Færslur: 2015 Mars26.03.2015 21:31Hrossaræktendur - hestamenn !
Skrifað af Selmu 19.03.2015 21:57Úrslit úr Smala
Þriðja mótið í mótaröð Neista var haldið í Reiðhöllinni Arnargerði 18. mars. Úrslit urðu sem hér segir.
Unglingaflokkur
1. Magnea Rut Gunnarsdóttir / Sigyn frá Litladal 2. Lilja Maria Suska / Laufi frá Röðli 3. Ásdís Brynja Jónsdótti / Laufi frá Syðra Skörðugili 4. Sólrún Tinna Grímsdóttir / Perla frá Reykjum 5. Hugrún Pétursdóttir / Brynja frá Hólabæ 6. Hlíðar Örn Steinunnarsson / Neisti 18 v.
Áhugamannaflokkur
1. Rúnar Örn Guðmundsson / Kasper frá Blönduósi 2. Magnús Ólafsson / Píla frá Sveinsstöðum 3. Harpa Hrönn Hilmarsdóttir / Lúkas frá Þorsteinsstöðum
Opinn flokkur
1. Eline Schrijver / Króna frá Hofi 2. Finnur Bessi Svavarsson / Skuggi 3. Anna Funni Jonasson / Fróði frá Litladal
Skrifað af Selmu 18.03.2015 16:35KarlareiðinKarlareiðin verður á laugardaginn kemur , óvíst er að riðið verði á Svínavatni þar sem ísinn er orðin ótryggur en þá verður bara tekinn góður reiðtúr frá hesthúsahverfinu. Það þarf að endurnýja þátttöku til sömu manna og síðast. Kv. nefndin ! 18.03.2015 08:20Hestafimleikar Þyts, Hvammstanga
Við hestafimleikakrakkarnir bjóðum ykkur öllum í sirkusinn okkar Voltivóila á sunnudaginn 22.mars kl. 15 uppi í reiðhöll. Það verður mikið fjör og gaman! Fjölbreytt atriði sem skemmta öllum, bæði krökkum og fullorðnum. Endilega njótið skemmtilegrar stundar og látið sirkusandann okkar töfra ykkur i annan heim. Aðgangur er ókeypis. Verið öll velkomin, við hlökkum til að sjá ykkur! Hestafimleikakrakkar Þyts.
Skrifað af Selma 13.03.2015 10:02Mótaröð Neista - Smali
Skráning er á netfang Neista [email protected] fyrir kl. 22:00 þriðjudagskvöldið 17. mars. Fram þarf að koma nafn og kennitala knapa, flokkur, hestur og IS númer og í hvaða flokki knapi ætlar að keppa. Keppt er í 3 flokkum.
Skráningargjöld eru 1.500 kr. Skráningargjöld má greiða áður en mót hefst inná inná reikning Neista 0307-26-055624 kt. 480269-7139 og senda kvittun á netfang Neista [email protected] en það má líka greiða á staðnum (ekki er tekið við greiðslukortum).
Aðgangur er ókeypis og fólk hvatt til aðkoma og horfa á þessa skemmtilegu keppni, sem byggir á hver er fljótastur gegnum smalabrautina, að teknu tilliti til viðbótartíma sem gefinn er fyrir hverja keilu sem felld er eða hliði sem er sleppt.
Mótanefnd. Skrifað af Selmu 09.03.2015 16:24Karlareiðin 2015Við minnum á karlareiðina sem að verður nk.laugardag 14 mars.
Skrifað af HBE 08.03.2015 15:23Vinamót hestamannafélaganna á Norðurlandi vestra
Keppt verður í : Fegurðarreið 7-9 ára, tvígang 10-13 ára, þrígang 10-13 ára, fjórgang 14-16 ára og skeið 14-16 ára. Skráningar þurfa að berast fyrir kl 24:00 föstudaginn 13. mars. Við skráningu þarf að koma fram nafn keppanda – fæðingarár – hestamannafélag - nafn hests, uppruni og litur, upp á hvora hönd er riðið. Skráningar sendist á [email protected] Skráningargjald er 1000 krónur fyrir fyrstu skráningu og 500 krónur fyrir næstu skráningar og skal greiða á mótsstað áður en mótið hefst (kort ekki tekin). Keppnisreglur eru að finna á heimasíðu hestamannafélaganna.
Síðasta mótið verður haldið á Hvammstanga 12. apríl – fegurðarreið, tölt og skeið
Sjáumst stjórnin Skrifað af Selmu 08.03.2015 15:10Úrslit úr fjórgangi
Unglingaflokkur
Aron Freyr Sigurðsson / Hlynur frá Haukatungu 6.70
Áhugamannaflokkur
Harpa Hrönn Hilmarsdóttir / Börkur frá Akurgerði 6.10
Opinn flokkur
Svana Ingólfsdóttir / Þyrnir frá Litlu-Gröf 6.0
Skrifað af Selmu 02.03.2015 19:25Fjórgangur á miðvikudagskvöld
Skráning er á netfang Neista [email protected] fyrir kl. 22:00 þriðjudagskvöldið 3. mars. Hvetum áherfendur að mæta og horfa á skemmtilega keppni. Ókeypis aðgangur. Mótanefndin Skrifað af Selmu
Flettingar í dag: 843 Gestir í dag: 56 Flettingar í gær: 325 Gestir í gær: 18 Samtals flettingar: 926076 Samtals gestir: 88427 Tölur uppfærðar: 31.3.2025 16:56:28 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is