Færslur: 2018 Febrúar23.02.2018 22:18Skráning á Svínavatn 2018Skráning á Svínavatn 2018 Mótið verður haldið laugardaginn 3. mars.
Skráning er á sportfengur.com hjá Hestamannafélaginu Neisti. Lokað verður fyrir skráningu á miðnætti miðvikudaginn 28.febrúar.
Ráslistar og aðrar upplýsingar verða birtar á heimasíðu mótsins þegar nær dregur.
Skrifað af B 18.02.2018 14:02Úrslit í fjórgangi og T7Hér eru úrslitin úr fjórgangi og T7 sem var haldið í reiðhöllinni á Blönduósi síðasta föstudag. Úrslit fjórgangur opinn. Forkeppni Úrslit Guðrún Rut - Sinfónía frá Krossum 6,6 7,2 Ásdís Brynja - Keisari frá Hofi 6,3 6,7 Ólafur - Dagfari frá Sveinstöðum 6,2 6,6 Jonni - Lyfting frá Hæli 6,0 6,1 Veronika - Rós frá Sveinstöðum 5,5 5,7
Fjórgangur áhugamenn Forkeppni Úrslit Lisa Hälterlein - Ingunn frá Lækjarmóti 5,4 6,2 Hjördís - Dimma frá Hvammi 2 5,2 6,0 Kristín - Garri frá Sveinstöðum 5,4 5,8 Guðmundur - Bylta frá Blönduósi 5,2 5,5 Magnús - Hástígur frá Stóru-Ásgeirsá 5,2 5,0
Fjórgangur Börn – Unglingar Forkeppni Úrslit Lara Margrét - Burkni frá Enni 6,6 7,1 Ásdís Freyja - Pipar frá Reykjum 4,5 6,2 Þórdís Katla - Vaka frá Núpi 4,0 4,0
T-7 börn Forkeppni Úrslit Magnús - Píla frá Sveinstöðum 5,5 6 Salka kristín - Staka frá Héraðsdal 5,0 5,8 Inga Rós - Feykir frá Stekkjardal 5,0 5,5 Kristín Erla - Fengur frá Höfnum 4,5 5,0 Tanja Birna - Glæsir frá Steinnesi 4,5 4,8
T-7 Áhugamenn Forkeppni Úrslit Þórður - Slaufa frá Sauðanesi 5,5 6,8 Lisa Hälterlein - Ólga frá Árholti 6,3 6,5 Harpa - Drottning frá Kornsá 5,8 6,3 Kolbrún - Perla frá Skeljabrekku 6,0 6,0 Magnús - Hástígur frá Stóru-Ásgeirsá 4,0 5,0
T-7 Opinn Forkeppni Úrslit Guðjón - Basti frá Litla-Laxholti 6,5 6,5 Eline M. - Klaufi frá Hofi 5,5 6,3 Jonni - Leikur frá Hæli 5,3 6,0 Guðrún Rut - Skíma frá Krossum 5,5 5,8
17.02.2018 10:33Svínavatn 2018Laugardaginn 3. mars verður mótið haldið á Svínavatni í A-Hún. Keppt verður í A og B flokki gæðinga og opnum flokki í tölti. Fyrirkomulag með svipuðu sniði og verið hefur undanfarin ár og verða nánari upplýsingar birtar þegar nær dregur á hestanetmiðlum og á heimasíðu mótsins.
16.02.2018 13:30Ráslistar - dagskráSAH -mótaröðin
Hér kemur dagskrá og ráslisti fyrir kvöldið. Mótið hefst klukkan 19:00. Eftir forkeppni sem er í þeirri röð eins og hér er fyrir neðan verður hlé og síðan úrslit í sömu röð.
Tölt T7 - barnaflokkur
Tölt T7 – áhugamenn
Tölt T7 – opinn
Fjórgangur – börn og unglingar
Fjórgangur – áhugamenn
Fjórgangur – opinn
15.02.2018 13:10Úrslitakvöld í reiðhöllinni SvaðastöðumLaugardaginn 14. apríl verður haldið úrslitamót í reiðhöllinni Svaðastöðum, keppnisrétt hafa efstu knapar í vetrarmótaröðum Neista, Þyts, Skagfirðings og Léttis. Keppt verður í fjórgangi, fimmgangi og tölti, 1. og 2. flokki. Nánar auglýst síðar. Sigurvegurum í fullorðinsflokkum í fjórgangi á morgun býðst að vera fulltrúar SAH-mótaraðarinnar á úrslitakvöldinu. Minnum á að skráningarfrestur í SAH-fjórganginn og T7 er til 20:00 í kvöld, fimmtudag. Skráningar berist á netfangið [email protected] og fram þarf að koma nafn knapa og í hvaða flokki á að keppa, nafn, litur og aldur á hrossi. Skráningargjald í yngri flokkum er kr. 1.500 og kr. 2.000 í öðrum flokkum. Best er að greiða skráningargjöld fyrirfram inn á 307-26-055624, kt. 480269-7139. 11.02.2018 22:47SAH-mótaröðin. Fjórgangur og T7
SAH – Mótaröðin. Fjórgangsmót í Reiðhöllinni Arnargerði. Föstudagskvöldið 16. febrúar kl. 19:00 verður Fjórgangur og T7 í Reiðhöllinni Arnargerði. Keppt verður í flokkum 13 ára og yngri, 14 til 17 ára, áhugamannaflokk og opnum flokki. Áskilinn er réttur til að sameina flokka verði skráning takmörkuð. Um er að ræða fyrsta mótið í SAH – mótaröðinni sem styrkt er af SAH afurðum. Í fjórgangi er riðinn einn hringur á hægu tölti, einn hringur á greiðara tölti, einn hringur á brokki, einn hringur á stökki og hálfur á feti. Áður en keppandi hefur keppni má hann ríða hálfan hring þ.e. hefja keppni að sunnanverðu. Keppandi ræður röð gangtegunda en í lok keppni skal hægja niður á fet. Í T7 er riðinn einn hringur á hægu tölti og einn hringur að eigin vali. Skráningar berist á netfangið: [email protected] fyrir kl. 20:00 fimmtudaginn 15. Febrúar. Skráningargjald í yngri flokkum er kr. 1.500 og kr. 2.000 í öðrum flokkum. Fram komi nafn á hrossi, aldur og litur. Skráningargjöld má greiða fyrirfram inn á 0307-26-055624 kt. 480269- 7139. Nefndin.
Flettingar í dag: 955 Gestir í dag: 60 Flettingar í gær: 325 Gestir í gær: 18 Samtals flettingar: 926188 Samtals gestir: 88431 Tölur uppfærðar: 31.3.2025 17:19:32 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is