Færslur: 2011 Janúar30.01.2011 22:00Sparisjóðs-liðakeppnin - fjórgangurÞá fer að styttast í fyrsta mót Sparisjóðs-liðakeppninnar en það verður 11. febrúar nk og verður að vera búið að skrá á miðnætti þriðjudagsins 8. febrúar. Skráning er hjá Kollu á mail: [email protected]. Keppt verður í fjórgangi í 1. flokki, 2. flokki, 3. flokki og flokki 17. ára og yngri (fædd 1994 og seinna) Það sem koma þarf fram er knapi, lið, hestur, IS númer og upp á hvora hönd á að ríða. Það verða tveir inn á í einu og er prógrammið í forkeppni, hægt tölt - fegurðartölt - fet - brokk - stökk. En úrslit verða riðin eins og venjulega, hægt tölt - brokk - fet - stökk - fegurðartölt. Knapar verða að vera í sama liðinu allt tímabilið, þ.e. bannað að skipta um lið á miðju tímabili. Einnig verður hver og einn knapi að velja sér hvort hann ætlar að keppa í 1. 2. eða 3. flokki í upphafi tímabils og má ekki fara á milli flokka á tímabilinu. Hver keppandi má keppa á fleiri en einum hesti í hverri grein, en ef keppandi kemst með tvo hesta í úrslit verður hann að velja á milli þeirra og aðeins keppa á öðrum í úrslitum. Ekki hægt að fá aukaknapa til að ríða úrslit fyrir sig. Nánar um reglur keppninnar má sjá hér. Skráningargjaldið
er 1.500 fyrir fullorðna og 500 fyrir unglinga 17 ára og yngri og
verður að greiða inn á reikning 1105-15-200343 kt. 550180-0499 áður en
mót hefst. Aðgangseyrir er 1.000 en frítt fyrir 12 ára og yngri. Mótanefnd liðakeppninnar Skrifað af selma 28.01.2011 11:12Reiðnámskeiðin hjá krökkunum byrjuðÞá eru öll námskeið vetrarins komin af stað en hóparnir mættu í sína tíma á miðvikudag og fimmtudag. Ekkert nema skemmtilegt hjá þeim. Í miðvikudagshópnum eru bara stelpur og þær hafa allar verið marga vetur á námskeiðum í Reiðhöllinni. Hér eru Lilja, Alma og Una ...... ![]() og á fimmtudag komu krakkarnir sem ekki eru búin að vera á jafnmörgum námskeiðum og hinn hópurinn enda hafa þau aðstoðarmenn sér til halds og trausts. ![]() Skrifað af selma 27.01.2011 08:18JárninganámskeiðiðJárninganámskeiðið verður 4. og 5. febrúar. Það byrjar með bóklegum tíma í Reiðhöllinni, kaffistofu, kl. 20.00 föstudagskvöld 4. feb. Verklegir tímar byrja kl. 8.00 á laugardagsmorgunn og verða þeir í hesthúsinu í Hnjúkahlíð. Skráning og nánari upplýsingar gefur Hólmar Hákon í sími 6956381. Það væri gott ef þeir sem voru búnir að skrá sig staðfesti þátttöku sína við Hólmar, láti hann einnig vita ef þeir komast ekki þess helgi. Skrifað af selma 26.01.2011 10:22Meistaradeild Norðurlands (KS deildin) 2011Það stefnir í hörku úrtöku miðvikudaginn 26. janúar. 11 knapar eru skráðir til leiks, og þar eru þekkt nöfn úr keppnisgeiranum... meðal þátttakenda eins og má sjá á ráslistanum. Það er alla vega
ljóst, að úrtakan fyrir þetta ár er sennilega sú sterkasta frá upphafi KS-deildarinnar.
