Færslur: 2011 Júní05.06.2011 20:00UppskeruhátíðirÞað er tími uppskeruhátíða þessa dagana í "góða" veðrinu. Það var kátur hópur sem hittist við reiðhöllina 2. júní og fór saman í góðan útreiðatúr í tilefni að knapamerkjanámskeið vetrarins voru búin og VORIÐ væri komið. 22 fullorðnir tóku próf í knapamerkjum 2 og sumir tóku próf bæði í 1 og 2. Farinn var góður útreiðatúr og síðan var grillað í reiðhöllinni og skírteini afhent. Góður hópur og vel heppnuð hátíð. Að sjálfsögðu fór Magnús Ólafsson með nokkrar vísur ![]() Í dag stormaði æskulýðurinn og áhangendur þeirra í Þingeyrar og héldu sína uppskeruhátíð þar. Það var góður hópur sem mætti þar með hesta sína um kl. 15 og riðu út á sand í rokinu. Það gerði ekkert til þó það væri "smá" gola og var sprettur á krökkunum. Gaman að sjá hve dugleg þau eru og vel ríðandi. ![]() Eftir reiðtúrinn var grillað og skírteini afhent og öll fengu þau gjöf fyrir hve frábærlega þau eru búin að standa sig í vetur. Flottir krakkar, takk takk fyrir veturinn og sjáumst vonandi aftur næsta vetur. ![]() Eins og gengur gátu ekki allir krakkarnir mætt í dag en hér er hópurinn sem kom. Á námskeiðum hjá Neista í vetur voru 33 krakkar, 17 af þeim voru í knapamerkjum og luku 14 prófum úr 1, 2 og 3. Knapamerki 3 er tekið á tveim vetrum og eru 3 krakkar sem eru í þeim hópi. Frábær aðstaða á Þingeyrum, bæði til útreiða, fótbolta innanhúss og grillaðstöðu. Gunnar og Helga, kærar þakkir fyrir að fá að koma og njóta dagsins í frábæru umhverfi. Skrifað af selma 02.06.2011 22:30Opnað hefur verið fyrir skráningu á landsmót 50+Landsmótið verður 24. - 26. júní eins og sést hér að ofan. Hestaíþróttirnar verða á föstudeginum 24. júní. Nánar um dagskrá mótsins má sjá hér. Keppt verður í fjórgangi, fimmgangi og tölti ef næg þátttaka verður. Við skráningu þarf að koma fram kennitala knapa, IS númer hests og í hvaða grein á að keppa. Hvetjum við Neistafélaga til að taka þátt. Þeir sem hafa áhuga á að vera með eru beðnir um að senda Ingu Maríu póst á [email protected], sem fyrst. USAH borgar skráningargjöldin. Slóðin inn á heimasíðu mótsins er: http://umfi.is/umfi09/50plus/ Skrifað af selma 01.06.2011 08:28Hestamenn - hesthúsaeigendur - Þrifdagur.Laugardaginn 4. júní næstkomandi viljum við standa fyrir átaki til þrifa og lagfæringa í Reiðhöllinni Arnargerði og nágrenni. Hugmyndin er að mæta kl. 10:00 um morguninn og tína plast, taka drasl, lagfæra gerði, mála glugga í Reiðhöllinni, sópa, þurrka af ofl. Hengdur verður upp verkefnalisti í Reiðhöllinni og getur hver valið það sem honum hentar og verið eins lengi eða stutt og honum hentar. Ef fólk kemst ekki á þessum tíma, en hefur áhuga á að leggja hönd á plóg, getur það komið síðar eða haft samband við Rúnar eða Hödda og fengið verkefni sem leysa má af hendi á öðrum tíma. Vonumst til að sjá sem flesta. Nefndin. Skrifað af selma
Flettingar í dag: 1327 Gestir í dag: 22 Flettingar í gær: 2989 Gestir í gær: 102 Samtals flettingar: 930922 Samtals gestir: 88582 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 06:18:56 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is