Afmælissýning Neista í Reiðhöllinni Arnargerði 28. april kl. 14.00
Hestamannafélagið Neisti var stofnað í Dalsmynni 1943 og er því 70 ára í ár.
Í
tilefni afmælisins verða Neistafélagar með sýningu í Reiðhöllinni
Arnargerði þar sem taka munu þátt knáir knapar á aldrinum 2 til 67 ára.
Hestakosturinn i sýningunni verður allt frá þægum og góðum barnahestum
til margreyndra keppnisgæðinga.
Að sýningu lokinni verður afmæliskaffi i boði félagsins.
Þriðja árs nemar í BS námi í reiðmennsku og reiðkennslu við Háskólann á Hólum ættla að slá til kennslusýningar um helstu verklegu þætti námsins. Sýningin mun innihalda þjálfun knapa og reiðhests frá æfingum til afkasta. Farið verður yfir sætisæfingar, yfirferðarþjálfun, frumtamningar, grunnþjálfun/gangsetningu, þjálfun hins alhliða gæðings o.fl. en auk þess verður fjallað um nýjungar námsins það er skeiðþjálfun og þjálfun kynbótahrossa.
Aðgangur ókeypis !
Hlökkum til að sjá sem flesta
Nemendur 3.árs í BS í reiðmennsku og reiðkennslu við Háskólann á Hólum.
Afmælissýning Neista er nk. sunnudag og það eru stanslausar æfingar í reiðhöllinni þessa dagana og ósjaldan sem við sjáum þessa sjón, mismunandi hestakerrur koma og fara öll kvöld....
Einn hópur af mörgum að æfa í síðustu viku...
og þessi kátu ungmenni mætt á laugardegi til að æfa en sum þeirra eru að heiman í framhaldsskóla og æfa því bara um helgar. Hjördís, Hrafnhildur og Friðrún.....
Hestamannafélagið stóð fyrir námskeiðum í knapamerkjum 1,2, 3 og 4 í vetur ásamt öðrum námskeiðum. Sonja Noack, reiðkennari, sá um alla kennslu hjá félaginu í vetur en á þessum námskeiðum voru 50 manns á aldrinum 2 til 67 ára.
Próf voru í knapamerki 1 og 2 í síðustu viku, 15. og 16. apríl, en knapamerki 3 og 4 eru tekin á tveim vetrum þar sem það er mikið nám og því engin próf í þeim þetta vorið.
Á mánudag og þriðjudag mættu 13 í próf í knapamerki 1 og 7 í knapamerki 2 og gekk það allt með glæsibrag.
Þær Kristín og María Rún voru fyrstar í próf þetta árið, flottar skvísur.
Þessar skvísur, Tanja, Theodóra og Emelía komu í próf á þriðjudeginum og gekk það líka vel ...
og þessir tveir, Arinbjörn og Glæsir, komu eins klæddir og fóru í knapamerki 2 og það gekk flott hjá þeim.
Þessar tvær, sem eru búnar að vera á námskeiðum hjá Neista síðan þær voru 2ja eða 3ja ára og mæta á öll mót sem þær komast á, stóðu hæstar í knapamerkjaprófunum. Lilja Maria Suska tók próf í knapamerki 1 og var með 9,7 í einkunn og Sólrún Tinna Grímsdóttir tók próf í knapamerki 2 og var með 9,1 í einkunn.
Frábær árangur hjá öllum og innilega til hamingju og takk Sonja fyrir frábæra kennslu.
Lokamót Grunnskólamóts
hestamannafélaganna á Norðurlandi vestra var í gærkvöldi í reiðhöllinni
Svaðastaðir. Þátttaka var góð og gaman að sjá þessa ungu knapa og
hesta þeirra etja kappi saman. Keppt er um stóran og myndarlegan
farandbikar sem gefinn var af sparisjóðunum í Skagafirði, Siglufirði og
Hvammstanga árið 2009 þegar fyrstu mótin voru haldin. Þetta er
stigakeppni þar sem keppendur vinna stig fyrir skólann sinn og
stigahæsti skólinn fær farandbikarinn til varðveislu fram að næsta
lokamóti. Enn sem komið er hefur Varmahlíðarskóli alltaf haft sigur en
Húnavallaskóli og Grunnskóli Húnaþings vestra hafa verið í baráttusætum.
Í gær fóru leikar þannig að Varmahlíðarskóli fór heim með bikarinn 5
árið í röð eftir góða keppni, einungis munað 18 stigum . Skráningar voru
70. Mótshaldarar vilja þakka öllum sem komu að fyrir gott mót og þeim
sem aðstoðuðu við framkvæmd mótsins.
