Færslur: 2011 Október31.10.2011 09:59Lífið í ArnargerðiÞað er töluvert líf í hesthúshverfinu Arnargerði en knapamerkjanámskeiðin eru farin af stað með bóklegum námskeiðum og nokkrir eru búnir að taka inn. Dyttað er að hesthúsum og hafa þessi tvö fengið andlitslyftingu í haust. Þau Víðir Kristjánsson og Ragnhildur Haraldsdóttir hafa tekið hesthúsið við Reiðhöllina í Arnargerði á leigu og verða með starfsemi sína, tamningar og þjálfun, þar í vetur. Víðir var á fullu við tamningar þegar fréttaritari leit þar við í vikunni, en þau eru aðallega með tryppi í frumtamningum. Þau taka keppnishrossin inn síðar en Víðir er greinilega eitthvað að þjálfa fyrir veturinn því hann segir á facebook síðu sinni um daginn: "Vann tölt og fjórgang í reiðhöllinni í dag með yfirburðum, því miður gleymdist að auglýsa mótið en góð stemming meðal keppenda engu að síður, stefni á gull og silfur í fimmgang sem hefst stundvíslega kl. 09.17 í fyrramálið...." Víðir og aðstoðarkona hans með skjóttan úr Skagafirði..... og þessi er frá Sauðanesi undan Tý frá Skeiðháholti. Ragga var að gera hryssuna sína, Höttu sem er undan Ægi frá Móbergi og er á 6. vetur, klára fyrir útreiðartúrinn. Bjóðum Víði og Röggu velkomin í hverfið og þeim Ragga og Söndru sem leigðu hesthúsið sl. 2 ár til hamingju með nýtt heimili í Eyjafirði en þau keyptu Hléskóga, rétt hjá Grenivík og fluttu þangað fyrir stuttu. Innilega til hamingju með það og bestu óskir um velfarnað á nýjum stað. Skrifað af selma 21.10.2011 16:45Uppskeruhátíð Hrossaræktarsamtaka V-Hún og Hestamannafélagsins Þyts 2011
Matur, gleði og gaman. Þessi frábæra skemmtun hefst stundvíslega kl 20:30 en húsið opnar kl 20:00 og það verður sko stemming.
Potturinn á Blönduósi sér um matinn og á boðstólnum verður: Forréttur Grafinn lax - Reyktur lax - Sjávarréttapâté - Sveitapâté Pastarami piparskinka Meðlæti Hunangssinnepssósa - Hvítlauksdressing - Ferskt salat - Fylltar ólífur Brauð og smjör Aðalréttur Rosmarinkryddaður lambavöðvi - Hunagnsmarineruð kalkúnabringa - Grísa purusteikt Meðlæti Rauðvínssósa - Ofnbakaðar kartöflur - Eplasalat - Kartöflusalat Rauðlauks-tómatsalat - Rauðkál og baunir - Brauð og smjör ofl.
Veislustjórn verður í höndum söngdívu og fyrrum Selamálaráðherra.
Forsala miða og pantanir fara fram í Söluskálanum á Hvammstanga, sími 4512465 og þarf að vera lokið að kvöldi miðvikudagsins 26.október, athugið ekki posi. Miðaverð á uppskeruhátíðina er kr 6000 matur, skemmtun og ball, en ef þú vilt hins vegar bara skella þér á dansleik í syngjandi sveiflu með Geirmundi, sem hefst kl 00:00, þá kostar það litlar 2500 kr. Enginn posi á staðnum!
Eftirfarandi bú eru tilnefnd ræktunarbú ársins 2010 af Hrossaræktarsamtökum V-Hún. Gauksmýri - Grafarkot - Lækjamót - Stóra Ásgeirsá - Þóreyjarnúpur
Athugið að það eru allir velkomnir á þessa frábæru skemmtun . Þetta er einstakt tækifæri til að hlæja, gráta og hafa gaman. Skrifað af selma 18.10.2011 09:32Knapamerki bóklegtKnapamerkjanámskeið 2011 hjá Neista hefjast með bóklegri kennslu 25. október 2011. Kenndar verða 2 kennslustundir í einu og áætlað er að klára bóklega hlutann fyrir jól. Engin bókleg kennsla verður eftir áramót. Þriðjudagur 25. október kl. 16.15 - 17.45 knapamerki 2 kl. 18.00 - 19.30 knapamerki 1 Fimmtudagur 27. október kl. 18.00 - 20.30 knapamerki 3 Verkleg kennsla hefst strax eftir áramótin. Skrifað af selma 10.10.2011 17:35Meistaradeild Norðurlands 2012Í tilkynningu frá aðstandendurm Meistaradeildar Norðurlands 2012 segir að settir hafa verið keppnisdaga deildarinnar í vetur. Þann 25. janúar fer fram úrtaka fyrir þau sex sæti sem laus eru í deildinni. Keppnisdagar eru eftirfarandi:
Tólf knapar eru með þátttöku rétt, eftir keppnina síðasta vetur, og eru þeir eftirfarandi.
Þessir knapar eru beðnir að staðfesta þátttöku sýna, fyrir 1. nóvember hjá Eyþóri Jónassyni. Skrifað af selma 04.10.2011 08:54Knapamerki bóklegtKnapamerkjanámskeið 2011 hjá Neista hefjast með bóklegri kennslu í 43 viku þ.e. í kringum 24. október 2011. Ekki er endanlega búið að útfæra kennslustundir og eða kennsludaga, það fer allt eftir þátttökufjölda. Ef ekki verður næg þátttaka í 1, 2 eða 3 þá verður það stig ekki kennt í vetur. Engin bókleg kennsla verður eftir áramót. Verkleg kennsla hefst fljótlega eftir áramótin. Hafdís Arnardóttir mun kenna knapamerki 3 og Barbara Dittmar mun kenna 1 og 2. Þeir sem ætla í knapamerkin í vetur vinsamlegast skráið ykkur á netfang Neista fyrir sunnudagskvöld 16.10.2011. Fram þarf að koma nafn og hvaða knapamerki er fyrirhugað að fara í. Aldurstakmark í knapamerki 1 er 12 ára (fædd 2000). Birna Tryggvadóttui mun koma í febrúar (og mars) og vera með helgarnámskeið í keppnis fyrir börn/unglinga og fullorðna og almennt fyrir börn/unglinga og fullorðna. Þessi námskeið verða útfærð og auglýst betur þegar nær dregur. Skrifað af selma
Flettingar í dag: 843 Gestir í dag: 56 Flettingar í gær: 325 Gestir í gær: 18 Samtals flettingar: 926076 Samtals gestir: 88427 Tölur uppfærðar: 31.3.2025 16:56:28 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is