Færslur: 2016 Júní24.06.2016 09:36LM framundanOkkar fólk er rétt að leggja í hann á Landsmót. Gangi ykkur öllum vel eigið frábæra daga á Landsmóti.
Stefanía Hrönn Sigurðardóttir og IS2009135783 Miðill frá Kistufelli
Unglingaflokkur: Aron Freyr Sigurðsson og IS2005137959 Hlynur frá Haukatungu Syðri 1
Ungmennaflokkur: Hjördís Jónsdóttir og IS2006156302 Dökkvi frá Leysingjastöðum II
B-flokkur: Ásdís Brynja Jónsdóttir og IS2008256111 Vigur frá Hofi
A-flokkur: Eline Manon Shrijver og IS2005157517 Laufi frá Syðra-Skörðugili
Skrifað af Selmu 21.06.2016 08:38Eins og undanfarin ár hafði hestamannafélagið Neisti umsjón með 17. júní hátíðarhöldunum á Blönduósi.
Skrifað af Selmu 16.06.2016 10:1017. júní
Dagskrá hátíðarhalda á Blönduósi þann 17. júní Kl.8:00 Fánar dregnir að hún. Kl.10:00-21:00 Sundlaug Blönduóss opin. Kl.10:00-11:00 Skotfélagið Markviss verður með kynningu á skotíþróttinni. Börn eldri en 15 ára geta fengið að prófa undir leiðsögn þjálfara. Kl.10:00-17:00 Heimilisiðnaðarsafnið opið. Kl.11:00-12:00 Guðsþjónusta í Blönduóskirkju. Kl.11:00 -12:00 Hestaleigan Galsi býður á hestbak að Arnargerði 33. Kl.12:30 Kl.13:45 Andlitsmálun fyrir utan SAH Afurðir, helíum blöðrur og sælgæti verður til sölu (ath enginn posi á staðnum). Kl.13:30 Skrúðganga frá SAH að félagsheimilinu. Hátíðardagskrá; Hugvekja Fjallkonan hátíðarræða, tónlistaratriði, hoppukastali fyrir börn. Kl.14:30 -16:30 Kaffisala í félagsheimilinu. Og bíó fyrir börnin (ath enginn posi á staðnum). Kl.15:30 Sápurennibraut í kirkjubrekkunni (ef veður leyfir). Kl.16:00 Þrautabraut fyrir yngstu börnin í íþróttahúsinu. Kl.16:00 Rennibrautarkeppni í sundlauginni. Boðið verður upp á útsýnisflug frá Blönduósflugvelli á 17. júní og einnig veðrur boðið upp á flug á laugardaginn og sunnudaginn eftir þörfum. Allt flug fer þó eftir veðri. Verð fyrir stutt flug er 2.000 krónur pr. sæti. Fyrir heldur lengra flug 3.000 krónur pr. sæti. Æskilegt er að þrír bóki sig saman en ekki skylda. Hægt er að panta lengra flug á laugardag og sunnudag og fer verð eftir lengd flugsins. Pantanir í síma 664 6030.
Skrifað af Selma 08.06.2016 22:23Úrtaka fyrir Landsmótið á Hólum TímaseðillSameiginleg úrtaka Skagfirðings,Neista.Glæsis og Þyts fyrir Landsmót 2016 á Hólum Laugardagur 11.júní Skrifað af Selmu 06.06.2016 21:07Fótaskoðunarmann
Endilega setið ykkur í samband við Sigga í síma 8488010 ef einhver getur hjálpað. Skrifað af Selmu 05.06.2016 13:02Úrtakan fyrir LM á Hólum
Eins og hér hefur komið fram þá fer úrtaka Neista fyrir Landsmót fram á Hólum 11. og 12. júní. Við skáningu sem fer fram á http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add kemur fram upphæð sem þarf að borga fyrir hverja grein og/eða hverja skráningu, 5.000 í A og B flokk en 3.000 í allar aðrar greinar. Það þarf að vera búið að leggja inn áður en mótið hefst. Skráningu lýkur þriðjudaginn 7. júní kl 23:59.
Þeir sem ætla að taka þátt þurfa að vera búnir að greiða félagsgjöld Neista, en greiðsluseðill þar að lútandi var sendur til félagsmanna í maí. Þeir sem ekki eru búnir að greiða félagsgjöldin fá ekki þátttökurétt.
Skrifað af Selmu 03.06.2016 09:12Úrtaka fyrir LM 2016 á Hólum; Neisti, Skagfirðingur, Þytur og Glæsir
Þyts og Glæsis verður haldin á Hólum 11.júní og 12.júní nk. Keppt verður í A-flokki og B-flokki gæðinga, barna,- unglinga,- og ungmennaflokki. Tölti T1, 100 metra skeiði,150 metra skeiði og 250 metra skeiði. Boðið verður upp á tvöfalda umferð í öllum flokkum nema tölti
Ef skráning er góð er möguleiki að fyrri tveir skeiðsprettirnir í básaskeiðinu fara fram föstudagskvöldið 10.júní og seinni tveir á sunnudaginn 12.júní. Skráning fer fram á http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add Skráningu lýkur þriðjudaginn 7. júní kl 23:59 ATH! Ekki verður tekið við skráningum eftir að skráningafrestur rennur út. Skráning telst ekki gild fyrr en kvittum hefur borist á netfangið iþ[email protected] með skýringu fyrir hvern greitt er. Nánari upplýsingar berast á https://skagfirdingur.is/ þegar nær dregur Íþrótta og mótanefnd Skagfirðings Skrifað af Selmu
Flettingar í dag: 762 Gestir í dag: 51 Flettingar í gær: 325 Gestir í gær: 18 Samtals flettingar: 925995 Samtals gestir: 88422 Tölur uppfærðar: 31.3.2025 16:35:16 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is