Færslur: 2009 Janúar30.01.2009 00:04ÓtitlaðSjö nýir knapar í KS-Deildina
Sjö nýjir knapar bættust í KS-Meistaradeild Norðurlands síðastliðið þriðjugdagskvöld. Keppt var í fjórgangi og fimmgangi. Árni B. Pálsson og Karen Líndal Marteinsdóttur voru jöfn og efst í fjórgangi og Líney M Hjálmarsdóttir varð efst í fimmgangi. Á myndinni er Páll B Pálsson á Sif frá Flugumýri á LM2002.
frétt fengin af lh vefnum Skrifað af sm 30.01.2009 00:01Meistaradeild KSÚrtaka fyrir Meistaradeild KS var haldin síðastliðið þriðjudagskvöld í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki. Jóhann B Magnússon varð efstur í fjórgangi á Lávarði frá Þóreyjarnúpi með 5.67. Ragnar Stefánsson varð efstur á Kola frá Eyjarkoti í fimmgangi með 5.53. Meðfylgjandi eru öll úrslit úrtökunnar. Úrslit úrtökunnar Fimm gangur Skrifað af sm 29.01.2009 21:22Myndir í myndalbúmi ....Erum búin að setja myndir í myndaalbúm af krökkunum sem eru á reiðnámskeiði. Námskeiðin byrjuðu í vikunni hjá öllum nema knapamerki 3 sem var byrjað fyrir nokkru. Vonandi hefur tekist að ná mynd af öllum en ef það vantar af einhverjum þá látið okkur vita og við reynum að bæta úr því. Förum væntanlega aftur á stjá með myndavélina fljótlega ![]() Skrifað af ss 28.01.2009 23:08lhhestar - Fréttir | 28. janúar 2009
Meira en þriðja hvert kynbótahross með áverka
Heyrst hefur að 37% kynbótahrossa á LM2008 hafi verið með áverka af einhverju tagi; aðallega fótaágrip og sár í munni. Guðlaugur Antonsson, hrossaræktarráðunautur vildi ekki staðfesta þessa tölu en segir það rétt að hlutfallið sé hærra nú en áður.
Skrifað af sm 27.01.2009 21:01Frá stjórn Hestaeigendafélags BlönduóssTil hestamanna og þeirra sem leigja land af Blönduósbæ. Frá stjórn Hestaeigendafélags Blönduóss Hluti stjórnar Hestaeigendafélagsins fundaði nýverið með forsvarsmönnum Blönduóssbæjar. Á fundinum kom fram að landleiga verður sú sama og í fyrra þ.e. eftir að tveir gjalddagar voru klipptir af, þó með þeirri 5% hækkun sem verður á fasteignagjöldum öðrum. Einnig var kynnt að hafin er vinna við að meta það land sem í útleigu er með það fyrir augum að búa til þrjá gjaldflokka þar sem gæði lands hafa áhrif á leigugjald, eins og rætt var á fundi síðastliðinn vetur með hestamönnum. Bæjarstarfsmenn lögðu fram ákveðin gögn og síðan hefur Bjarni Maronsson landnýtingarráðunautur unnið að málinu en hann lýkur ekki sínum störfum fyrr en jörð er auð eða gróður kominn af stað. Fram kom að bæjarstarfsmenn telja að betra eftirlit hafi verið með hrossum í stóru hólfunum í sumar og haust og því ætti leiga að innheimtast betur en oft áður og ætti því jafnræðis milli manna að vera betur gætt. Innheimta er nú að hefjast. Rætt var um ýmis önnur hagsmunamál sem varða hestamenn og sveitarfélagið s.s. hundahald, lausagöngu búfjár, umgengi og þrif og verður hver og einn að líta í eigin barm í þeim málum svo ekki þurfi að sverfa til stáls milli bæjaryfirvalda og einstaklinga. Fyrir hönd stjórnar Hestaeigendafélags Blönduóss Hörður Ríkharðsson Tekið af www.huni.is 23.01.2009 10:27Ís-Landsmót 2009
Húnvetnskir hestamenn eru ekki af baki dottnir og auglýsa hér með
F.H. undirbúningsnefndar; Jón Gíslason Skrifað af sm 23.01.2009 08:00
Ódýrt að tryggja reiðtygi
