Færslur: 2012 Mars31.03.2012 11:53USAH 100 ára - hátíðardagskrá í dagÍ tilefni af 100 ára afmæli Ungmennasambands Austur-Húnvetninga, verður hátíðardagskrá í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi í dag, laugardaginn 31. mars klukkan 14:00-16:30. Stjórn USAH vonast til þess að sjá unga sem aldna samgleðjast USAH á þessum merku tímamótum. Allir hjartanlega velkomnir. Meðal dagskrárliða má nefna: · Myndasýning úr starfi USAH í 100 ár. · Myndir frá myndasamkeppni 3.-6. bekkjar til sýnis - verðlaun veitt fyrir bestu myndirnar. · Ljóðin í ljóðasamkeppni 7.-10. bekkjar til sýnis - verðlaun veitt fyrir bestu ljóðin. · Afmælisterta í tilefni dagsins. · Aðildarfélögin með kynningu á starfsemi sinni og má þar m.a. nefna: o Frjálsíþróttamót þar sem börn úr sýslunni etja kappi. o Golfkynning. o Knattspyrnukeppni á sparkvellinum. o Skothittni í íþróttahúsinu. o Keppni í að halda bolta á lofti á sparkvellinum. o Skotfélagið Markviss með sýningu á munum. o Sunddeild Hvatar með kynningu í sundlauginni. o Kynning á starfssemi skíðadeildar Fram. o Hestamannafélagið Neisti með kynningu í reiðhöllinni frá kl. 16:30-17:30. o O.fl. · Húnavökuritin frá upphafi til sýnis. · Fjöltefli í skák. · Klifurveggurinn opinn fyrir gesti. · Júdókynning. · Og margt fleira skemmtilegt.Skrifað af selma 29.03.2012 18:55Hrossabændur - HestaáhugafólkAðalfundur Samtaka Hrossabænda í A- Hún verður haldinn í Reiðhöllinni á Blönduósi mánudaginn 2. apríl 2012 og hefst stundvíslega kl. 20:00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf - stóðhestahald 2012 ofl. Fræðslufundur hefst kl 21:00 undir yfirskriftinni: "Hvernig er best að lýsa upp íslenska hrossastofninn ? Hann er orðinn 80% dökkur" en þar mun Páll Imsland fjalla í máli og myndum um litahlutföllin í stofninum fyrr og nú og skýra hvers vegna þarf að sporna fótum við þeirri þróun til einslitni sem er í gangi. Þetta er gert í erindi sem síðan er fylgt eftir með myndasýningu þar sem allt mögulegt í litunum og tengslum við litina er dregið fram og umræður geta spunnist um eftir áhuga. Fræðslufundurinn er öllum opinn. Stóðhestar á vegum Samtaka Hrossabænda sumarið 2012: Blær frá Torfunesi verður á Þingeyrum á fyrra gangmáli. Blær er brúnn 13 v alhliðahestur undan Markúsi frá Langholtsparti og Bylgju frá Torfunesi, bygging 8,17; hæfilækar 8,80 og aðaleinkunn 8,55. Verð til félagsmanna 85 þús með öllu. Skýr frá Skálakoti verður á Gauksmýri eftir Landsmót. Skýr er rauðblesóttur 5 v alhliðahestur undan Sólon frá Skáney og Vök frá Skálakoti, bygging 8,41; hæfilækar 8,30 og aðaleinkunn 8,35. Verð til félagsmanna 145 þús með öllu. Pantanir hjá Gunnari á Þingeyrum á [email protected] eða í 895-4365 fyrir 15. apríl Samtök Hrossabænda í A.