Afmælissýning Neista í Reiðhöllinni Arnargerði 28. april kl. 14.00
Hestamannafélagið Neisti var stofnað í Dalsmynni 1943 og er því 70 ára í ár.
Í tilefni afmælisins verða Neistafélagar með sýningu í Reiðhöllinni Arnargerði þar sem taka munu þátt knáir knapar á aldrinum 2 til 67 ára. Hestakosturinn i sýningunni verður allt frá þægum og góðum barnahestum til margreyndra keppnisgæðinga.
Að sýningu lokinni verður afmæliskaffi i boði félagsins.
Grunnskólamót hestamannafélaganna á Norðurlandi vestra verður haldið í reiðhöllinni Svaðastaðir á Sauðárkóki 19. apríl kl. 18.00
Grunnskólamótinu sem halda átti sunnudaginn 21. apríl í
reiðhöllinni Svaðastaðir, hefur verið flýtt vegna annarra viðburða sem
koma inn á sunnudaginn og laugardaginn. Ákveðið hefur verið að halda það
föstudaginn 19. apríl og byrja kl. 18:00. Þetta er þriðja og síðasta
mótið í vetur og því spennandi að sjá hvaða skóli fer heim með bikarinn
til varðveislu næsta árið!
Skráningar þurfa að berast fyrir miðnætti á miðvikudaginn
17. apríl. Við skráningu þarf að koma fram nafn keppanda - bekkur -
skóli - nafn hests, uppruni og litur - upp á hvora hönd er riðið.
Skráningar sendist á [email protected]
Skráningargjald er 1000 krónur fyrir fyrstu skráningu og 500 krónur fyrir næstu skráningar og skal greiða á mótsstað (með peningum - kort ekki tekin) áður en mót hefst.
Úr reglum keppninnar :
Fegurðarreið 1. - 3. bekkur. Þar eru riðnir 2 hringir og látið fara fallega dæmt skal eftir stjórnun og þokka. 2 - 3 keppendur inná í einu.
Tvígangur 4. - 7. bekkur. Riðnir tveir hringir á annað hvort brokki eða tölti og fet ½ hringur. Áseta og stjórnun dæmd.
Þrígangur 4. - 7. bekkur. Riðið einn hringur brokk, einn hringur tölt og fet ½ hringur. Áseta og stjórnun dæmd.
Fjórgangur 8. - 10. bekkur.
Venjuleg íþróttakeppni, riðnir fjórir og hálfur hringur. Einn hringur
hægt tölt, einn hringur fegurðar tölt, ½ hringur fet , einn hringur
brokk og einn hringur stökk.
Skeið 8. - 10. bekkur mega keppa í skeiði og skal tímataka vera samkvæmt venju á hverjum stað. Fara skal 2 spretti og betri tíminn gildir.
xx Keppni í skeiði er með fyrirvara um veður og aðstæður á hverjum stað.
* Gult spjald má sýna ef knapi sýnir grófa reiðmennsku og jafnvel víkja keppanda úr sýningu.
-----
3. Keppandi má koma með hest hvaðan sem er,
hesturinn/hesteigandi þarf ekki að vera í hestamannafélagi viðkomandi
skólahverfis.
4. Heimilt er að sami hestur sé skráður í 2 greinar.
5. Foreldrar mega ekki vera inn á keppnisvellinum meðan á keppni stendur
6. Keppendur í tví- og þrígangi í 4. - 7. bekk,
verða að velja annað hvort tvígang eða þrígang að keppa í. Óheimilt að
sami keppandi keppi í báðum greinum.
7. Í tölti, tví-, þrí- og fjórgangi mega
keppendur keppa á fleiri en einum hesti, en í úrslitum verður einungis
einn hestur frá hverjum knapa.
8. Ef tveir eru jafnir í 5. og 6. sæti skulu báðir mæta í úrslit og verðlauna bæði sætin sem 5. sæti.
9. Járningar, 10 mm skeifur og 250 gr. hlífar eða 8 mm og botnar.
10. Í smala er ekki leyft að ríða við stangir, annars gilda almennar íþróttakeppnisreglur.
11. Í Tölti 4. - 7. og 8. - 10. bekk og Fjórgangi 8. - 10. bekk skulu riðin B og A úrslit ef keppendur eru fleiri en 16.