Þjófar láta nú greipar sópa í hesthúsum á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan hefur varað við innbrotunum og telur að brotist hafi verið inn í allt að 50 hesthús. Hnakkar eru það sem þjófarnir ágirnast mest. Rétt er að benda hestafólki á að tiltölulega ódýrt er að tryggja reiðtygi gegn innbrotum og bruna. Hjá Tryggingamiðstöðinni kostar slík trygging upp á 500 þúsund krónur um 2500 krónur á ári, en fæst aðeins sem aukatrygging ef viðskiptavinurinn er með aðrar tryggingar hjá TM. Hjá VÍS kostar 500 þúsund króna trygging um 3500 krónur og hjá Sjóvá tæpar 5000 þúsund. Rétt er að taka fram að þetta eru viðmiðunartölur. Endanlegt verð veltur á því í hve miklum viðskiptum viðskiptavinurinn er. Fjarlægð frá slökkviliði skiptir líka máli. Ekki er sjálfgefið að þessar tryggingar séu seldar í gegn um síma. Hjá VÍS er beðið um myndir af þeim reiðtygjum sem tryggja á. Í öllum tilvikum senda tryggingafélögin fulltrúa sinn á staðinn til að meta aðstæður ef innbrot hefur verið framið. Ummerki um innbrot þurfa að vera greinileg. Rétt er að benda fólki á að kalla strax á lögreglu ef innbrot hefur átt sér stað. Lögregluskýrsla þarf að liggja fyrir svo tjón fáist bætt. Skrifað af sm 20.01.2009 22:43Vetrarstarf Æskulýðsnefndar
Skrifað af SM 15.01.2009 22:14MyndirMyndir komnar inn af unglingunum í tíma hjá Sibbu í knapamerki 3. Afar áhugavert og skemmtilegt hjá þeim. Skrifað af ss 15.01.2009 19:44Nýir eigendur að stóðhestinum Braga frá Kópavogi Tryggvi Björnsson á Blönduósi og Magnús Jósefsson í Steinnesi hafa keypt stóðhestinn Braga frá Kópavogi. Seljandi er Jónas Hallgrímsson á Seyðisfirði. Tryggvi hyggst beita Braga á keppnisvellinum á komandi keppnistímabili. Bragi er undan hálfsystkinunum Geysi frá Gerðum og Álfadísi frá Kópavogi, sem bæði voru undan Ófeigi frá Flugumýri. Hann vakti mikla athygli á íshallarmótum þar sem hann gerði mikla lukku, þá foli á fimmta vetur. Hann er með allgóðan kynbótadóm, 8,18, og hefur fengið 9,0 fyrir tölt, fegurð, fet, hægt tölt og hægt stökk. Hann er með 7,5 fyrir skeið. Tryggvi bindur vonir við að Bragi geti orðið skeinuhættur í fimmgangi og tölti, eins og einkunnir gefa til kynna. Hann segir að skeiðið sé mun efnilegra en hann reiknaði með. Bragi á 48 skráð afkvæmi. Þar af er eitt með dóm, Bjartey frá Úlfsstöðum, sem fékk 7,58 fjögra vetra. Skrifað af sm 14.01.2009 22:29ÓtitlaðFrá Reiðhöllinni Svaðastöðum
Auk þeirra viðburða sem upp eru taldir verður á dagskránni sýnikennsla á vegum FT-Norður og Flugu sem væntanlega verða einu sinni í mánuði og einnig hefðbundin reiðkennsla. Þessir atburðir auk þeirra sem ekki eru taldir upp hér verða auglýstir sérstaklega síðar. Viðburðadagatal Svaðastaðahallarinnar 28. jan. KS deildin - úrtaka 18. feb KS deildin- fjórgangur 25. feb Skagfirska mótaröðin - fjórgangur 4. mars KS deidin - tölt 11. mars Skagfirska mótaröðin - tölt 14. mars Áskorendamót Riddara norðursins 18. mars KS deildin - fimmgangur 28. mars Ræktun Norðurlands 2009 - stórsýning 28. mars Sölusýning í samstarfi við Hrímnishöllina Varmalæk 1. apríl KS deildin - smali og skeið 8. apríl Skagfirska mótaröðin - fimmgangur og heldrimannaflokkur 15. apríl Skagfirska mótaröðin - smali og skeið 25.-26. apríl Tekið til kostana - stórsýning 26. apríl Sölusýning í samstarfi við Hrímnishöllina Varmalæk 14.01.2009 22:23Húnvetnska liðakeppninHúnvetnska liðakeppnin Stefnt er að því að halda fyrsta mótið í Húnvetnsku liðakeppninni í Hvammstangahöllinni 13. febrúar næstkomandi. Mótið er eins og nafnið ber með sér, liðakeppni og verður heil mótaröð þar sem safnað verður stigum á hverju móti fyrir sig og í lok mótaraðarinnar stendur uppi eitt sigurlið. Á fyrsta mótinu verður keppt í tölti, í 1. flokki, 2. flokki og flokki 16 ára og yngri. Liðin skiptast þannig, Reglur fyrir Húnvetnsku mótaröðina/liðakeppni eru þessar: 1. flokkur, ef keppendur eru 16 eða fleiri eru B-úrslit haldin. 