-Hún. Skrifað af selma 27.03.2012 21:15Hestamenn athugið !Dagana 2. - 7. apríl mun Anja Madsen frá Danmörku koma og hitta íslenska hestamenn, bæði frístunda hestamenn og atvinnumenn. Anja hefur verið með íslenska hesta í Danmörku síðastliðin 10 ár og hefur með mjög góðum árangri notað Aloe Vera vörur frá Forever í hesthúsunum og langar hana að deila þeirri reynslu með okkur. Í dag er Anja með 15 hesta á húsi og hefur á síðustu árum alið upp og selt nokkra hesta frá sér auk þess sem hún hefur sótt hesta hingað til lands. Anja hefur reynslu af mörgum algengustu vandamálunum sem fylgja því að vera með hesta, svo sem múkk, sár, sólbruna, maga og meltingarvandamál. Frábært tækifæri fyrir alla áhugamenn um hesta til að fræðast um hvernig hægt er að nota náttúrulegar aloe vera vörur í daglegri umönnun hestanna og til að leysa ýmis vandamál sem upp kunna að koma. Allir velkomnir! Aðgangseyrir aðeins 500 kr. 2. apríl Hlíðarsmára 17, Kópavogi kl: 20:00 3. apríl í Hlíðskjálf, félagsheimili hestamanna á Selfossi kl: 20:00 4.apríl Hlíðarsmára 17, Kópavogi kl: 20:00 takmarkaður sætafjöldi Einungis fyrir dreifingaraðila. 5. apríl Reiðhöllin á Blönduósi kl: 20:30 6. apríl Mývatnssveit og Húsavík, nánar auglýst þegar nær dregur. 7. apríl Akureyri og nágrenni, nánar auglýst þegar nær dregur. Skrifað af selma 25.03.2012 18:32Grunnskólamót - úrslitÞriðja og síðasta mótið í Grunnskólamótaröðinni var haldið í dag í Reiðhöllinni á Blönduósi. Frábær þátttaka var á mótið, góð stemming og veður gott, þótt það hafi rignt í örstutta stund þá létu krakkarnir það ekki á sig fá. Frábært að sjá hvað krakkarnir eru orðnir liprir reiðmenn hvort sem það er í tölti, fjórgangi, þrautabraut, smala eða skeiði. Æskulýðsnefndir félaganna standa að þessari mótaröð. Þátttökurétt hafa börn og unglingar á grunnskólaaldri á svæðinu og keppa þau í nafni þess skóla sem þau stunda nám við, skólarnir eru alveg ótengdir mótunum að öðru leiti. Varmahlíðarskóli vann stigakeppnina 4. skiptið í röð (allaf unnið) og óskum við þeim innilega til hamingju með það ![]() ![]() Stigakeppnin fór svo: 1. sæti Varmahlíðarskól með 105 stig 2. sæti Grunnskóli Húnaþings vestra með 94 stig 3. sæti Húnavallaskóli með 78 stig 4. sæti Árskóli með 42 stig 5. sæti Blönduskóli með 39 stig 6. sæti Grunnskólinn Austan Vatna 21 stig Einstaklingskeppnina unnu: 1.-3. bekk - Björg Ingólfsdóttir með 30 stig 4.-7. bekk - Ingunn Ingólfsdóttir með 18 stig 8.-10 bekk - Ásdís Ósk Elvarsdóttir með 27 stig Innilega til hamingju með flottan árangur í vetur. Hestamannafélagið Neisti og Æskulýðsnefnd Neista vill þakka öllum keppendum, starfsmönnum, foreldrum og áhorfendum kærlega fyrir skemmtunina og hjálpina og fyrir frábæran dag, án ykkar er þetta ekki framkvæmanlegt. Úrslit í dag urðu þessi: Þrautabraut 1. - 3. bekkur ![]() Björg, Bryndís, Katrín, Olga og Júlía ![]() Iðunn, Bjartmar, Einar og Hlíðar nr. Nafn Skóli bekkur Hestur 1 Björg Ingólfsdóttir Varmahlíðarskóli 