Mótanefnd Hestamannafélagsins Neista vill þakka öllum þeim sem komu að mótum vetrarins með einum eða öðrum hætti. Þátttaka var mjög góð á vel flestum mótunum svo eftir var tekið um land allt, og sýnir að áhugi er hér mikill á svæðinu fyrir hestamennsku og keppni á hestum. Við viljum á meðan að veturinn er enn í fersku minni, óska eftir því við félagsmenn að þeir komi með tillögur varðandi framtíð mótaraðarinnar og eða tilhögun móta því að enn er mótaröðin í mótun. Teljum við að allir hafi nokkuð gaman að þessu. Hægt er að senda tillögur og eða bara vangaveltur á netfangið [email protected].
Hér meðfylgjandi eru nokkrar tillögur sem að borist hafa okkur:
·Mótin verði eftirfarandi, T7 í byrjun vetrar, fjórgangur, ístölt, fimmgangur og svo tölt sem lokamót.
·Stigagjöf verði sú sama fyrir öll mótin ( sem að við teljum víst að verði)
·Skráningargjöld verði hækkuð í 2.000 krónur og þá verði hætt að rukka inn aðgangseyrir til að hvetja áhorfendur til að mæta
·Samfara mótaröðinni verði einnig liðakeppni sem gæti t.d. verið með svipuðum hætti og í húnv.liðakeppninni þar sem að einn knapi úr hverjum flokki myndi eitt lið.
·Við birtingu úrslita á fjölmiðlum verði einnig gefnar upp niðurstöðutölur úr úrslitunum t.d. 5,8 / 6,3 eða álíka. Komið hefur fram ábending frá hrossaræktendum og tamningafólki að það vilji fá tölur birtar af sínum hrossum svo að hægt sé að sýna fram á keppnisárángur.
·Tillögur hafa líka komið fram að hafa keppni í Smala.
·Veitingasala verði með sama hætti ef vilji er fyrir því meðal tíundubekkinga þar sem að reynsla af henni sé góð
Síðasta mót í Mótaröð Neista var í kvöld en keppt var í fimmgangi og tölti. Góð þátttaka var á öll mótin og var Mótaröðin vel heppnuð. Bestu þakkir til allra keppenda, starfsfólks og áhorfenda.
Úrslit í kvöld urðu þessi:
Fimmgangur:
1. Tryggvi Björnsson og Sóldís frá Kommu 2. Sonja Noack og Bú-Álfur frá Vakurstöðum 3. Jón Gíslason og Hvinur frá Efri-Rauðalæk 4. Þórólfur Óli Aadnegard og Miran frá Kommu 5. Jóhanna Stella Jóhannsdóttir og Hnakkur frá Reykjum
Unglingaflokkur:
1. Kristófer Már Tryggvason og Áfangi frá Sauðanesi 2. Sigurður Bjarni Aadnegard og Þokki frá Blönduósi 3. Ásdís Brynja Jónsdóttir og Eyvör frá Eyri 4. Lilja Maria Suska og Hamur frá Hamrahlíð 5. Sigurgeir Njáll Bergþórsson og Gletta frá Blönduósi
Áhugamannaflokkur:
1. Magnús Ólafsson og Gáski frá Sveinsstöðum 2. Selma Svavarsdóttir og Hátíð frá Blönduósi 3.-4. Þórólfur Óli Aadnegard og Prinsessa frá Blönduósi 3.-4. Höskuldur B. Erlingsson og Börkur frá Akurgerði 5. Sonja Suska og Feykir frá Stekkjardal 6. Jón Gíslason og Hvinur frá Efri-Rauðalæk
Opinn flokkur:
1. Ragnhildur Haraldsdóttir og Börkur frá Brekkukoti 2. Tryggvi Björnsson og Kjói frá Steinnesi 3. Hjörtur Karl Einarsson og Syrpa frá Hnjúkahlíð 4. Ægir Sigurgeirsson og Gítar frá Stekkjardal 5. Víðir Kristjánsson og Hatta frá Akureyri
Í einstaklingskeppninni urðu úrslit þessi:
Unglingaflokkur 1. Sigurður Bjarni Aadnegard 2. Sólrún Tinna Grímsdóttir 3. Lilja Maria Suska Áhugamannaflokkur: 1. Magnús Ólafsson 2. Þórólfur Óli Aadnegard 3. Jón Gíslason
Sigurbjörg Þórunn
Jónsdóttir gaf á öll mótin 1.
verðlaun í öllum flokkum. Það voru hestastyttur sem hún hannaði og
tálgaði. Hún gaf þær í tilfefni 70 ára afmælis Neista í minningu föður
hennar Jóns Jónssonar frá Stóradal. Færum við henni bestu þakkir fyrir.
Skráningargjöld má greiða áður en mót hefst inná reikning Neista 0307-26-055624 kt. 480269-7139 en það má líka greiða á staðnum (ekki er tekið við greiðslukortum).