4 efstu eru öruggir í A-úrslit, sá fimmti þarf að vinna sig upp í úrslitin. Stig í A-úrslitum eru gefin þannig: Sé keppt í B-úrslitum fá þeir aðilar sem komast í þau úrslit 1 stig nema það par sem vinnur sig upp úr B-úrslitum fær engin stig í B-úrslitunum en á möguleika á fleiri stigum í A-úrslitum. 2. flokkur, sömu reglur í sambandi við A- og B-úrslit. Stigagjöf er þó öðruvísi. Stig í A-úrslitum eru gefin þannig: Sé keppt í B-úrslitum fá þeir aðilar sem komast í þau úrslit 1 stig nema það par sem vinnur sig upp úr B-úrslitum fær engin stig í B-úrslitunum en á möguleika á fleiri stigum í A-úrslitum. Knapar verða að vera í sama liðinu allt tímabilið, þ.e. bannað að skipta um lið á miðju tímabili. Barna- og unglingaflokkur (16 ára og yngri) eru ekki með í stigakeppninni. Engin takmörk eru á fjölda liðsmanna í hverju liði. Leyfilegt er að fá liðsmann utan héraðs til að keppa fyrir sitt lið, en hann verður þá að keppa með sama liðinu allt tímabilið. Skráning er á mail: [email protected] fyrir 10. febrúar nk. Skrifað af sm 14.01.2009 22:09FEIF Youth Camp 2009FEIF Youth Camp 2009
Æskulýðsnefnd LH auglýsir eftir umsóknum á FEIF Youth Camp sem haldinn verður í Bandaríkjunum dagana 17. - 24. júlí 2009. Búðirnar verða haldnar í Wisconsin, í um 2 klst. fjarlægð frá Chigaco á búgarði sem heitir Winterhorse farm.
Dagskráin verður í grófum dráttum á þessa leið; farið verður í reiðtúr, indíanar og kúrekar koma í heimsókn, bátaferð, farið í vatnaskemmtigarð og jafnvel í smá verslunartúr.
Þátttakendur þurfa að vera á aldrinum 13 - 17 ára, á árinu, og verður gerð krafa um að þeir hafi einhverja reynslu í hestamennsku og geti gert sig skiljanleg á ensku.
Þátttökugjald er 530 - 550 ? og hefur hvert land rétt til að senda 2 þátttakendur, en einnig verður biðlisti ef sæti losna. Flugfargjald er ekki innifalið í þátttökugjaldinu.
Umsóknir þurfa að berast á skrifstofu LH, Engjavegi 4, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík fyrir 20. janúar 2009. Á umsókninni þarf að koma fram nafn, kennitala, heimili, í hvaða hestamannafélagi viðkomandi er og nokkrar línur um reynslu í hestamennsku.
Þegar búið verður að velja þá úr sem uppfylla skilyrðin verður dregið úr umsóknum.
Kveðja frá Æskulýðsnefnd Landssambandsins Skrifað af sm 13.01.2009 09:12Huginn í Skagafjörðinnlhhestar - Fréttir | 12. janúar 2009
Skagfirðingar hafa tekið Huginn frá Haga á leigu næsta sumar. Huginn stimplaði sig inn sem kynbótahestur í fyrra. Þá komu fram nokkur úrvals hross undan honum. Athygli vöktu nokkur sérlega fríð og framfalleg hross undan Huginn, sem sjálfur er ekki fríður, með 7,0 fyrir höfuð. Framúrskarandi dætur hans sem fram komu í fyrra voru meðal annarra Gletta frá Þjóðólfshaga, efst í fjögra vetra flokki hryssna á LM08, og Mýkt frá Seljabrekku, þriðja í flokki sex vetra hryssna. Hún er hæst dæmda afkvæmi Hugins. Þá má einnig minna á stóðhestinn Hreim frá Fornusöndum, sem er með 8,65 fyrir hæfileika. Helstu kostir afkvæma Hugins eru samkvæmt kynbótamati BÍ mikið skeið ásamt góðum vilja og lund. Tölt og brokk er einnig vel fyrir ofan meðallag. Huginn fékk fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi á LM2008. 228 afkvæmi eru skráð í WorldFeng. Þar af eru 21 með 7,80 og hærra í aðaleinkunn. Skrifað af sm
Flettingar í dag: 762 Gestir í dag: 51 Flettingar í gær: 325 Gestir í gær: 18 Samtals flettingar: 925995 Samtals gestir: 88422 Tölur uppfærðar: 31.3.2025 16:35:16 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is