Keppt er í 4-gangi og 5-gangi og er það samanlagður árangur úr þessum
greinum sem telur til stiga í úrtökunni. 1. Magnús Elíasson - Bliki frá Stóru - Ásgeirsá. 2. Hörður Óli Sæmundarson - Hafrún frá Vatnsleysu. 3. Jón Herkovic - Töfrandi frá Árgerði. 4. Ingólfur Pálmason - Höfði frá Sauðárkróki. 5. Sigurður Rúnar Pálsson - Gáski frá Pulu. 6. Riikka Anniina - Gnótt frá Grund. 7. Árni Björn Pálsson - Fura frá Enni. 8. Baldvin Ari Guðlaugsson - Logar frá Möðruvöllum. 9. Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir - Kolgerður frá Vestri-Leyrárgörðum. 10. Guðmundur Þór Elíasson - Fáni frá Efri-Lækjardal. 11. Eyjólfur Þorsteinsson - Hlekkur frá Þingnesi. Ráslisti 5-gangur. 1. Jón Herkovic - Formúla frá Vatnsleysu. 2. Sigurður Rúnar Pálsson - Glettingur frá Steinnesi. 3. Baldvin Ari Guðlaugsson - Frami frá Efri-Rauðalæk. 4. Riikka Anniina - Styrnir frá Neðri-Vindheimum. 5. Guðmundur Þór Elíasson - Súper-Stjarni frá Stóru-Ásgeirsá. 6. Hörður Óli Sæmundarson - Hreinn frá Vatnsleysu. 7. Magnús Elíasson - Daði frá Stóru-Ásgeirsá. 8. Árni Björn Pálsson - Ofsi frá Stóru-Ásgeirsá. 9. Eyjólfur Þorsteinsson - Ögri frá Baldurshaga. 10. Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir - Rán frá Skefilsstöðum. 11. Ingólfur Pálmason - Tindur frá Miðsitju. Við minnum knapana sem eru skráðir í úrtökuna á knapafundinn sem verður í Tjarnarbæ kl:19:00 á keppnisdag. Skrifað af selma 25.01.2011 08:16Happdrætti FreyfaxaHestamannafélagið Freyfaxi var að fara af stað með stóðhestahappdrætti, það er opið fyrir alla og er slóðin á síðuna: http://freyfaxi.123.is/page/30608/ Skrifað af selma 21.01.2011 12:2510. hópurinnÍ gær mætti 10. hópurinn í knapamerkjatímann sinn en það er Elin Petronella Hannula sem kennir. Hér eru Gerður Beta og Christina mættar með hestana sína..... og Harpa með Gamminn sinn. Það eru 24 fullorðnir sem stunda nám í knapamerkjum 1 og 2 og 19 krakkar í kn 1, 2 og 3. Knapamerki 3 er tekið á tveimur vetrum þar sem það er mikið nám og betra að því sé dreift svo krakkarnir hafi líka tíma í að taka þátt í því sem er á döfinni hjá þeim. Reiðnámskeið barna, yngri og eldri, byrja í næstu viku. Eldri börnin mæta á miðvikudag kl. 19 og yngri mæta á fimmtudag kl. 17. Foreldrum verður sendur póstur þar um og ef einhver er ekki búinn að skrá sig þá er um að gera að hafa samband á netfang Neista. Skrifað af selma 20.01.2011 13:19Járninganámskeiði frestaðJárninganámskeiðinu sem vera átti 21. og 22. janúar er frestað um óákveðinn tíma. Skrifað af selma 18.01.2011 21:02Meira af knapamerkjumEnn eru fleiri hópar að byrja námskeiðin í knapamerkjunum. Hópurinn sem komst ekki á mánudag fyrir viku vegna veðurs mætti hress og kátur í gær í tíma hjá Sibbu. Hér mætir Sauðanesbóndinn með hann Mósa sinn.... ![]() Í dag voru tímar hjá Barböru Dittmar en hún kennir krökkunum í knapamerki 1 (annar hópurinn) og knapamerki 2. Þær Þórunn, Ása, Kristín og Guðrún mættar hjá Barböru í knapamerki 1.... ![]() og þau Jón Ægir og Harpa Hrönn í knapamerki 2. ![]() Skrifað af selma 18.01.2011 15:35Sýnikennsla í Þytsheimum
Reiðkennararnir
Ísólfur Líndal og Guðmar Þór fimmtudaginn 27.janúar kl. 20:30. Fjallað verður m.a um notkun reiðhalla Aðgangseyrir 1000 kr (enginn posi á staðnum) Félag tamningamanna og fræðslunefnd Þyts Skrifað af selma 18.01.2011 15:25Reiðnámskeið og sýnikennsla í Reiðhöllinni SvaðastaðirReiðnámskeið og sýnikennsla í Reiðhöllinni Svaðastaðir Reiðnámskeið og sýnikennsla verður haldið helgina 21.-23.janúar. Kennari verður Guðmar Þór Pétursson. Sýnikennsla á föstudag, 21.jan, kl 20 Aðgangseyrir 1000 kr. Allir velkomnir Kennt verður í þriggja manna hópum, klukkustund í senn. Einnig er hægt að panta einkatíma. Skráning á námskeiðið er hjá Brynjólfi í síma 865-0946 Nú er gott að skella sér á námskeið í byrjun nýs tímabils og taka svo veturinn með trompi. Nýárskveðjur frá Riddurum Norðursins. Skrifað af selma 17.01.2011 20:51KS-deildinMeistaradeild Norðurlands í hestaíþróttum, KS-deildin, verður haldin í fjórða sinn í vetur. Mótaröðin fer að venju fram í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkóki.26. janúar nk verður úrtaka en sex sæti eru laus í deildina. Þeir sem ætla í úrtöku er bent á að skrá sig nú þegar á netfangið: [email protected]. Allra síðasti skráningardagur er 23.jan. Nánari upplýsingar í síma : 842-5240 Mótadagar verða:
26.jan: Úrtaka fyrir þau 6.sæti sem laus eru. Síðasti skráningardagur 23.janúar
16.feb: Fjórgangur
2.mars: Fimmgangur
16.mars: Tölt
30.mars: Smali og skeið.
