Færslur: 2010 Október28.10.2010 13:50Knapamerki bóklegtKnapamerkjanámskeið 2011 hjá Neista hefjast með bóklegri kennslu 9. nóvember 2010. Kenndar verða 2 kennslustundir í einu og áætlað er að klára bóklega hlutann fyrir jól. Engin bókleg kennsla verður eftir áramót. Þriðjudagur 9. nóvember kl. 16.15 - 17.45 knapamerki 1 (verða á þriðjudögum) kl. 18.00 - 19.30 knapamerki 2 börn og unglingar (verða á þriðjudögum) Fimmtudagur 11. nóvember kl. 16.15 - 17.45 knapamerki 3 unglingar (verða á fimmtudögum) kl. 18.00 - 19.30 knapamerki 2 fullorðnir (verða á fimmtudögum) Verkleg kennsla hefst strax eftir áramótin. Þeir sem ætla í knapamerkin í vetur vinsamlegast skráið ykkur á netfang Neista. Fram þarf að koma nafn og hvaða knapamerki er fyrirhugað að fara í. Aldurstakmark í knapamerki 1 er 12 ára (fædd 1999). Þeir sem áhuga hafa á að fara á reiðnámskeið, börn eða fullurðnir mættu líka skrá sig á áðurnefnt netfang. Æskulýðsnefnd Skrifað af selma 27.10.2010 15:53UppskeruhátíðUppskeruhátíð búgreinasamtaka í A-Hún. og Hestamannafélagsins Neista verður haldin laugardagskvöldið 27. nóvember 2010. Nánar auglýst síðar. Undirbúningsnefndin Skrifað af selma 25.10.2010 12:11Húnvetnska liðakeppnin 2011Komnar eru dagssetningar fyrir mót Húnvetnsku liðakeppninnar 2011. Einnig eru komnar tillögur að breytingum sem verða kynntar liðsstjórum liðanna á næstunni og settar inn á heimasíðu Þyts ef þær verða samþykktar. En mót vetrarins verða: 11. febrúar - Fjórgangur 25. febrúar - Smali 11. mars - Fimmgangur 8. apríl - Tölt Þytur Skrifað af selma 24.10.2010 22:19Gott Landsþing LHGlæsilegu landsþingi LH lauk í gær með þingslitafagnaði. Almenn ánægja var með þingið sem var málefnalegt og afkastaði miklu en mörg mál voru rædd og afgreidd. Töluverðar umræður urðu um mál er varða landsmót, framtíð þeirra, framkvæmd og landsmótsstaðina.
Mörgum málum þessa málaflokks var vísað til hinnar nýlega skipuðu landsmótsnefndar þannig að þar er nóg af verkefnum að vinna. Ný stjórn LHHaraldur Þórarinsson, Sleipni var endurkjörinn sem formaður án mótframboðs. Níu einstaklingar gáfu kost á sér sem meðstjórnendur, kosningu hlutu fimm eftirtalin: Einar Höskuldsson frá Mosfelli fékk Gullmerki LH
|
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is