3 Skipper frá Enni 2 Bryndis Jóhanna Kristinsdóttir Gr. Húnaþings vestra 2 Raggi frá Bala 3 Katrín Ösp Bergsdóttir Gr. sk. Austan vatna 2 Von frá Hofsstaðaseli 4 Olga María Rúnarsdóttir Húnavallaskóli 3 Fiðringur frá Hnausum 5 Júlía Kristín Pálsdóttir Varmahlíðarskóli 3 Náð frá Flugumýri II 6 Iðunn Eik Sverrisdóttir Húnavallaskóli 2 Fjóla frá Lækjarskógi 7 Bjartmar Dagur Bergþórsson Blönduskóli 3 Fagrajörp 8 Einar Pétursson Húnavallaskóli 2 Jarl frá Hjallalandi 9 Hlíðar Steinunnarson Blönduskóli 3 Blíðfari Smali 4. - 7. bekkur ![]() ![]() Magnea, Sólrún, Ásdís Freyja, Leon og Eysteinn ![]() Lilja, Ásdís Brynja, Viktor, Karítas og Guðmar Nafn Skóli bekkur Hestur tími 1 Magnea Rut Gunnarsdóttir Húnavallaskóli 7 Sigyn frá Litla Dal 36,34 2 Sólrún Tinna Grímsdóttir Húnavallaskóli 6 Frosti frá Flögu 38,18 3 Ásdís Freyja Grímsdóttir Húnavallaskóli 4 Kæla frá Bergsstöðum 38,75 4 Leon Paul Suska Húnavallaskóli 7 Neisti frá Bolungarvík 39,21 5 Eysteinn Tjörvi Kristinsson Gr. sk. Húnaþings 4 Raggi frá Bala 42,15 6 Lilja Maria Suska Húnavallaskóli 5 Laufi frá Röðli 42,44 7 Ásdís Brynja Jónsdóttir Húnavallaskóli 7 Ör frá Hvammi 47,96 8 Viktor J. Kristófersson Gr. sk. Húnaþings 7 Flosi frá Litlu-Brekku 48,93 9 Karítas Aradóttir Gr. sk. Húnaþings 7 Gyðja frá Miklagarði 56,4 10 Guðmar Freyr Magnússon Árskóli 6 Frami frá Íbishóli 58,65 Smali 8. - 10. bekkur ![]() Ásdís, Ragna, Rakel, Anna og Gunnar ![]() Friðrún, Fríða, Birna og Hanna Nafn Skóli bekkur Hestur tími 1 Ásdís Ósk Elvarsdóttir Varmahlíðarskóli 8 Tenór frá Syðra-Skörðugili 34,96 2 Ragna V. Vésteinsdóttir Varmahlíðarskóli 9 Blesi frá Litlu-Tungu II 36,21 3 Rakel Ósk Ólafsdóttir Gr.sk. Húnaþings v 10 Rós frá Grafarkoti 36,78 4 Anna B. Vagnsdóttir Varmahlíðarskóli 8 Móalingur frá Leirubakka 36,85 5 Gunnar Freyr Gestsson Varmahlíðarskóli 10 Styrnir f Hallgeirseyjarhjáleigu 38,31 6 Friðrún Fanný Guðmundsdóttir Húnavallaskóli 10 Kalli 38,37 7 Fríða Björg Jónsdóttir Gr.sk. Húnaþings v Ballaða frá Grafarkoti 38,75 8 Birna Olivia Agnarsdóttir Gr.sk. Húnaþings v 10 Funi frá Fremri-Fitjum 43,9 9 Hanna Ægisdóttir Húnavallaskóli 10 Perla frá Reykjum 44,31 Skeið ![]() nr. Nafn skóli bekkur Hestur tími 1 Þórdís Inga Pálsdóttir Varmahlíðarskóli 8 Boði frá Flugumýri II 4,03 2 Kristófer Smári Gunnarsson Gr.sk.Húnaþings v 9 Kofri frá Efri-Þverá 4,21 3 Haukur Marian Suska Húnavallaskóli 10 Tinna frá Hvammi 2 4,34 4 Helga Rún Jóhannsdóttir Gr. sk. Húnaþings v 10 Hvirfill frá Bessastöðum 4,34 5 Eva Dögg Pálsdóttir Gr. sk. Húnaþings vestra 8 Kapall frá Grafarkoti 4,46 Krakkarnir samankomin eftir mótið en einhverjir voru farnir heim. Í heildina voru milli 60-70 krakkar að taka þátt í hverju móti fyrir sig í vetur. Glæsilegur hópur sem við megum vera stolt af. Til hamingju með flottan árangur í vetur. Hlökkum til að sjá ykkur næsta vetur. Það