Færslur: 2018 Apríl16.04.2018 12:54Úrslit á lokamóti SAH mótaraðarinnarFöstudagskvöldið 13. apríl fór fram síðasta mót vetrarins í SAH mótaröðinni. Keppt var í fimmgangi í fullorðinsflokkum og T7 í öllum flokkum. Úrslit - Börn T7
Úrslit - Unglingar T7
Stigahæstu knapar SAH mótaraðarinnar
Neisti þakkar SAH afurðum fyrir stuðninginn í vetur og þátttakendum og áhorfendum fyrir skemmtileg mót. 12.04.2018 23:19Ráslisti T 7 og fimmgangur
09.04.2018 18:13Fimmgangur og T 7.
Fimmgangur og T 7 í Reiðhöllinni föstudaginn 13. apríl kl. 19:00. Keppt verður í barnaflokki, unglingaflokki, áhugamannaflokki og opnum flokki í T 7. Keppt verður í áhugamannaflokki og opnum flokki í fimmgangi. Í T 7 er riðinn einn og hálfur hringur á hægu tölti, snúið við og einn og hálfur á frjálsri ferð. Í fimmgangi er riðinn einn hringur á tölti, einn á brokki og einn á stökki, hálfur á feti og svo lagt í gegn. Í hléinu verða snæddar pizzur í boði félagsins. Skráningu skal lokið kl. 20:00 fimmtudaginn 12. apríl [email protected] og greiðslu skráningargjalda má endilega vera lokið áður en keppni hefst inn á reikning félagsins: 0307-26-055624 kt. 480269- 7139. Skráningargjald er 2.000 kr. í fullorðinsflokkum og 1.500 í yngri flokkum. Nefndin. 03.04.2018 21:35Breytingar - nýtt mót.Breytingar – Fimmgangur og T 7 föstudaginn 13. apríl Vegna ýmissa óviðráðanlegra aðstæðna verður enn að gera breytingar á auglýstu mótahaldi. Mótið sem auglýst hefur verið á fimmtudaginn kemur verður ekki. Nú hefur verið horfið til þess að sameina fimmgangsmótið og lokamótið og verður nú eitt mót föstudagskvöldið 13. apríl. Þess ber að geta að áður auglýst mót í Skagafirði 14. apríl, þar sem allir sigurvegarar af Norðurlandi áttu að leiða saman hesta sín, því hefur verið aflýst. Nánar auglýst á sunnudaginn kemur. Nefndin og stjórn Neista.
Flettingar í dag: 843 Gestir í dag: 56 Flettingar í gær: 325 Gestir í gær: 18 Samtals flettingar: 926076 Samtals gestir: 88427 Tölur uppfærðar: 31.3.2025 16:56:28 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is