Færslur: 2011 September26.09.2011 12:57Stóðsmölun og stóðréttirFöstudaginn 30.september verður stóðinu smalað til byggða. Svo er líka mögnuð sjón að mæta bara síðdegis til að sjá stóðið renna heim í sveitina. Laugardaginn 1. okt. er stóðið rekið til réttar stundvíslega kl. 10 Á laugardagskvöld er dansleikur í Víðihlíð þar sem hljómsveit Geirmundar Verið velkomin í Víðidal Skrifað af selma 21.09.2011 10:04Myndir af LaxárdalnumVeðrið var stórkostlegt sl. laugardag þegar fjöldi fólks fór í stóðsmölun á Laxárdalinn. Fyrir þá sem ekki komust og þá sem fóru og hafa gaman að skoða myndir þá má sjá frábærar myndir sem Jón Sig tók. Einnig eru nokkrar myndir í albúmi sem fréttaritari tók. ![]() Skrifað af selma 18.09.2011 09:34SölusýningFyrirhugað er að halda sölusýningu samhliða stóðréttunum í Víðidalstungurétt. Fram þarf að koma IS-númer, nafn og litur hests og faðir og móðir. Einnig er æskilegt að skrifa stutta lýsingu á hrossinu og hver er umsjónarmaður og símanúmer. Síðan þarf að setja hrossið í verðflokk: 0-400.000, 400.000-800.000, 800-1.200.000, 1.200.000-1.800.000, 1.800.000+ Skráning er hafin á e-mailið: [email protected] Skráningargjald er 1.500 kr. og það á leggja inná reikning hrossaræktarsamtakanna 0159-26-992 kt.631188-2579 Síðasti skráningardagur er 25.september 2011. Skrifað af selma 16.09.2011 13:51Æskan og hesturinn 2011 á DVDSýningin Æskan og hesturinn 2011, sem haldin var í vor, var tekinn upp og er til á DVD-diski. Þeir sem vilja eignast eintak sendi póst á [email protected] eða á vjmyndir@fjölnet.is einnig er hægt að koma við á snyrtistofunni Táin, Skagfirðingabraut 6, Sauðárkróki. Diskurinn kostar 2,500 + sendingarkostnað ef þarf að senda. Einnig er hægt að safna saman pöntunum á sama svæði og nýta ef einhver er á ferðinni á milli. Skrifað af selma 14.09.2011 09:16Fjör á Landsmótsnefndarfundi á Blönduósi í gærkvöldiLandsmótsnefndin sem skipuð var af LH og BÍ fyrir ári og átti að endurskoða alla umgjörð Landsmóts ehf., skilaði lokaskýrslu á vordögum. Hefur hún farið um landið og haldið fundi með heimamönnum og farið yfir skýrsluna. Óhætt er að segja að ákveðin mál hafi ekki farið vel í Norðlendinga sem mættu á fund á Blönduósi í gær.
![]() Sveinbjörn Sveinbjörnsson, formaðurnefndarinnar, Stefán Haraldsson, Sigrún Ólafsdóttir og Kristinn Guðnason. Það voru þau Sveinbjörn Sveinbjörnsson, formaður nefndarinnar, Stefán Haraldsson, Sigrún Ólafsdóttir og Kristinn Guðnason sem mættu á Blönduós til að skýra frá störfum þeirra í nefndinni og rökstyðja þær afgreiðslur og tillögur sem settar eru fram í skýrslunni. Helsta gagnrýni sem nefndin fékk frá fundarmönnum var tillaga þeirra um að Landsmót ætti að halda tvö skipti sunnanlands á móti einu norðanlands. Það var mikill hiti í mönnum vegna þessa sem mótmæltu þeirri hugmynd harðlega. Vildu flestir hafa fyrirkomulagið óbreytt þ.e. að mótin verði haldin til skiptis á þessum landshlutun. Kom þó fram sú uppástunga úr sal að tvö mót yrðu haldin á Norðurlandi á móti einu á Suðurlandi. Næsta landsmót verður haldið í Reykjavík á næsta ári og voru fundarmenn efins um að rétt væri að halda mót í borg þar sem kemur skýrt fram í ritgerð Hjörnýjar Snorradóttur, Stefnumótun-Landsmót hestamanna, sem talið er tímamótaverk að því er varðar umfjöllun um landsmótin, að Landsmótin njóti vinsælda eins og þau eru og hafa verið í megin dráttum. Engar stórvægilegar breytingar beri að gera á þeim, heldur lagfæra það sem betur má fara. Helst var talið skynsamlegt af fundarmönnum að mótin yrðu haldin til skiptis á Vindhemamelum og Gaddstaðaflötum enda hafi mikil og kostnaðarsöm uppbygging farið fram á þeim stöðum og þekking til mótahalds til staðar. Skýrslu Landsmótsnefndar má sjá HÉR Skrifað af selma 09.09.2011 15:15Landsmótsnefnd á BlönduósiTilkynning frá LH
Stjórn LH hvetur fólk til að mæta og taka þátt í málefnalegum umræðum um málefni landsmótanna og jafnvel koma fram með sniðugar hugmyndir! Skrifað af selma 07.09.2011 09:27Ævintýri norðursins 2011Stóðsmölun á Laxárdal og Skrapatungurétt. Laugardaginn 17. september verður hin árlega stóðsmölun á Laxárdal. Öllum velkomið að taka þátt í þessum einstaka reiðtúr. Lagt verður upp frá Strjúgsstöðum í Langadal kl. 10:00. Áætlað er að koma í Kirkjuskarðsrétt kl. 14 og halda þaðan kl. 16. Veitingasala verður í Kirkjuskarðs- og Skrapatungurétt. Aðstaða er til að geyma hesta frá föstudegi yfir á laugardag á Strjúgsstöðum, við sandnámu (norðan afleggjara). Þátttakendur eru beðnir að virða að ekki er leyfilegt að reka laus reiðhross í stóðsmöluninni. Laugardagskvöld: Veitingar fyrir svanga smala og aðra hestamenn á veitingastaðnum Pottinum Stórdansleikur er með Pöpum í Félagsheimilinu Blönduósi. Húsið opnað kl. 23:00. Barinn opinn. 18 ára aldurstakmark. Sunnudaginn 18. september hefjast stóðréttir í Skrapatungurétt kl. 11. Skemmtileg alíslensk stemmning. Veitingasala í réttarskála. Hver veit, kannski sér einhver draumahestinn sinn í réttunum! Ferðamannafjallkóngur verður Valgarður Hilmarsson. Ekki missa af frábærri skemmtun! Nánari upplýsingar hjá ferðamannafjallkóngi, sími 893 2059 [email protected] Skrifað af selma
Flettingar í dag: 843 Gestir í dag: 56 Flettingar í gær: 325 Gestir í gær: 18 Samtals flettingar: 926076 Samtals gestir: 88427 Tölur uppfærðar: 31.3.2025 16:56:28 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is