er alltaf gaman saman ![]() ![]() Eins og í fyrra þá voru veðlaunapeningarnir gerðir í FabLab vinnustofunni á Sauðárkróki Þeir eru hannaðir og heimasmíðaðir úr plexigleri en hugmynda af þeim fékk Kristín Brynja Ármannsdóttir ![]() fyrir mótið í fyrra þegar hún heimsótti verknámshús Fjörlbrautarskóla Norðurlands vestra þar sem FabLab vinnustofa er staðsett. Sigríður Ólafsdóttir í Viðidalstungu hannaði hestinn og Kristín vann síðan peninginn í tölvu og skar hann út í FabLab vinnustofunni. Færum við þeim Kristínu og Sigríði bestu þakkir fyrir, aldeilis frábær hugmynd, skemmtileg og öðruvísi. Fleiri myndir í myndaalbúmi og Hjálmar Kárdal sendir okkur myndir fljótlega. Skrifað af selma 24.03.2012 19:55Úrslit úr Vetarmóti NeistaFrábært veður, frábært færi, frábærir hestar og frábært fólk á Vetrarleikum Neista í dag. Úrslit urðu þessi: Börn: ![]() 1. Sigurður Bjarni Aadnegard og Þokki frá Blönduós 2. Ásdís Freyja Grímsdóttir og Djákni frá Bakka 3. Lilja María Suska og Neisti frá Bolungarvík 4. Ásdís Brynja Jónsdóttir og Ör frá Hvammi 5. Sólrún Tinna Grímsdóttir og Gjá frá Hæli 6. Lara Margrét Jónsdóttir og Örvar frá Steinnesi Unglingar: ![]() 1. Aron Orri Tryggvason og Harpa frá Skagströnd 2. Haukur Marian Suska og Tinna frá Hvammi 2 3. Hanna Ægisdóttir og Móði frá Stekkjardal 4. Hákon Ari Grímsson og Hnakkur frá Reykjum Áhugamannaflokkur: ![]() 1. Magnús Jósefsson og Vordís frá Steinnes 2. Höskuldur B Erlingsson og Börkur frá Akurgerði 3. Jóhanna Stella Jóhannsdóttir og Gleði frá Sveinsstöðum 4. Þórólfur Óli Aadnegard og Miriam frá Kommu 5. Elín Hulda Harðardóttir og Gleypnir frá Steinnesi Opinn flokkur: ![]() 1. Guðmundur Þór Elíasson og Fáni frá Lækjardal 2. Pétur Sæmundsson og Prímus frá Brekkukoti 3. Víðir Kristjánsson og Börkur frá Brekkukoti 4. Ægir Sigurgeirsson og Gítar frá Stekkjardal 5. Tryggvi Björnsson og Rammur frá Höfðabakka 6. Egill Þórir Bjarnason og Sýn frá Gauksstöðum Bæjakeppni: ![]() 1. Tryggvi Björnsson og Kátína frá Steinnesi, keppti fyrir Steinnes 2. Eline Schrijver og Eyvör frá Eyri, keppti fyrir Stóradal 3. Selma Svavarsdóttir og Hátíð frá Blönduósi, keppti fyrir Hnjúkahlíð 4. Víðir Kristjánsson og Háleggur frá Stóradal, keppti fyrir Köldukinn 5. Hjörtur Karl Einarsson og Syrpa frá Hnjúkahlíð, keppti fyrir Sveinsstaði Magdalena Einarsdóttir tók myndir á mótinu og setur þær á síðuna sína brekkukot.is Skrifað af selma 23.03.2012 21:18Vetrarleikar Svínavatni - RáslistarFrábært mót framundan á Svínavatni, góð skráning og veðurspáin góð ![]() Ægir stórbóndi biður þá sem koma með kerrur að fara inná sama tún og áhorfendur. Ráslistar: 5 stigahæstu knapar Neista eftir fyrstu 2 mótin eru: Skrifað af selma 23.03.2012 20:55Grunnskólamót - ráslistarÞriðja og síðasta Grunnskólamót hestamannafélaga á Norðurlandi vestra verður í Reiðhöllinni Arnargerði á