Færslur: 2013 Mars07.03.2013 08:26Svínavatn 2013 - ráslistarDagskráin hefst stundvíslega kl. 11.00 laugardagsmorguninn 9. mars, B-flokkur forkeppni B-flokkur úrslit A-flokkur forkeppni A-flokkur úrslit Tölt forkeppni Tölt úrslit sjá ráslista á heimasíðu mótsins. Skrifað af selma 06.03.2013 17:28Fjórgangur - ráslistiRásröðin í fjórgangi 7. mars kl. 20.00 Skráningargjöld má greiða áður en mót hefst inná reikning Neista 0307-26-055624 kt. 480269-7139 en það má líka greiða á staðnum (ekki er tekið við greiðslukortum). Aðgangseyrir er 500 kr. en frítt fyrir 12 ára og yngri (ekki er tekið við greiðslukortum). Prógrammið er þannig að það eru riðnir 4 og 1/2 hringur í þessari röð: hægt tölt, fegurðartölt, fet, brokk og stökk. Stjórnað af þul.
Skrifað af selma 05.03.2013 13:11Svínavatn 2013Skrifað af selma 04.03.2013 21:17Ólafur íþróttamaður ársinsmynd: huni.is 96.
ársþing Ungmennasambands Austur Húnvetninga fór fram um helgina en þar var Ólafur Magnússon valinn íþróttamaður
ársins hjá aðildarfélögum USAH en hann stóð sig frábærlega vel á keppnisvellinum á síðastliðnu ári. Ólafur tók m.a. þátt í KS-deildinni, vann töltið og varð í 2.
sæti í fjórgangi. Einnig tók hann þátt á Íslandsmóti og var þar í úrslitum í
tölti. Hann vann B-flokk á félagsmóti Neista og varð í 10. sæti í
B-flokki á Landsmóti á Gáska frá Sveinsstöðum. Frábær árangur og innilega til hamingju. Skrifað af selma 04.03.2013 17:49Grunnskólamót í ÞytsheimumSunnudaginn 10. mars verður Grunnskólamót hestamannafélaganna á Norðurlandi vestra haldið í reiðhöllinni Þytsheimum á Hvammstanga og hefst mótið klukkan 13:00 Þetta er annað mótið í vetur og vonumst við eftir góðri þátttöku og skemmtilegri keppni eins og síðastliðin ár. Skráningar þurfa að berast fyrir miðnætti á miðvikudag, 6. mars á netfangið: Keppt verður í: 1. - 3. bekkur fegurðarreið Við skráningu skal koma fram: nafn, bekkur og skóli knapa - - nafn hests og uppruni, aldur og litur - - keppnisgrein og upp á hvora hönd skal riðið. Skráningargjald er 1.000 krónur fyrir fyrstu skráningu og 500 krónur fyrir næstu skráningar og skal greiða á mótsstað (með peningum - kort ekki tekin) áður en mót hefst. Ø Fegurðarreið 1. - 3. bekkur. Þar eru riðnir 2 hringir og látið fara fallega dæmt skal eftir stjórnun og þokka. 2 - 3 keppendur inná í einu. Ø Tölt 4. - 7. bekkur. Tveir inná í einu, riðið hægt tölt, einn hringur, snúið við og riðið tölt með hraðabreytingum á langhliðum einn hringur og fegurðartölt einn hringur, samtals þrír hringir . Ø Tölt 8. - 10. bekkur. Tveir inná í einu, riðið hægt tölt, einn hringur, snúið við og riðið tölt með hraðabreytingum á langhliðum einn hringur og fegurðartölt einn hringur, samtals þrír hringir. Ø Skeið 8. - 10. bekkur mega keppa í skeiði og skal tímataka vera samkvæmt venju á hverjum stað. Fara skal 2 spretti og betri tíminn gildir. Keppni í skeiði er með fyrirvara um veður og aðstæður á hverjum stað. Gult spjald má sýna ef knapi sýnir grófa reiðmennsku og jafnvel víkja keppanda úr sýningu. Sjá nánar um reglur á heimsíðu Þyts. Skrifað af selma 02.03.2013 08:53Mótaröð Neista - FjórgangurNæsta mót í Mótaröð Neista er Fjórgangur fimmtudagskvöldið 7. mars kl.20.00 í Reiðhöllinni Arnargerði. Keppt verður í flokki unglinga (16 ára og yngri), áhugamanna og í opnum flokki. Skráningargjald er kr. 1.000 fyrir fyrstu skráningu og 500 krónur eftir það. Skráningargjald fyrir unglinga er 500 fyrir hverja skráningu. Skráning sendist á email neisti.net@simnet.is fyrir miðnætti þriðjudagskvöldið 5. mars. Fram þarf að koma knapi og hestur, upp á hvaða hönd skal riðið sem og í hvaða flokki er keppt. 2 keppendur eru inná í einu, þulur stýrir keppni. Skráningargjöld má greiða inná reikning Neista 0307-26-055624 kt. 480269-7139 áður en mót hefst en það má líka greiða á staðnum (ekki er tekið við greiðslukortum). Mótanefnd. Skrifað af selma
Flettingar í dag: 2407 Gestir í dag: 58 Flettingar í gær: 2946 Gestir í gær: 81 Samtals flettingar: 934948 Samtals gestir: 88699 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 14:18:26 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: heneisti@gmail.comAfmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is