Færslur: 2019 Júní21.06.2019 11:31Mótinu frestaðFrestað - ekki næg skráning var á mótið sem fram átti að fara á morgun laugardag. Reynum aftur í ágúst. Þeir sem þurfa að fá endurgreitt sendi póst á gjaldkera félagsins [email protected] Skrifað af Magnús 14.06.2019 14:0117.júníÞjóðhátíðardagurinn verður haldinn hátíðlegur á Blönduósi 17. júní. Að venju verður boðið upp á ýmislegt til skemmtunar og afþreyingar. Dagskráin hefst klukkan 13:00 með andlitsmálum við SAH að Húnabraut 37-39. Hefðbundin skrúðganga fer þaðan klukkan 13:30 og að hátíðarsvæðinu við Félagsheimilið. Þar fer fram hátíðardagskrá með hugvekju, fjallkonu og hátíðarávarpi svo eitthvað sé nefnt. Dagskrá hátíðarhalda á Blönduósi þann 17. júní: 13:00 – Andlitsmálun við SAH. Blöðrur, fánar og fleira til sölu 13:40 – Skrúðganga að hátíðarsvæði við Félagsheimilið. 14:00 – Hátíðardagskrá við Félagsheimilið. Ávörp: Fjallkonan, séra Sveinbjörn Einarsson og fulltrúi sveitarstjórnar. Andlitsmálun – hoppukastali, blöðrur, candy floss, popp, sælgæti og heitar vöfflur til sölu. Umsjón með hátíðarhöldunum hefur Hestamannafélagið Neisti. 05.06.2019 15:28Opið félagsmótOpið Félagsmót Neista og Ísteka 22.júní og hefst klukkan 11:00
Keppt verður í eftirfarandi greinum: A-FLOKKI B-FLOKKI B-FLOKKI UNGMENNA UNGLINGAFLOKKI BARNAFLOKKI POLLAFLOKKUR TÖLTI SKEIÐI BROKKI
Sigurvegarar í A og B flokki hljóta 25.000 í verðlaunafé en 10.000 í tölti, skeiði og brokki Boðið verður upp á hádegismat Mótanefnd áskilur sér rétt til að fella niður eða sameina flokka Skráningargjald er 2000 krónur á grein en 1000 krónur fyrir brokk og skeið og frítt fyrir polla. Skráning fer fram á sportfengur.com og stendur til 20.júní. Greiða skal inn á reikning Neista og senda staðfestingu á [email protected]
0307-26-055624 kt. 480269-7139
05.06.2019 15:20FundargerðEfni: Stjórnarfundur Neista Fyrirliggjandi dagskrá:
1. Stjórn skiptir með sér verkum Magnús Sigurjónsson formaður leggur til eftirfarandi skiptingu: Berglind Bjarnadóttir varaformaður, Lisa Halterlein gjaldkeri, Kolbrún Ágústa Guðnadóttir ritari og Hjörtur Karl Einarsson meðsjórnandi og er það samþykkt.
2. USAH Fulltrúrar Neista sátu USAH þing, 1.maí kaffi var haldið og er þeim sem bökuðu og unnu þakkað fyrir sitt framlag. Húnavaka kom út í lok maí og fékk Neisti nokkrar bækur til þess að afhenda og sá formaður um það.
3. 17. Júní MS og LH taka að sér undirbúning fyrir 17. júní hátíðarhöld, leita skal til félagsmanna til aðstoðar
4. Félagsmót Félagsmót verður 22.júní en dagsetningin var ákveðin af mótanefnd félagsins. Stjórnin er búinn að fá styrktaraðila á mótið. Nesiti mun bjóða upp á mat á mótinum fyrir félagsmenn, gesti og gangandi.
MS hefur fengið nokkrar ábendingar vegna kerrumála, MS ætlar í viðræður við bæinn varðandi kerruplan á félagssvæði Neista.
6. Rekstrar Mikið er nú um rekstra og menn að færa milli hólfa og húsa, óhöpp hafa orðið vegna þessa. Fólk er beðið um að sýna aðgát og liggja ekki á flautum í návist fólks á hestbaki. MS ætlar að leita til félagsmanna varðandi nánari útfærslu. 7. Reiðhöll Fyrirhugaður er fundur með sveitarstjórum Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps vegna reiðhallarinnar. Magnús fær fullt umboð stjórnar til ákvarðanatöku á þeim fundi.
8. Félagsgjöld LH greindi frá að félagsgjöld fyrir árið 2019 hafa verið send út.
9. Önnur mál Stjórnarmenn spjölluðu um hin ýmsu mál. Fundi slitið 17:00
_________________________ __________________________ Magnús Sigurjónsson Berglind Bjarnadóttir
_________________________ __________________________ Hjörtur Karl Einarsson Kolbrún Ágústa Guðnadóttir
_________________________ Lisa Halterlein
Flettingar í dag: 955 Gestir í dag: 60 Flettingar í gær: 325 Gestir í gær: 18 Samtals flettingar: 926188 Samtals gestir: 88431 Tölur uppfærðar: 31.3.2025 17:19:32 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is