Færslur: 2014 Mars31.03.2014 16:16Tölt og fimmgangurÞá er komið að lokakeppni Mótaraðar Neista en keppt verður í tölti og fimmgangi nk. mánudagskvöldið 7 apríl. Keppni hefst kl.19.00. ath. breyttan tíma !!!
Skráning er á nýtt netfang hjá Neista [email protected] fyrir miðnætti laugardagskvöldið 5 apríl nk. Ráslistar verða birtar á sunnudegi og því er ekki tekið við skráningum eftir auglýstan tíma !!!
Fram þarf að koma nafn og kennitala knapa, flokkur, hestur og IS númer.
Skráningargjöld eru 1.500 kr. fyrir fullorðna þ.e.a.s. fyrir fyrsta hest en 1.000 krónur eftir það og 1.000 fyrir unglinga.
Skráningargjöld má greiða áður en mót hefst inná reikning Neista 0307-26-055624 kt. 480269-7139 og senda kvittun á netfang Neista [email protected] en það má líka greiða á staðnum (ekki er tekið við greiðslukortum).
Nánari upplýsingar koma síðar í vikunni !!
27.03.2014 23:11Staðan í stigakeppni NeistaHér kemur svo staðan eftir fjórgang !!
Barna,- og unglingaflokkur:
Áhugamannaflokkur:
Opinn flokkur:
25.03.2014 16:07Úrslit í fjórgangi í Mótaröð NeistaHérna koma úrslitin í fjórgangi frá því í gærkvöldi.
Barna og unglingaflokkur
Áhugamannaflokkur
Opinn flokkur
24.03.2014 12:54Ráslistar fyrir fjórgang í kvöldÍ kvöld verður keppt í fjórgangi i reiðhöllinni Arnargerði. Er keppnin hluti af Mótaröð Neista. Frítt er inn fyrir áhorfendur og 10 bekkur Grunnskólans á Blönduósi er með kaffi, og veitingasölu. Eftirfarandi eru ráslistar:
Barna og unglingaflokkur
Opinn flokkur
Skrifað af HBE 20.03.2014 09:11Óveður á Blönduósi og nágrenniÖll reiðnámskeið falla niður í dag vegna veðurs! Skrifað af Ásdís 18.03.2014 12:09Næsta mót Mótaraðar NeistaJæja !! Þá er komið að næsta móti í Mótaröð Neista, sem er fjórgangur. Mótið verður haldið mánudaginn 24 mars nk. Kl.20.00 í reiðhöllinni Arnargerði. Skráning er á nýtt netfang hjá Neista [email protected] fyrir miðnætti sunnudagskvöldið 23 mars. Fram þarf að koma nafn og kennitala knapa, flokkur, hestur og IS númer. Skráningargjöld eru 1.500 kr. fyrir fullorðna þ.e.a.s. fyrir fyrsta hest en 1.000 krónur eftir það og 1.000 fyrir unglinga. Skráningargjöld má greiða áður en mót hefst inná reikning Neista 0307-26-055624 kt. 480269-7139 og senda kvittun á netfang Neista [email protected] en það má líka greiða á staðnum (ekki er tekið við greiðslukortum). Prógrammið er eftirfarandi: 1 knapi er inni á vellinum í einu og stýrir hann sjálfur prógraminu. Mega knapar sýna gangtegundirnar í hvaða röð sem er og eru knapar minntir á að hneygja sig. Knapi má velja upp á hvora hönd hann ríður forkeppni og eftirfarandi eru gangtegundirnar sem knapi sýnir. Forkeppni: Úrslit eru svo stýrð af þul og eru sömu gangtegundir.
13.03.2014 20:03Hvatningarverðlaun USAH
97. ársþing Ungmennasambands Austur Húnvetninga fór fram um síðustu helgi á Blönduósi. Góð mæting var á þingið en rúmlega 30 fulltrúar mættu frá aðildarfélögum sambandsins og var þingið mjög starfssamt. Hvatningarverðlaun USAH hlaut Hestamannafélagið Neisti fyrir feykigott starf, sérstaklega starfsemi þeirra með börnum og unglingum í héraðinu.