Blönduósi sunnudaginn 25. mars kl: 13:00. Skráningargjald er 1000 kr. fyrir fyrstu skráningu, 500 kr fyrir næstu skráningar og skal greiða á staðnum áður en mót hefst (með peningum - ekki kort). Ráslistar: Skrifað af selma 22.03.2012 22:06Frábært færi á SvínavatniÆgir stórbóndi sendi okkur þessa mynd í dag en þeir félagarnir tóku sprett á Svínavatni til að sýna okkur hinum hvað færið væri frábært. Þannig að allir að mæta á Vetraleika Neista sem verða á laugardaginn kl. 13. Fyrir þá sem ekki ætla að keppa á hesti geta tekið skautana með og þeir gætu t.d. keppt í skautahlaupi ![]() Skráning í tölt- og bæjarkeppnina er á netfang Neista [email protected] fyrir kl. 12.00 á hádegi föstudaginn 23. mars. Skrifað af selma 22.03.2012 08:36Ólafur og Gáski sigruðu töltiðMeistardeild Norðurlands Tölt Ólafur Magnússon og Gáski frá Sveinsstöðum sigruðu töltið í Meistardeild Norðurlands sem fram fór í kvöld í Svaðastaðahöllinni. Sigur þeirra var öruggur og sá fjórði í töltkeppni Meistaradeildarinnar frá upphafi. Það var strax ljóst í forkeppninni að þeir félagar væru í fantaformi en eftir hana voru þeir efstir með 7,57 í einkunn. Næstir komu Bjarni Jónasson á Roða frá Garði með 7,17 og Sölvi Sigurðarson á Glað frá Grund með 7,07. Aðrir í A úrslitum voru Tryggvi Björnsson á Stórval frá Lundi með 7,0 og Baldvin Ari sem sigraði B úrslitin á Senjor frá Syðri - Ey með 7,22 í einkunn. Röð þriggja efstu manna breyttist ekki í A úrslitum en Tryggvi og Baldvin Ari höfðu sætaskipti. Ólafur og Gáski sýndu snildartilþrif í kvöld og yfirferðin á tölti er engu lík hjá þeim félögum. Ljósmynd / Rósberg Óttarsson A úrslit Ólafur Magnússon Gáski frá Sveinsstöðum 7,89
Stigakeppni knapa Bjarni Jónasson 22 stig Skrifað af selma 20.03.2012 17:08Vetrarleikar NeistaÞar sem veðurspáin er frábær um helgina ætlum við að halda Vetrarleika Neista á Svínavatni laugardaginn 24. mars kl. 13.00 ![]()
Skrifað af selma 19.03.2012 15:07Grunnskólamóti - Þrautabraut/Smali/SkeiðÞriðja og síðasta Grunnskólamót hestamannafélaga á Norðurlandi vestra verður í Reiðhöllinni Arnargerði á Blönduósi
Keppnisgreinar eru: Skráningar þurfa að hafa borist fyrir Fram þarf að koma: nafn, bekkur og skóli knapa nafns hests og uppruni, aldur, litur og keppnisgrein. Skráningargjald er 1000 kr. fyrir fyrstu skráningu, og skal greiða á staðnum áður en mót hefst.
smalabraut 4. - 10. bekkur þrautabraut 1. - 3. bekkur Reglur keppninnar eru: Ø Þrautabraut 1. - 3. bekkur. Áseta, stjórnun og færni dæmd. Engin tímataka. Hringurinn 3 metrar í ummál Ø Smali 4. - 7. og 8 .- 10. bekkur. Smalabrautin skal vera skýr og hættulaus og forðast skal allan óþarfa glannaskap. Keppt skal eftir tíma og skal bæta 4 sekúndum við tíma fyrir hverja keilu sem felld er eða sleppt. Ef sleppt er hliði bætast 2x4 sekúndur við. Gult spjald er jafnt og 10 sekúndur og má sýna ef knapi sýnir grófa reiðmennsku og jafnvel víkja keppanda úr sýningu. Ø Skeið 8. - 10. bekkur mega keppa í skeiði og skal tímataka vera samkvæmt venju á hverjum stað. Fara skal 2 spretti og betri tíminn gildir. v Gult spjald má sýna ef knapi sýnir grófa reiðmennsku og jafnvel víkja keppanda úr sýningu. Skrifað af selma 19.03.2012 11:58Úrslit Grunnskólamótsins
