Færslur: 2016 Febrúar28.02.2016 22:35Skráning á Svínavatn 2016
Mótið verður haldið laugardaginn 5. mars. Ísinn er afbragðs góður og vel lítur út með veður og færi. Skráningar berist á netfangið [email protected] í síðasta lagi þriðjudaginn 1. mars. Ekki verður tekið við skráningum eftir þann tíma. Eftirtalið þarf að koma fram: Keppnisgrein, kennitala knapa, og IS númer hests. Keppnisgreinar eru A-flokkur, B-flokkur og Tölt. Skráningargjald eru 3.500. kr. á skráningu og greiðist inn á reikning 0307-13-110240 Kt: 480269-7139 og setja sem skýringu fyrir hvaða hross er verið að greiða. Vegleg peningaverðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki. Ráslistar og aðrar upplýsingar verða birtar hér á síðunni þegar nær dregur. Skrifað af Selmu 28.02.2016 17:34Úrslit - ísmót
Annað mót vetrarins í mótaröð Neista var haldið á Flóðinu í dag 28. febrúar í blíðskaparveðri, frábærum ís og fallegu umhverfi. Langt er síðan mót hefur verið haldið á Flóðinu en verður örugglega gert aftur. Skemmtilegt mót í alla staði og gaman að sjá svona marga, bæði þátttakendur og áhorfendur. Úrslit urðu þessi: Unglingaflokkur:
1. Aron Freyr Sigurðsson og Hlynur frá Haukatungu syðri 1 6,0 / 6,33
Opinn flokkur:
1. Magnús Ólafsson og Ódeseifur frá Möðrufelli 6,33 / 6,83
Bæjarkeppnin var á sínum stað og urðu úrslit þessi:
1. Davíð Jónsson - Sauðanes
Fleiri myndir í myndaalbúmi.
Skrifað af Selmu 27.02.2016 22:27Ísmót - ráslistiÍsmót hestamannafélgsins Neista fer fram á Flóðinu, við Vatnsdalshóla 28. febr og hefst kl. 13:00 Ráslisti er sem hér segir.
Unglingar Knapi hestur Aron Freyr Sigurðsson Hlynur frá Haukatungu syðri-1
Opinn flokkur knapi hestur Hörður Ríkharðsson Djarfur f. Helguhvammi 2
Skráning í bæjarkeppni fer fram á staðnum. Mótanefnd. Skrifað af Selmu 26.02.2016 18:27Mótaröð Neista - Ísmót
Annað mót vetrarins í Mótaröð Neista, Ísmótið, verður nk. sunnudag, 28. febrúar kl.13.00 ef veður leyfir, en veðurútlit er mjög gott. Mótið verður á Flóðinu fyrir neðan Vatnsdalshóla. Frábær ís og fallegt umhverfi. Hægt að aka út á ísinn til að fylgjast með mótinu og áhorfendur hvattir til að fjölmenna
Einnig verður bæjarkeppni með firmakeppnisfyrirkomulagi, þ.e. riðnar 4 ferðir með frálsri aðferð. Engin skráningargjöld. Þeir sem vilja skrá sína bæji í keppnina geta skráð sig með því að senda tölvupóst eða skráð á staðnum. Skráningargjald aðeins kr. 1.000. Skráningargjald fyrir tölt er kr. 2.000 fyrir hverja skráningu í opna flokknum og 1.500 fyrir hverja skráningu í unglingaflokki. Skráning sendist á email [email protected] fyrir kl. 14.00 laugardaginn 27. febrúar. Fram þarf að koma knapi og hestur, og í hvaða flokki er keppt. Muna að taka fram IS númer hests og kennitölu knapa. Skráningargjöld má greiða inná reikning Neista 0307-26-055624 kt. 4802697139 áður en mót hefst en það má líka greiða á staðnum, ekki tekið við greiðslukortum. Mótanefnd. Skrifað af Selmu 21.02.2016 18:18Mótaröð Neista - Ísmót
Annað mót vetrarins í Mótaröð Neista, Ísmótið, er fyrirhugað að halda nk. sunnudag, 28. febrúar kl.13.00 á Hnjúkatjörninni.
Keppt verður í 2 flokkum í tölti: Einnig verður bæjarkeppni með firmakeppnisfyrirkomulagi, þ.e. riðnar 4 ferðir með frálsri aðferð. Engin skráningargjöld. Þeir sem vilja skrá sína bæji í keppnina geta skráð sig með því að senda tölvupóst eða skráð á staðnum. Skráningargjald aðeins kr. 1.000. Skráningargjald fyrir tölt er kr. 2.000 fyrir hverja skráningu í opna flokknum og 1.500 fyrir hverja skráningu í unglingaflokki. Skráning sendist á email [email protected] fyrir kl. 22.00 föstudaginn 26. febrúar. Fram þarf að koma knapi og hestur, og í hvaða flokki er keppt. Muna að taka fram IS númer hests og kennitölu knapa. Skráningargjöld má greiða inná reikning Neista 0307-26-055624 kt. 4802697139 áður en mót hefst en það má líka greiða á staðnum, ekki tekið við greiðslukortum. Mótanefnd. Skrifað af Selmu 15.02.2016 09:48Kortasjá LHBúið er að uppfæra kortasjá reiðleiða í nýjan gagnagrunn sem er hraðvirkari og einfaldari í notkun.
Skrifað af Selmu 15.02.2016 09:40Svínavatn 2016
Skrifað af Selmu 12.02.2016 10:04Úrslit - T7
Fyrsta mót vetrarins í mótaröð Neista var haldið í Reiðhöllinni Arnargerði fimmtudagskvöldið 11. febrúar. Úrslit urðu þessi:
Unglingaflokkur:
1. Sólrún Tinna Grímsdóttir og Hespa frá Reykjum 6,75
Opinn flokkur
1. Ægir Sigurgeirsson og Gítar frá Stekkjardal 6,7 / 7,25
Rúnar Örn sigraði B úrslitin og keppti því í A úrslitum. Hlutkesti réði röð Jakobs og Ólafs í 3-4 sæti.
Skrifað af Selmu 03.02.2016 22:01Mótaröð Neista - T7
Fimmtudaginn 11. febrúar kl. 19:00 verður haldið töltmót í Reiðhöllinni Arnargerði. Keppt verður í T7, 1 hringur hægt tölt og 1 hringur frjáls ferð. Keppt er í unglingaflokki þ.e. 16 ára og yngri og opnum flokki. Skráningargjald er 2.000 kr fyrir hverja skráningu og 1.500 kr. fyrir fyrir unglinga.
Skrifað af Selmu
Flettingar í dag: 843 Gestir í dag: 56 Flettingar í gær: 325 Gestir í gær: 18 Samtals flettingar: 926076 Samtals gestir: 88427 Tölur uppfærðar: 31.3.2025 16:56:28 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is