Færslur: 2010 Apríl11.04.2010 09:55Frábær æskulýðssýningÆskulýðssýning Neista var í gær og tóku tæplega 40 börn, á öllum aldri, þátt í henni. Elín Hulda Harðardóttir opnaði sýninguna á henni Móheiði sinni og var Elínu veitt viðurkenning fyrir frábæran árangur og framför á árinu 2009. Áttu þær stöllur margan góðan sprettinn á keppnisbrautinn 2009, urðu t.d. í 4. sæti í unglingaflokki á Fjórðungsmóti. Elín Hulda og Móheiður á Landsmóti 2008 Elstu krakkarnir, 7 talsins, voru með 3 atriði, knapahreysti þar sem 2 lið kepptu sín á milli í ýmsum þrautum þar sem rauða liðið vann. Síðan var hindrunarstökk og svo var kennarinn þeirra Sandra Marín með sýnikennslu. Mjög skemmtilegt og flott hjá þeim. ![]() Hanna Lindmark og Christina Mai náðu 17 indíánum og kúrekum saman í keppni. Þeir kepptu sín á milli í 2 mismunandi þrautum, annars vegar héldu þau á sigti með bolta í og riðu milli stika og hins vegar í slaufur milli stika. Mikil spenna var á síðustu metrunum og fór það svo að indíánar unnu sigtakeppnina en kúrekarnir slaufur, svo bæði liðin fengu verðlaun. ![]() Minnstu krakkarnir, 12 talsins, voru trúðar, riðu berbakt og gerðu ýmsar æfingar á hestbaki, sneru sér við, stóðu upp og gerðu aðrar jafnvægisæfingar. Rosalega dugleg og flott. Sonja Noack hefur leiðbeint þessum krökkum í vetur. ![]() Í lokin voru allir krakkarnir og kennararnir þeirra kallaðir upp þeim veitt smá viðurkenning fyrir frábæra frammistöðu, dugnað, áhuga og bara fyrir hvað við eigum flotta og duglega krakka. Við megum vera mjög stolt af þeim. Æskulýðsnefndin þakkar öllum þeim sem að þessari sýningu kom á einn eða annan hátt fyrir, án ykkar hefði þessi sýning ekki orðið að veruleika. Gaman að geta átt frábæran og eftirminnilegan dag og fengið að njóta þess að horfa á frábæra krakka á frábærri sýningu. Takk fyrir öll. Myndir eru komnar inn í myndaalbúm. Helga Thoroddsen tók fullt af myndum og sendi okkur. Kærar þakkir fyrir. Selma Svavarsdóttir tók líka nokkrar myndir. Kærar þakkir fyrir. Skrifað af selma 10.04.2010 23:56Húnvetnska liðakeppnin - tölt úrslitLið 1 (Hvammstangi, Hrútafjörður og Miðfjörður) sigruðu í liðakeppninni með 142,5 stig. Í öðru sæti varð lið 3 (Víðidalur, Fitjárdalur) með 132 stig. Í þriðja sæti varð lið 2 (Vatnsnes og Vesturhóp) með 114,5 stig og í fjórða sæti varð lið 4 (Austur-Húnavatnssýsla) með 50 stig. Mótið var gríðarsterkt og var stemmingin á pöllunum rosaleg og gaman að sjá hvað stuðningsfólk liðanna studdi vel sitt fólk. Dómarar voru skagfirðingarnir Maggi Magg, Hinrik Már og Júlía. Úrslitin og myndir má sjá hér. Skrifað af selma 08.04.2010 15:46Húnvetnska liðakeppnin - TÖLT ráslistarLokamót Húnvetnsku liðakeppninnar verður eins og flestir vita á
morgun í Þytsheimum og hefst klukkan 17.00. 104 keppendur eru skráðir
til leiks og spennan er rosaleg. Keppendur verða að vera búnir að greiða skráningargjald fyrir mót inn á 1105-15-200343 kt. 550180-0499, gjaldið er 1.500 fyrir fullorðna en 500 fyrir unglinga. Dagskrá Unglingaflokkur 2. flokkur 1. flokkur B-úrslit í unglingaflokki B-úrslit í 2. flokki B-úrslit í 1. flokki A-úrslit í unglingaflokki A-úrslit í 2. flokki A-úrslit í 1. flokki Skrifað af selma 07.04.2010 10:15Æskulýðssýning Hestamannafélagsins Neista
Fram
koma um 40 krakkar á öllum aldri Hvetjum
alla til að koma og sjá þessa Aðgangseyrir kr. 500 fyrir 12 ára og eldri. Æskulýðsnefnd Neista Skrifað af selma 06.04.2010 15:04Lokakvöld KS - DeildarinnarMiðvikudagskvöldið 7. apríl fer fram lokakeppnin í KS - Deildinni. Keppt verður í Svaðastaðahöllinni og hefst keppnin kl.20.00. Keppt verður í smala og skeiði. Mikil spenna er fyrir þetta síðasta kvöld en nokkrir knapar eiga enn raunhæfa möguleika á að vinna deildina. Þar stendur Bjarni Jónasson þó best að vígi. Allt getur gerst þetta lokakvöld, því keppnisgreinarnar bjóða báðar upp á hraða og spennu. Búist er við fjölda áhorfenda en aðsókn að deildinni í vetur hefur verið mjög góð. Björn Jónsson frá Vatnsleysu hefur hætt keppni. Eftirfarandi er rásröð: Smali
Skeið
Skrifað af selma 06.04.2010 12:09Frá Endurmenntun LbhÍNámskeið á Miðsitju í Skagafirði um
byggingadóma hrossa! Búið er að opna fyrir skráningar
;-) Lýsing: Bygging hrossa Markmið með námskeiðinu er að bjóða upp á
ítarlega fræðslu um byggingu hrossa og hvaða atriði er verið að meta þegar hver
eiginleiki byggingar er dæmdur. Einnig verður farið yfir reglur kynbótasýninga
og það hvernig best er að stilla hrossi upp í byggingardómi. Námskeiðið byggir
að hluta til á fyrirlestrum en mikil áhersla verður lögð á verklegar æfingar. Kennarar: Þorvaldur Kristjánsson og Eyþór
Einarsson, kynbótadómarar. Staður og tími: Lau. 17. apríl kl.
10:30-17:00 (8 kennslustundir) á Miðsitju
í samstarfi við Hrossaræktarsamband Skagfirðinga Verð: 14.000 kr (kennsla, gögn, veitingar) Skráningar hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á [email protected] eða í síma 433 5000 (fram komi nafn,
kennitala, heimili og sími). Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með
því að millifæra 3.000 kr (óafturkræft) á reikninginn 0354-26-4237, kt.
411204-3590. Senda kvittun á [email protected] með skýringu. Skrifað af selma 04.04.2010 11:02Húnvetnska liðakeppnin - töltLokamót Húnvetnsku liðakeppninnar verður föstudaginn 9. apríl nk. Keppt verður í tölti í unglingaflokki, 2.flokki og 1.flokki. Skráningu skal senda á [email protected] og þarf að vera lokið á miðnætti þriðjudaginn 6. apríl. Aðgangseyrir: 1.000 kr Skráningargjald: 1.500 kr. Hvaða lið tekur fyrsta sætið í liðakeppninni? Hverjir vinna einstaklingskeppnirnar? Komdu og fylgstu með spennandi
keppni, sjoppa á staðnum !! Skrifað af selma
Flettingar í dag: 1835 Gestir í dag: 28 Flettingar í gær: 2989 Gestir í gær: 102 Samtals flettingar: 931430 Samtals gestir: 88588 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 07:24:57 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is