13.03.2014 19:56Úrslit úr Grunnskólamótinu
Smali 8. - 10. bekkur
1. Eva Dögg Pálsdóttir 10 Grsk Húnaþings vestra
Smali 4. - 7. bekkur
1. Lilja Maria Suska 7 Húnavallaskóli
Þrautabraut
Sunna Margrét Ólafsdòttir 1 Húnavallaskóli
Skeið 1. Sigurður Bjarni Aadnegard 9 Blönduskóli
12.03.2014 23:54Námskeið í boði HólaskólaReiðkennaraefni Hólaskóla bjóða upp á reiðnámskeið fyrir almenning í reiðhölllinni á Blönduósi 22.-23. mars 2014. Skráning á: [email protected]
Skrifað af Ásdís 12.03.2014 20:53Staðan í stigakeppninniHér er svo staðan í stigakeppninni eftir Smalann
Barna,- og unglingaflokkur:
Áhugamannaflokkur:
Opinn flokkur:
12.03.2014 20:22Úrslitin í SmalaHér koma úrslitin í Smala sem haldinn var í reiðhöllinni á Blönduósi 10 mars sl.
Barna, - og unglingaflokkur
Áhugamannaflokkur
Opinn flokkur
11.03.2014 20:47Karlareið á Svínavatni 2014
Hin árlega karlareið eftir Svínavatni var fari sl. laugardag. Nær 50 karlar tóku þátt í reiðinni að þessu sinni, fleiri en nokkru sinni fyr. Frábært veður var og skemmtu menn sér hið besta. Svínavatn er tæpir 12 km á lengd og var haldið frá Dalsmynni og riðið í nyrstu vík vatnsins og land tekið vestan við Orrastaði. Meðfylgjandi myndir segja meir en mörg orð um stemminguna.
Góðar kveðjur Magnús frá Sveinsstöðum 07.03.2014 14:48Grunnskólamótið. Dagskrá og ráslistarÞrautabraut, smali og skeið verða í Reiðhöllinni Arnargerði á Blönduósi 09. mars kl. 13.00
Ráslistar:
Smali 8. - 10. bekkur
Smali 4. - 7. bekkur
Þrautabraut
Skeið
Skrifað af HBE 05.03.2014 18:43SmaliSMALI er næsta mót Mótaraðar Neista. Mótið verður haldið mánudaginn 10 mars nk. kl.20.00 Skráningargjöld eru 1.500 kr í smala fyrir fullorðna þ.e.a.s. fyrir fyrsta hest en 1.000 krónur eftir það og 1.000 fyrir unglinga. Skráningargjöld má greiða áður en mót hefst inná reikning Neista 0307-26-055624 kt. 480269-7139 og senda kvittun á netfang Neista [email protected] en það má líka greiða á staðnum (ekki er tekið við greiðslukortum). ATH:: Keppt er í smala í grunnskólamótinu á sunnudeginum og verður því brautin uppi um helgina til æfinga. 04.03.2014 09:53Karlareið á Svínavatni
Árleg karlareið á Svínavatni (Húnavatnshreppi)
Mæting er við Dalsmynni kl. 14:00. Riðið verður eftir endilöngu vatninu sem er liðlega 10 km langt og 1-2 km breitt. Áð verður á nokkrum stöðum á leiðinni þar sem búið verður að koma fyrir einhverju góðgæti fyrir bæði hross og menn, Veðurspáin er góð og ekkert til fyrirstöðu annað en að skella sér með í þessa einstöku karlareið á Svínavatni óháð búsetu eða hestamannfélagi. ( þú þarft að vera karlmaður).
Skráning í ferðina er á [email protected] Allir velkomnir og vonumst til að sjá sem flesta Nefndin
Flettingar í dag: 843 Gestir í dag: 56 Flettingar í gær: 325 Gestir í gær: 18 Samtals flettingar: 926076 Samtals gestir: 88427 Tölur uppfærðar: 31.3.2025 16:56:28 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is