Færslur: 2012 Október24.10.2012 09:55Naflaskoðun nauðsynlegFlýtur hestamennskan sofandi að feigðarósi? Gunnar Steinn Pálsson almannatengill hélt afar eftirtektarvert erindi á Landsþingi LH, þar hvatti hann til endurskoðunar á stefnunni. Þeir sem halda um valdataumana og eiga að vera ábyrgir fyrir samstöðu meðal hestamanna þurfi að finna leiðir til lausnar. Sjá má myndband frá erindinu hér: Skrifað af selma 21.10.2012 10:29LandsþingiðMjög góðu Landsþingi lauk í gær og á Neisti nú fulltrúa í varastjórn LH, Sigurð Örn Ágústsson, til hamingju með það. Mörg góð erindi voru flutt á þinginu. Gunnar Steinn Pálsson var með mjög þarft erindi um hvert við hestamenn stefnum: Flýtur hestamennskan sofandi að feigðarósi? Freyja Imsland flutti afar áhugavert erindi um erfðaþætti sem hafa afdrifarík áhrif á hreyfimynstur og gangtegundir hjá hrossum. Sjá líka í ágúst tölublaði Nature. Vilhjálmur Skúlason kynnti nýja keppnisgrein fyrir hinn almenna hestamann TREC. Eitthvað sem við hér hjá Neista ættum að prófa, við erum orðin svo góð í smala ![]() Trausti Þór Guðmundsson kynnti nýja keppnisgrein Töltfimi, líka mjög áhugaverð keppnisgrein sem við gætum auðveldlega keppt í. Íslandsmótsstaðir 2013 og 2014. Ferða-og samgöngunefnd fór vel yfir reiðvegamál og kynnti kortasjána sem er inná LH vefnum. Frábærlega góðar upplýsingar þar inná. Mikil umræða var í æskulýðsnefnd og keppnisnefnd um þingskjal 43, Stökk í barnaflokki en þingið felldi tillöguna. Í lok þings urðu umræður um að leyfa aftur skáreim í gæðinga- og íþróttakeppni en tillagan var ekki þingtæk og því ekki afgreidd. Þingtillögur sem lágu fyrir þinginu voru 46 og voru þær afgreiddar með mismikilli umræðu. Inná vef LH Landsþing er hægt að finna skýrslur þingnefnda og niðurstöður þingsins. Um að gera að kynna sér það. Skrifað af selma 17.10.2012 12:27UppskeruhátíðUppskeruhátíð búgreinafélaga A-Hún. og hestamannafélagsins Neista verður haldin laugardaginn 24. nóvember n.k. Takið daginn frá. Nánar auglýst síðar. Nefndin. Skrifað af Selma
Flettingar í dag: 843 Gestir í dag: 56 Flettingar í gær: 325 Gestir í gær: 18 Samtals flettingar: 926076 Samtals gestir: 88427 Tölur uppfærðar: 31.3.2025 16:56:28 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is