Færslur: 2017 Desember27.12.2017 08:57Námskeið vetur 2018Í vetur verða eftirfarandi reiðnámskeið í boði hjá Neista. Guðrún Rut Hreiðarsdóttir ætlar að kenna hjá okkur í vetur en hún er menntaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Skráning fer fram hjá Guðrúnu á [email protected] eða í síma 695-8766. Síðasti skráningardagur er 6. janúar.
Kynningarfundur um æskulýðsstarfið verður haldinn fimmtudaginn 4. janúar kl. 17:00 í reiðhöllinni. Þar verður farið nánar yfir skipulag vetrarins.
Pollanámskeið – teymdir Lögð verður áhersla á jafnvægi á hestbaki og grunnstjórnun hestsins í gegnum leiki og þrautir. Foreldrar/aðstoðarmenn nemanda teyma undir börnunum. Ætlað fyrir 7 ára og yngri.
Pollanámskeið – ekki teymdir Fyrir þau sem eru tilbúin að stjórna sjálf. Lögð verður áhersla á jafnvægi á hestbaki og stjórnun hestsins í gegnum leik og þrautir. Ætlað fyrir 7 ára og yngri.
Almennt reiðnámskeið 8 – 10 ára Almenn reiðnámskeið fyrir alla krakka. Áhersla lögð á ásetu og stjórnun hestsins og aukið sjálfstæði í umgengni við hestinn. Leikir og þrautir á hestbaki.
Almennt reiðnámskeið 11 – 14 ára Almenn reiðnámskeið fyrir alla krakka 11-14 ára. Áhersla lögð á ásetu og stjórnun hestsins, að þekkja gangtegundir og gangskiptingar. Leikir og þrautir á hestbaki.
Einnig verður boðið upp á kennslu í Knapamerkjum. Knapamerkin eru stigskipt nám sem fela í sér að bæta þekkingu á meðferð, notkun og umhirðu íslenska hestsins á breiðum grunni. Nemendur eru leiddir stig af stigi í takt við getu og áhuga.
Knapamerki 1 - 12 ára og eldri
Knapamerki 2
Knapamerki 3 og 4 Mögulega verða knapamerki 3 og 4 kennd ef áhugi er fyrir hendi. Fjöldi tíma, tímasetningar og verð verður gefið upp að loknum síðasta skráningardegi.
Einka- eða parakennsla fyrir fullorðna Einstaklingsmiðaðir reiðtímar sem fela í sér að aðstoða nemendur í að ná þeim raunhæfu markmiðum sem þeir setja sér með sjálfan sig og sinn hest jafnt byrjendur sem lengra komna.
Einnig er stefnt að því að fá til okkar gestakennara ef áhugi er fyrir hendi og myndi sú kennsla fara fram um helgi. Tvo til þrjá daga í röð.
Nánari upplýsingar um námskeiðin, svo sem tímafjölda og verð, má finna undir flipanum Námskeið vetur 2018 á stikunni hér hægra megin.
Skrifað af Harpa
Flettingar í dag: 843 Gestir í dag: 56 Flettingar í gær: 325 Gestir í gær: 18 Samtals flettingar: 926076 Samtals gestir: 88427 Tölur uppfærðar: 31.3.2025 16:56:28 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is