Kaupfélag Skagfirðinga mun eins og áður, vera styrktaraðili Meistaradeildar Norðurlands. Skrifað af selma 14.01.2011 21:29Lið 4 - allir með :o)Eins og sjá má hér á heimasíðunni og heimasíðu Þyts þá er Húnvetnska liðakeppnin eða Sparisjóðs-liðakeppnin, eins og hún heitir núna, rétt handan við hornið en 1. mót vetrarins er 11. febrúar í Þytsheimum. Liðsstjórar Austur Húnvetnska liðsins, Lið 4, hvetja alla þá sem áhuga hafa á að vera með á einn eða annan hátt í Liði 4, þ.e. hvort heldur sem keppandi, klappstýra eða rétta hjálparhönd við hvað sem er að hafa samband við Rúnar í síma 6953363 eða á netfang [email protected] fyrir frekari upplýsingar. Með von um góða þátttöku Liðsstjórar liðs 4 Skrifað af selma 14.01.2011 20:20Sparisjóðs-liðakeppninMótanefnd Húnvetnsku liðakeppninnar ásamt liðsstjórum hafa farið yfir reglur keppninnar og hér fyrir neðan má sjá niðurstöðuna sem við vorum sammála um og þær breytingar sem við gerðum. Framundan er spennandi keppni og styttist í fyrsta mót sem verður 11. febrúar í Þytsheimum. Breytingar frá því í fyrra eru þær að 3. flokk verður bætt við ef næg þátttaka fæst og b-úrslit í unglingaflokki tekin út í staðin. Þar sem tími gefst ekki fyrir fleiri úrslit á einu kvöldi. Einnig bætist skeið við og verður það með smalanum á Blönduósi. Spkef sparisjóður verður aðalstyrktaraðili keppninnar og mun liðakeppnin því fá nýtt nafn, Sparisjóðs-liðakeppnin. Ný regla fyrir þetta ár er sú að á lokamóti mótaraðarinnar má ekki bætast nýr aðili við liðið nema hann sé í Neista eða Þyt. Mót Sparisjóðs-liðakeppninnar verða: Reglur keppninnar árið 2011: Liðin skiptast þannig,
1. flokkur, ef keppendur eru 16 eða fleiri eru B-úrslit riðin. Fjórir efstu eru öruggir í A-úrslit, sá fimmti þarf að vinna sig upp í úrslitin. Stig í A-úrslitum eru gefin þannig: Stig í B-úrslitum eru gefin þannig: Það par sem vinnur sig upp úr B-úrslitum fær engin stig í B-úrslitunum en á möguleika á fleiri stigum í A-úrslitum. Stig í B-úrslitum eru gefin þannig: Það par sem vinnur sig upp úr B-úrslitum fær engin stig í B-úrslitunum en á möguleika á fleiri stigum í A-úrslitum.
3. flokkur, aðeins riðin A-úrslit. Stig í úrslitum eru gefin þannig: 1. sæti - 3 stig Skeið: Þessi keppni gefur einungis stig í liðakeppninni en ekki í einstaklingskeppninni. Aðeins keppt í einum flokki og stig eftirfarandi: 1.sæti - 10 stig
Knapar verða að vera í sama liðinu allt tímabilið, þ.e. bannað að skipta um lið á miðju tímabili. Hver keppandi má keppa á fleiri en einum hesti í hverri grein, en ef keppandi kemst með tvo hesta í úrslit verður hann að velja á milli þeirra og aðeins keppa á öðrum í úrslitum. Ekki hægt að fá aukaknapa til að ríða úrslit fyrir sig. Skráningargjöld verður að greiða inn á reikning 1105-15-200343 kt. 550180-0499 áður en mót hefst. Mótanefnd liðakeppninnar Þytur Skrifað af selma 13.01.2011 20:36Knapamerki 1Áfram halda nýjir hópar að mæta í Reiðhöllina á námskeið í knapamerkjunum. Í kvöld mættu krakkarnir í fyrri hópnum í knapamerki 1, þau Hreinn, Leon, Magnea, Páll og Sigurður Bjarni. Kennarinn þeirra er Elin Petronella Hannula. Skrifað af selma 13.01.2011 13:29Knapamerki 3Knapamerki 3 byrjaði í gær þegar krakkarnir mættu hjá Sibbu í tveim hópum. Mjög spennandi :) Hér eru þau sem eru að byrja í kn 3, þau Hrafnhildur, Alexandra og Sigurgeir ásamt Sibbu.... ![]() og þau sem byrjuðu í fyrra, þau Friðrún, Haukur og Hákon ásamt Sibbu. Á myndina vantar Höllu Steinunni. ![]() Skrifað af selma
Flettingar í dag: 843 Gestir í dag: 56 Flettingar í gær: 325 Gestir í gær: 18 Samtals flettingar: 926076 Samtals gestir: 88427 Tölur uppfærðar: 31.3.2025 16:56:28 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is