Aðgangseyrir er 500 kr. en frítt fyrir 12 ára og yngri (ekki er tekið við greiðslukortum).
Prógrammið
í fimmgangi er: tölt,
brokk, fet, stökk og skeið. Stjórnað af þul.
Fimmgangur
holl
knapi og hestur
hönd
1
Sigurður Bjarni Aadnegard og Molda frá Nykhól
h
1
Magnús Ólafsson og Ódeseifur frá Möðrufelli
h
2
Lilja Maria Suska og Neisti frá Bolungarvík
v
2
Jóhanna Stella Jóhannsdóttir og Hnakkur frá Reykjum
v
3
Sonja Suska og Esja frá Hvammi 2
h
3
Þórólfur Óli Aadnegard og Miran frá Kommu
h
4
Haukur Marian Suska og Tinna frá Hvammi 2
v
4
Jón Gíslason og Hvinur frá Efri Rauðalæk
v
5
Víðir Kristjánsson og Háleggur frá Stekkjardal
v
5
Sonja Noack og Bú-Álfur frá Vakurstöðum
v
6
Tryggvi Björnsson og Sóldís frá Kommu
h
Unglingar
holl
knapi og hestur
hönd
1
Kristófer Már Tryggvason og Áfangi frá Sauðanesi
v
1
Lara Margrét Jónsdóttir og Auðlind frá Kommu
v
2
Lilja Maria Suska og Hamur frá Hamrahlíð
v
2
Ásdís Brynja Jónsdóttir og Eyvör frá Eyri
v
3
Sólrún Tinna Grímsdóttir og Gjá frá Hæli
h
3
Ásdís Freyja Grímsdóttir og Hespa frá Reykjum
h
4
Sigurgeir Njáll Bergþórsson og Gletta frá Blönduósi
h
4
Arnar Freyri Ómarsson og Ægir frá Kornsá II
h
5
Sigurður Bjarni Aadnegard og Þokki frá Blönduósi
v
5
Lilja Maria Suska og Neisti frá Bolungarvík
v
6
Lara Margrét Jónsdóttir og Pandra frá Hofi
v
Áhugamannaflokkur
holl
knapi og hestur
hönd
1
Þórólfur Óli Aadnegard og Prinsessa frá Blönduósi
v
1
Höskuldur B. Erlingsson og Börkur frá Akurgerði
v
2
Marit van Schravendijk og Viðar frá Hvammi 2
h
2
Selma Svavarsdóttir og Hátíð frá Blönduósi
h
3
Sonja Suska og Feykir frá Stekkjardal
h
3
Jóhanna Stella Jóhannsdóttir og Hamingja frá Reykjum
Lokamót Mótaraðar Neista en það verður sunnudaginn 7. apríl kl. 19.00 í Reiðhöllinni Arnargerði.
Keppt verður í tölti og fimmgangi.
Í tölti er keppt í unglingaflokki (16 ára og yngri), áhugamannaflokki og í opnum flokki.
"Keppt verður í fimmgangi allra flokka það er að segja að allir flokkar
keppa saman og eru í pottinum 5,4,3,2 og 1 stig fyrir þá 5 fyrstu sætin.
Þeir sem þessi stig hljóta taka þau svo með sér inn í sína flokka.
Fimmgangskeppnin verður með hefðbundnu sniði og stýrt af þul. Skeiðið verður
riðið í gegnum höllina, tveir sprettir. Að því loknu verður
keppt í hefðbundnu tölti í öllum flokkum þ.e.a.s. hægt tölt,
hraðabreytingar og fegurðartölt. Þetta er lokamót mótaraðar
Hestamannafélagsins Neista og vonar mótanefnd að um góða þátttöku verði að
ræða. Þetta kvöld ráðast úrslitin í heildarstigakeppni
mótaraðarinnar og verða veitt verðlaun til þriggja stigahæstu knapa í hverjum
flokki."
Skráningargjald er
kr.1.500 fyrir fyrstu skráningu og 500 krónur eftir það. Í unglingaflokki 500 kr. hver skráning. Skráning sendist á netfang [email protected] fyrir miðnætti föstudagskvölds 5. apríl. Fram
þarf að koma knapi og hestur og upp á hvaða hönd skal riðið sem og í hvaða flokki er keppt.
Skráningargjöld má greiða inná reikning Neista 0307-26-055624 kt. 480269-7139 áður en mót hefst en það má líka greiða á staðnum (ekki er tekið við greiðslukortum).
Eins og áður sér 10. bekkur um sjoppuna, þar verður hægt að fá kaffi, gos og eitthvað með því.