Úrslit keppnarinnar eru eftirfarandi:
Fegurðarreið 1. - 3. Bekkur
1. Björg Ingólfsdóttir 3 Varmahlíðarskóli Hnokki f. Dýrfinnustöðum 7,0
2. Jón Hjálmar Ingimarsson 3 Varmahlíðarskóli Flæsa f. Fjalli 6,5
3. Hafdís María Skúladóttir Grsk. Húnaþings vestra Funi f. Fremri Fitjum 5,8
4. Júlía Kristín Pálsdóttir Varmahlíðarskóli Valur f.Ólafsvík 5,5
5. Einar Pétursson 2 Húnavallaskóli Jarl f. Hjallalandi 5,0
6. Viktoría Lind Björnsdóttir 2 Árskóla Fáni f. Hvítárholti 4,5
Tvígangur 4. - 7. Bekkur B-Úrslit
5. Sigurður Bjarni Aadnegard 7 Blönduskóli Þokki f Blönduósi 6,4
6.-7. Sæþór Már Hinriksson 6 Varmahlíðarskóli Roka f. Syðstu-Grund 5,9
6.-7. Guðný Rúna Vésteinsdóttir 4 Varmahlíðarskóli Snjall f. Hofsstaðaseli 5.9
8.-10. Ása Sóley Ásgeirsdóttir 6 Varmahlíðarskóli Jarpblesa f. Djúpadal 5.6
8.-10. Lara Margrét Jónsdóttir 5 Húnavallaskóla Örvar f. Steinnesi 5,6
8.-10. Magnús Eyþór Magnússon 4 Árskóla Ágúst f. Skáney 5,6
11. Magnea Rut Gunnarsdóttir 7 Húnavallaskóla Fróði f. Litladal 5,25
12. Ásdís Brynja Jónsdóttir 7 Húnavallaskóla Kalsi f. Hofi 4,25
Tvígangur 4. - 7. Bekkur A-Úrslit
1. Sigurður Bjarni Aadnegard 7 Blönduskóli Þokki f Blönduósi 6,38
2. Ingunn Ingólfsdóttir 6 Varmahlíðarskóli Embla f.Dýrfinnustöðum 6,13
3.-4. Helgi Fannar Gestsson 7 Varmahlíðarskóli Stirnir f. Hallgeirseyjarhjáleigu 6,0
3.-4. Lilja Maria Suska 5 Húnavallaskóla Feykir f. Stekkjardal 6,0
5. Freydís Þóra Bergsdóttir 4 Grsk. austan vatna Gola f. Ytra-Vallholti 5,88
Sem sagt Sigurður Bjarni vann sig upp úr b-úrslitum í sigur í a-úrslitum. Mikil seigla hjá þeim dreng.
Þrígangur 4. - 7. Bekkur B-úrslit
5. Hólmar Björn Birgisson 5 Grsk. Austan Vatna Tangó f. Reykjum 6,33
6. Anna Herdís Sigurbjörnsdóttir 7 Grsk. Húnaþ. vestra Fjöður f. Grund 6,17
7. Ásdís Freyja Grímsdóttir 4 Húnavallaskóli Neisti f. Bolungarvík 6,0
8.-9. Rakel Eir Ingimarsdóttir 7 Varmahlíðarskóli Sólfari f. Ytra-Skörðugili 5,92
8.-9. Guðmar Freyr Magnússon 6 Árskóla Brenna f. Sjávarborg 5,92
Þrígangur 4. - 7. Bekkur A-úrslit
1. Viktoría Eik Elvarsdóttir 7 Varmahlíðarskóli Máni f. Fremri-Hvestu 6,7
2. Hólmar Björn Birgisson 5 Grsk. Austan Vatna Tangó f. Reykjum 6,5
3. Viktor Jóhannes Kristófersson 7 Grsk. Húnaþ. vestra Geisli f. Efri Þverá 6,4
4. Sólrún Tinna Grímsdóttir 6 Húnavallaskóli Gjá f. Hæli 6,2
5. Karítas Aradóttir 6 Grsk. Húnaþ. vestra Gyðja f. Miklagarði 6,0
Viktoría hafði sigur eftir harða keppni í þessum a-úrslitum þar sem Hólmar vann sig úr b-úrslitum í annað sætið.
