Færslur: 2017 Febrúar28.02.2017 08:14Árleg fundarferð um málefni hestamannaSveinn Steinarsson formaður félags hrossabænda og Þorvaldur Kristjánsson ábyrgðarmaður hrossaræktar ferðast um landið
Skrifað af Selmu 27.02.2017 21:29Úrslit töltmótsinsÚrslit mótsins urðu þessi: Unglingaflokkur:
1. Lara Margrét og Keisari 6,7
Áhugamannaflokkur:
1. Berglind og Mirra 6,7
Opinn flokkur:
1. Hörður og Djarfur 6,8 Skrifað af Selmu 20.02.2017 22:02Svínavatni 2017 aflýstNú er aðstæður orðnar þannig að ekki er líklegt að hægt sé halda mótið í vetur. Hefur því verið ákveðið að aflýsa mótinu í ár, en með von um eðlilegt tíðarfar næsta vetur er stefnt á glæsilegt mót á sama stað þann 3. mars 2018. Skrifað af Selmu 20.02.2017 17:03KarlareiðVeður hefur raskað þeirri áætlun að fara í karlareið um Laxárvatn um næstu helgi eins og ætlunin var. Karlareið er því frestað nú um sinn en við sjáum hvað setur og verum tilbúnir ef færi gefst. Nefndin. Skrifað af Selmu 15.02.2017 20:28Töltmót í ReiðhöllinniAth. töltmótið verður á fimmtudag en ekki þriðjudag. Skrifað af Selmu 06.02.2017 13:07KARLAREIÐ!
Áformað er að hafa hefðbundna karlareið Neista þann 25.febrúar n.k. Hugmyndir um reiðleiðir eru ekki fullmótaðar enda hefur veður mikil áhrif á hvert leið liggur. Efst er þó á blaði að ríða um Laxárvatn þannig að hefja ferð í Sauðanesi og leggja þar aftur að landi eftir góða hringferð um vatnið. Þegar nær dregur þá verða frekari upplýsingar hér á heimasíðu Neista. Áhugasamir karlar, allir velkomnir, tilkynni þátttöku til Páls Þórðarsonar í síma 848 4284 eða Kristjáns Þorbjörnssonar í síma 892 1713. Skrifað af Selmu 04.02.2017 22:30Reiðnámskeiðin byrja á mánudagReiðnámskeið barna og unglinga verða á mánudögum og miðvikudögum og skiptast svona:
17:15 – 17:45 Þórdís
Hugrún
Miðvikudagar, kennari Kristín 17:00 – 17:30 Þórunn Marta
18:30-19:00 Kristín Erla Skrifað af Selmu 04.02.2017 10:06Ísmótið Svínavatn 2017
Laugardaginn 4. mars verður mótið haldið á Svínavatni í A-Hún. Keppt verður í A og B flokki gæðinga og opnum flokki í tölti. Fyrirkomulag með svipuðu sniði og verið hefur undanfarin ár og verða nánari upplýsingar birtar þegar nær dregur á hestanetmiðlum og á heimasíðu mótsins. Vegleg peningaverðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sæti í hverjum flokki. Eins og venjulega verður gott hljóðkerfi á staðnum og dagskránni útvarpað. Skrifað af Selmu
Flettingar í dag: 843 Gestir í dag: 56 Flettingar í gær: 325 Gestir í gær: 18 Samtals flettingar: 926076 Samtals gestir: 88427 Tölur uppfærðar: 31.3.2025 16:56:28 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is