SauðárkrókiJárninganámskeið á Sauðárkróki Járninganámskeið verður haldið á Sauðárkróki helgina 18.-19. október næstkomandi. Leiðbeinendur verða járningameistararnir Kristján Elvar Gíslason og Óskar Jóhannsson. Þáttökugjald er 15.000. kr og eru allir velkomnir, jafnt byrjendur sem lengra komnir. Skráning og upplýsingar í síma 866-3566 eða á Járninganámskeið verður haldið á Sauðárkróki helgina 18.-19. október næstkomandi. Leiðbeinendur verða járningameistararnir Kristján Elvar Gíslason og Óskar Jóhannsson. Þáttökugjald er 15.000. kr og eru allir velkomnir, jafnt byrjendur sem lengra komnir. Skráning og upplýsingar í síma 866-3566 eða á [email protected]. 11.10.2008 22:21Vilja minnka umfang LandsmótannaVilja minnka umfang Landsmótanna Almennur vilji virðist fyrir því meðal hestamanna að létta dagskrá Landsmóta hestamanna. Á umræðufundi LH um LM2008 voru flestir sem tóku til máls á þeirri skoðun. Guðlaugur Antonsson, hrossaræktarráðunautur lagði til að kynbótahrossum yrði fækkað í 150 á LM2010. Einnig lagði hann til að milliriðlum og B úrslitum í gæðingakeppni verði sleppt. Búið að fullreyna gamla formið Sú hugmynd var viðruð á umræðufundi LH um LM2008 að sleppa bæri milliriðlum í gæðingakeppni, sleppa B úrslitum og fækka hrossum. Sigurður Ævarsson, mótsstjóri, sagði að gæðingakeppnin á LM2008 hefði tekið 40 klukkustundir. Ekki gerlegt að sleppa fordómum kynbótahrossa Jón Finnur Hansson, framkvæmdastjóri Fáks, sagði á umræðufundi LH um LM2008 að hann væri á móti því að kynbótahrossum yrði fækkað á LM. Hann færi á Landsmótin til að sjá þau sem flest og fá samanburð. Betra væri að sleppa fordómum, láta yfirlitssýningu og verðlaunaafhendingu nægja. Hugsanlega mætti dæma tíu efstu hross í hverjum flokki eftir yfirlitssýningu til að raða í verðlaunasæti.
11.10.2008 22:15Ráðstefna gæðingadómaraGæðingadómarafélag LH stendur fyrir ráðstefnu um stöðu gæðingakeppninnar og gæði dómgæslu. Farið verður yfir skýrslu eftirlitsdómara frá landsmótinu í sumar auk þess sem fulltrúi knapa verður með umfjöllun um keppnina og dóma frá sjónarhóli knapa. Aðalfundur G.D.L.H verður haldinn á undan ráðstefnunni. Ráðstefnan verður öllum opin og verða báðir viðburðir nánar auglýstir síðar.
Stjórn G.D.L.H.
11.10.2008 22:05Tveimur tonnum af þakplötum stolið hjá Svenna í Plús Film07.10.2008 21:38KS-DEILDIN 2009 - MEISTARADEILD NORÐURLANDSKS-DEILDIN 2009 - MEISTARADEILD NORÐURLANDS
Undirbúningur fyrir KS-deildina 2009 er kominn á fullt skrið. Ákveðin hefur verið úrtaka fyrir sex laus sæti þann 28.janúar. Nánar auglýst síðar.
Meistaradeild Norðurlands. 06.10.2008 21:26Opinn fundur um LM2008LH-Hestar/Fréttatilkynnning:
Opinn fundur um LM2008
Opinn fundur um Landsmót hestamanna 2008 verður haldinn þann 9. október næstkomandi í íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Fundurinn hefst klukkan 17:00 og stendur til 18:30. Frummælendur á fundinum verða Jóna Fanney Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri LM 2008, Sigurður Ævarsson, mótstjóri LM 2008, og Guðlaugur Antonsson hrossaræktarráðunautur.
Haraldur Þórarinsson, formaður LH, segir að tilgangur fundarins sé að fá fram skoðanir sem flestra hestamanna á því hvað tókst vel og hvað hefði mátt betur fara á LM2008 á Gaddstaðaflötum. "Við hefðum gjarnan viljað sjá þarna eigendur og sýnendur keppnishrossa, formenn og stjórnarmenn hestamannafélaganna, og svo auðvitað áhorfendur og gesti; hinn almenna hestamann," segir Haraldur. "Markmið okkar er að Landsmótin haldi áfram að þróast; að næsta mót verði ávallt ennþá betra og glæsilegra en það síðasta. Ég held að opinská og hreinskiptin umræða á málþingi sem þessu komi til með að skila okkur fram á veginn. Ég hvet alla hestamenn til að mæta og láta í sér heyra."
03.10.2008 17:38HugmyndabankiNú er kominn nýr linkur hér á heimasíðunni sem heitir Hugmyndabanki ![]() Ætlunin er að félagar geti sent inn hugmyndir um það sem þeim langar til að sjá og gera í vetrarstarfi Neista. Ekki vera feimin að koma með hugmyndir ![]() ![]() Ekki feimin koma SVO. Neisti ![]() 02.10.2008 22:29Fjögur ungmenni keppa á heimsmeistaramóti í Trec
Flettingar í dag: 762 Gestir í dag: 51 Flettingar í gær: 325 Gestir í gær: 18 Samtals flettingar: 925995 Samtals gestir: 88422 Tölur uppfærðar: 31.3.2025 16:35:16 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is