Fjórgangur 8. - 10. Bekkur B-úrslit
5. Birna Olivia Agnarsdóttir 10 Grsk. Húnaþ. vestra Jafet f. Lækjarmóti 6,35
6. Ragnheiður Petra Óladóttir 10 Árskóli Píla f. Kirkjuhóli 6,3
7. Ragna Vigdís Vésteinsdóttir 9 Varmahlíðarskóli Glymur f. Hofsstaðaseli 6,2
8. Hákon Ari Grímsson 10 Húnavallaskóli Gjá f. Hæli 5,7
9. Hólmfríður Sylvía Björnsdóttir 8 Árskóla Fjóla f. Fagranesi 5,55
Fjórgangur 8. - 10. Bekkur A-úrslit
1. Ásdís Ósk Elvarsdóttir 8 Varmahlíðarskóli Ópera f. Brautarholti 6,75
2.-3. Þórdís Inga Pálsdóttir 8 Varmahlíðarskóli Kjarval f. Blönduósi 6,65
2.-3. Rósanna Valdimarsdóttir 10 Varmahlíðarskóli Kjarni f. Varmalæk 6,65
4. Birna Olivia Agnarsdóttir 10 Grsk. Húnaþ. vestra Jafet f. Lækjarmóti 6,55
5. Fanndís Ósk Pálsdóttir 10 Grsk. Húnaþ. vestra Ræll f. Hamraendum 6,50
Þær stöllur úr Varmahlíðarskóla röðuðu sér í þrjú efstu sætin eftir
mjög spennandi og jafna keppni. En Ásdís hélt forrystu sinni úr
forkeppninni.
Skeið 8. - 10. Bekkur úrslit 1. Kristófer Smári Gunnarsson 10 Grsk. Húnaþ. vestra Kofr f. Efri Þverá 5,69 sek
2. Helga Rún Jóhannsdóttir 10 Grsk. Húnaþ. vestra Hvirfill f. Bessastöðum 6,12 sek
3. Ásdís Ósk Elvarsdóttir 8 Varmahlíðarskóli Dreki frá Syðra-Skörðugili 6,19 sek
4. Haukur Marian Suska 10 Húnavallaskóli Tinna f. Hvammi 2 6,70 sek
5. Þórdís Inga Pálsdóttir 8 Varmahlíðarskóli Boði f. Flugumýri 6,85 sek Skrifað af selma 17.03.2012 22:10FEIF Youth Cup 2012![]() Mótið er haldið í Verden í Þýskalandi. Heimasíðan www.feifyouthcup2012.de er upplýsingasíða mótsins. Skilyrði fyrir þátttöku eru: Reynsla í hestamennsku Enskukunnátta Keppnisreynsla í íþróttakeppni Sjálfstæði Geta unnið í hóp Reglusemi Með umsókn þurfa að fylgja upplýsingar um reynslu í hestamennsku, mynd, keppnisárangur og upplýsingar um önnur skilyrði þátttöku. Nánari upplýsingar fást á heimasíðu LH, www.lhhestar.is undir ´æskulýðsmál´ og hjá æskulýðsfulltrúum LH og hestamannafélaganna. Umsóknir þurfa að hafa borist skrifstofu LH, Engjavegi 6, 104 Reykjavík fyrir 1.apríl 2012. Senda má umsóknir í tölvupósti á [email protected] eða [email protected] Æskulýðsnefnd Landssambands hestamannafélaga Skrifað af selma 17.03.2012 22:02Grunnskólamót - RáslistiGrunnskólamót - Fegurðarreið - Tvígangur - Þrígangur - Fjórgangur - Skeið Á sunnudaginn verður annað af þremur Grunnskólamótum vetrarins í reiðhöllinni Svaðastaðir. Mótið hefst klukkan 13:00 Þar verður keppt í : Fegurðarreið 1. - 3. bekkur =x= Tvígangi og Þrígangi 4. - 7. bekkur =x= Fjórgangi 8. - 10. bekkur og í Skeiði 8. - 10. bekkur (ef aðstæður leyfa). Skráningargjald er 1000 krónur fyrir fyrstu skráningu og 500 krónur fyrir næstu skráningar og skal greiða (með peningum - kort ekki tekin) áður en mót hefst. Ef vantar skráningar á ráslistann, vinsamlega hafið þá samband á lettfetar (hjá) gmail.com eða í síma 847 2685 Ráslistann má sjá á heimasíðu Léttfeta. Skrifað af selma
Flettingar í dag: 955 Gestir í dag: 60 Flettingar í gær: 325 Gestir í gær: 18 Samtals flettingar: 926188 Samtals gestir: 88431 Tölur uppfærðar: 31.3.2025 17:19:32 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is