Hestamannafélagið Neisti stendur fyrir járninganámskeiði dagana 12.-13. janúar 2019.

Kennari verður Kristján Elvar Gíslason járningameistari frá Dýralækna Háskólanum í Hannover, sem starfar einnig sem kennari á Háskólanum á Hólum.
Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt og hentar fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Nemendur mæta með eigin hest og járningaáhöld.