Færslur: 2011 Nóvember29.11.2011 20:25Verslunin Hestar og menn í HúnaveriHaldinn verður markaður í Húnaveri næstkomandi laugardag, 3. desember, milli klukkan 13 og 17. Í boði verður fatnaður, hestavörur, ýmis handverk, brauð og kökur, bæði notað og nýtt. Kvenfélag Bólstaðarhlíðarhrepps verður með kaffi og með því á staðnum á góðu verði. Á markaðnum verður ýmislegt á boðstólum, t.d. vörur frá fyrirtækjunum Hestum og mönnum, Töfrakonum, Sveitabakaríi, Silfur-Hlöðunni og glerlistakonan Anna Gunnarsdóttir verður með vörur sínar til sölu, ásamt mörgum öðrum söluaðilum. Eitthvað fyrir alla og í jólagjafir. Allflestir söluaðilar taka ekki kort.Skrifað af selma 21.11.2011 22:49UppskeruhátiðinUppskeruhátíð húnvetnskra bænda og hestamanna sem var sl. laugardaskvöld tókst afskaplega vel í alla staði vel. Eins og fyrri ár voru veitt verðlaun fyrir hesta, kýr og kindur..... Þessi maður.... Ólafur Magnússon, var knapi árins 2011 hjá hestamannafélaginu Neista. Hann var alltaf á ferðinni og gerði það afar gott...... KS-deildin 4. sæti í fjórgangi 2. sæti í tölti 4. sæti í heildarstigum. Húnvetnska liðakeppnin 1. sæti í tölti Ís-landsmót á Svínavatni Félagsmót Neista og úrtaka Innilega til hamingju með flottan árangur. Að venju veittu Samtök Hrossabænda í A.-Hún ræktendum í félaginu viðurkenningar fyrir hæst dæmdu kynbótahrossin. Viðurkenningar kynbótahrossa: Hryssur 4 vetra 5 vetra 6 vetra Hildur frá Blönduósi F. Adam frá Ásmundarstöðum. M. Hlökk frá Hólum B: 8,03 H: 7,99 A: 8,01 Ræktendur: Selma Svavarsdóttir og Tryggvi Björnsson Eigandi: Ingolf Nordal Sýnandi: Mette Mannseth 7 vetra og eldri
Stóðhestar 4 vetra 5 vetra 6 vetra 7 vetra og eldri
Sölufélagsbikarinn fær hæst dæmda hryssa á héraðsýningu í Húnaþingi í eigu heimamanns. Búnaðarbankabikarinn fær hæst dæmdi stóðhestur á héraðssýningu í Húnaþingi í eigu heimamanns.
Fengsbikarinn - bikar sem gefinn var til minningar um Guðmund Sigfússon frá Eiríksstöðum og veittur er hæst dæmda kynbótahrossi í eigu heimamanns. Kompás frá Skagaströnd Bikar til minningar um Magnús Blöndal frá Skagaströnd Gefinn af Sveini Inga Grímssyni og fjölskyldu til minningar um Magnús Blöndal. Er hann veittur hæst dæmda 4 vetra stóðhesti úr Austur-Húnavatnssýslu. Viti frá Kagaðarhóli Ræktunarbú 2011 : Hólabak í Húnavatnshreppi Á árinu 2011 voru 2 hross áberandi frá Hólabaki. Til hamingju Hólabak. Skrifað af selma 16.11.2011 14:24Minnum á .....Uppskeruhátíð búgreinafélaganna í A.-Hún. og hestamannafélagsins Neista verður haldin laugardaginn 19. nóvember í Félagsheimilinu á Blönduósi. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir seinni fréttir 17. nóvember í síma: 897 9138 Ólöf og Sigurður 861 7440 Brynjólfur og Jóhanna 895 9671 Lalli og Rakel 693 7911 Ragnhildur og Víðir Skrifað af selma 15.11.2011 10:34Viðburðir 2012Viðburðadagatalið 2012 er komið inn. Eins og sjá má verður mikið um að vera í vetur. Neisti fyrirhugar að vera með 3 mót í Reiðhöllinni og ísmót á Hnjúkatjörn eins og fyrri ár. Ís-landsmót á Svínavatni er á sínum stað svo og Karlareiðin. USAH verður 100 ára 31. mars 2012 og verður afmælishátíð þann dag. Einhverjar uppákomur eiga eftir að koma inná dagatalið og verður þeim bætt þar inná svo og ef breytingar verða á dagsetningum móta. Skrifað af selma 10.11.2011 14:44UppskeruhátíðinUppskeruhátíð búgreinafélaganna í A.-Hún. og hestamannafélagsins Neista verður haldin laugardaginn 19. nóvember í Félagsheimilinu á Blönduósi. Húsið opnað kl. 20:00 með fordrykk í boði SAH Afurða. Glæsilegur þriggja rétta kvöldverður. Stórhljómsveit Dúa og Stulla heldur uppi stuðinu fram eftir nóttu. Miðaverð kr. 5.500 Forsala aðgöngumiða verður á veitingastaðnum Pottinum á Blönduósi. Upplýsingar í símum: 897 9138 Ólöf og Sigurður 861 7440 Brynjólfur og Jóhanna 895 9671 Lalli og Rakel 693 7911 Ragnhildur og Víðir Skrifað af selma 09.11.2011 09:16Fundur um Húnvetnsku liðakeppnina 2012Fundur um Húnvetnsku liðakeppnina verður haldinn í Félagshúsi Þyts 2012 mánudaginn 14. nóvember kl. 20.30. Fyrirhugaðar dagssetningar fyrir mótaröðina 2012 eru: 10. febrúar - Fjórgangur 25. febrúar - Smali og skeið á Blönduósi 16. mars - Fimmgangur og tölt unglinga 14. apríl - Tölt Einnig mun fræðslunefnd Þyts fara yfir vetrarstarfið. Mótanefnd Húnvetnsku liðakeppninnar og fræðslunefnd Þyts. Skrifað af selma 07.11.2011 18:45UppskeruhátíðUppskeruhátíð búgreinasambanda A-Hún og hestamannafélagsins Neista verður haldin í félagsheimilinu á Blönduósi laugardaginn 19. nóvember. Þriggja rétta veislumatur, skemmtiatriði og dansleikur fram eftir nóttu. Nánar auglýst síðar. Nefndin Skrifað af selma
Flettingar í dag: 762 Gestir í dag: 51 Flettingar í gær: 325 Gestir í gær: 18 Samtals flettingar: 925995 Samtals gestir: 88422 Tölur uppfærðar: 31.3.2025 16:35:16 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is