Færslur: 2021 Maí29.05.2021 17:04Úrtaka og gæðingamótHestamannafélögin Þytur og Neisti halda saman úrtöku fyrir Fjórðungsmót Vesturlands sem haldið verður í sumar í Borgarnesi. Þytur mun einnig hafa mótið sem sitt gæðingamót en Neisti einungis sem úrtökumót (12. júní). A-flokk gæðinga Skrifað af Selma 07.05.2021 19:56Úrtökumót fyrir Fjórðungsmót VesturlandsHestamannafélögin Neisti og Þytur standa fyrir Úrtökumóti fyrir Fjórðungsmót Vesturlands sem haldið verður í sumar í Borgarnesi. Stefnt er á að Úrtöku- og Félagamótið fari fram 12-13 júní, á vallarsvæði Þyts með þeim fyrirvara að nýji völlurinn þeirra verði í lagi (annars verður það haldið í Neista). Boðið verður uppá A-flokk gæðinga, B-flokk gæðinga, ungmennaflokk, unglingaflokk, barnaflokk og pollaflokk. Við viljum minna á að þátttaka á mótinu er bundin aðild að hestamannafélögunum Neista og Þyt í barna-, unglinga- og ungmennaflokki og hross þurfa einnig að vera í eigu félagsmanna. En í A- og B-flokki þarf eigandi hestsins (keppandans) að vera í Neista eða Þyt. Fyrir hönd Neista komast 5 inn í hverjum flokki og eru tveir vara hestar. Það verða riðinn úrslit á Úrtöku- og Félagsmótinu en forkeppnin gildir þó inn á Fjórðungsmótið.
Nánari upplýsingar verða birtar síðar.
Með góðum kveðjum mótanefnd Neista
Skrifað af Selma 01.05.2021 20:31Úrslit úr þrígangsmótiHér koma úrslit úr skemmtilegu og velheppnuðu þrígangsmóti.
Pollarnir með verðlaunin sín:
Unghrossa flokkur
1. Guðmundur og Ólga, ae. 6,7 Unglingar
1. Inga Rós og Andvari, ae. 7,7
1. Ásdís Freyja og Pipar, ae. 8,60
1. flokkur
1. Hafrún Ýr og Gjöf, ae. 8,30
Opinn flokkur
1. Jakob Víðir og Stefnir, ae. 8,50 Skrifað af Selma
Flettingar í dag: 762 Gestir í dag: 51 Flettingar í gær: 325 Gestir í gær: 18 Samtals flettingar: 925995 Samtals gestir: 88422 Tölur uppfærðar: 31.3.2025 16:35:16 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is