Færslur: 2021 Janúar20.01.2021 12:21Knapi ársinsKnapar eru beðnir að skila inn árangursskýrslu á netfangið [email protected] ef þeir telja sig eiga möguleika að hljóta nafnbótina knapi ársins 2020 hjá Neista. Skrifað af Magnús 08.01.2021 20:43Reiðnámskeið fyrir börn og unglinga veturinn 2021
Veturinn 2021 ætlar Neisti að bjóða upp á eftirfarandi námskeið á Blönduósi: Námskeiðin eru auglýst með fyrirvara um næga þátttöku og tímasetningar og hópaskiptingar verða auglýstar að loknum síðasta skráningardegi á heimasíðu Neista, www.neisti.net. Skráning fer fram hjá Önnu Margréti á [email protected] eða í síma 848-6774 fyrir 20. janúar.
Almennt reiðnámskeið 8 ára og eldri - 1 x í viku Almenn reiðnámskeið fyrir alla krakka. Áhersla lögð á ásetu og stjórnun hestsins og aukið sjálfstæði í umgengni við hestinn og að nemandi nái góðu og traustu sambandi við hestinn sinn. Þátttakendum kennt að greina mun á gangtegundum. Leikir og þrautir á hestbaki. Þátttakendum verður skipt í hópa eftir aldri og getu. Námskeiðið hefst í lok janúar og lýkur í lok apríl. Kennari: Guðrún Rut Hreiðarsdóttir Verð fyrir alla önnina: 20.000 kr. Utan félags, verð: 25.000 kr.
Pollanámskeið - 3 skipti í mánuði Ætlað fyrir 7 ára og yngri. Lögð verður áhersla á jafnvægi á hestbaki og grunnstjórnun hestsins í gegnum leiki og þrautir. Þátttakendum verður skipt í hópa eftir aldri og getu. Foreldrar/aðstoðarmenn teyma undir þeim börnum sem ekki eru tilbúin að stjórna sjálf. Kennt verður 1 sinni í viku, þrisvar í mánuði. Námskeið hefst í byrjun febrúar. Kennari: Guðrún Rut Hreiðarsdóttir Verð: 5.000 kr.
Reiðnámskeið (keppnisnámskeið) - 4 helgar – börn, unglingar og ungmenni Lögð verður áhersla á vel skipulagða þjálfun og uppbyggingu keppnishests og knapa. Kennslan verður einstaklingsmiðuð, hver knapi setur sér markmið í sinni þjálfun og unnið verður markvisst að þeim markmiðum. Gerðar verða meiri kröfur til ásetu, stjórnunar, jafnvægis og gangskiptinga en á almennu reiðnámskeiði. Bókleg kennsla fer fram í fyrirlestrarformi. Námskeiðið fer að miklu leyti fram inní reiðhöll, þangað til veður leyfir að farið verði út á keppnisvöllinn. Þetta námskeið er tilvalið fyrir þá sem stefna á að taka þátt á mótum í vetur og næsta sumar. Kennsla hefst í febrúar. Kennari er Bergrún Ingólfsdóttir Verð 20.000 kr.
Knapamerki 1 og 2 Vegna covid 19 tókst ekki að ljúka knapamerkjum 1 og 2 í fyrra. Stefnt er að því að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið í fyrra og ljúka þessum námskeiðum. Gott væri að heyra frá þeim sem tóku þátt í fyrra, hvort það ætli ekki allir að vera með í vetur og klára námskeiðið. Kennari: Bergrún Ingólfsdóttir Eins væri gott að frétta hvort áhugi er hjá fleirum en þeim sem voru í knapamerkjum í fyrra. Ef nægur áhugi reynist, verður reynt að bjóða upp á heil námskeið í knapamerkjum 1 og/eða 2. Sjá má frekari upplýsingar um knapamerki á síðunni www.knapamerki.is
Skrifað af AMJ
Flettingar í dag: 762 Gestir í dag: 51 Flettingar í gær: 325 Gestir í gær: 18 Samtals flettingar: 925995 Samtals gestir: 88422 Tölur uppfærðar: 31.3.2025 16:35:16 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is