Færslur: 2024 Október

16.10.2024 20:17

Reiðnámskeið fyrir lengra komna unglinga

Reiðtímar á kennsluhestum

Á námskeiðinu fá nemendur vel þjálfaða kennsluhesta sem að reiðkennarinn úthlutar.
Reiðkennsla á reynslumeiri hesti gefur nemandanum aukið færi á að þjálfa nákvæmar ábendingar,
grunnþjálfun í fimiæfingum og fá tilfinningu fyrir góðri líkamsbeitingu hestsins á hreinum gangtegundum.
Þennan skilning og tilfinningu getur nemandinn svo nýtt sér við þjálfun á eigin hesti

 

Um námskeiðið:

Hestamannafélagið Neisti ætlar í samstarfi við Sigríði Vöku að bjóða uppá námskeið á kennsluhestum
sem byggist upp á einni sýnikennslu og fjórum einkatímum (30.mín).

 

Námskeiðið er dagana 21. október (sýnikennsla), 22. október,
25, október, 29. október og 1. nóvember

 

Námskeiðið er eingöngu hugsað fyrir lengra komna unglinga.
Þetta er einstakt tækifæri fyrir þau sem langar að ná ennþá lengra!

 

Hægt er að senda tölvupóst á [email protected] til að skrá sig á námskeiðið og einnig 
ef einhverjar spurningar vakna. Aðeins eru takmörkuð pláss í boði á námskeiðinu.

Reiðkennari er Sigríður Vaka
Verð 40.000 kr. fyrir félagsmenn
Verð 45.000 kr fyrir utanfélagsmenn
Félagsmenn Neista ganga fyrir 

14.10.2024 18:42

Fundur með æskulýðsnefnd

Æskulýðsnefnd Neista boðar börn, foreldra og alla þá sem hafa áhuga á barnastarfi hjá hestamannafélaginu á pizzufund kl 18:00 mánudaginn 28. Oktober í reiðhöllinni þar sem verður farið yfir vetrastarfið og öllum gefinn kostur á að koma sínum hugmyndum á framfæri. Þarna verða ýmis mál tekin fyrir eins og kaffisala á mótum, starfsemi félagshesthússins og þátttaka á sýningunni „æskan og hesturinn“. Við ætlum að bjóða uppá pizzu og djús og því viljum við biðja fólk um að skrá sig (bæði börn og fullorðnir) í ummælum á facebook síðu félagsins eða í facebookhópnum "Félagsmenn Neista"

Hlökkum til að sjá ykkur og skipuleggja vetrarstarfið með ykkur.

Æskulýðsnefnd Neista Heiða, Kristín Birna, Guðný Ósk, Kristín J og Auður

 

02.10.2024 18:16

Reiðnámskeið - haust 2024

Ásetuæfingar:

Áseta knapa og virkni hans í hnakknum hefur mikil áhrif á jafnvægi, líkamsbeitingu 
og hreyfingar hestsins.

Í ásetuæfingum er það reiðkennarinn sem stjórnar hestinum í hringtaum
en knapinn getur einbeitt sér alfarið að sinni ásetu og unnið í því að 
bæta jafnvægi sitt, líkamsstöðu og tilfinningu.

 

Um námskeiðið:

Hestamannafélagið Neisti býður uppá tvö, 2ja daga námskeið fyrir
börn, unglinga og ungmenni. Það eina sem nemendurnir þurfa að mæta með er hjálmur.
Hestar og búnaður fyrir þau er á staðnum en þó mega nemendur mæta með sinn hnakk.

 

Námskeið 1: Dagana 7. og 10 október

Námskeið 2: Dagana 14. og 17. október

 

Kennslufyrirkomulagið verða einkatímar, 20 mín hver tími.
Það eru takmörkuð pláss í boði á námskeiðin. Hægt er að senda
tölvupóst á [email protected] til að skrá sig á námskeiðið.

Reiðkennari er Sigríður Vaka

Verð 10.000 kr fyrir félagsmenn
Verð 12.000 kr fyrir utanfélagsmenn
Félagsmenn Neista ganga fyrir

 

  • 1
Flettingar í dag: 222
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 1681
Gestir í gær: 89
Samtals flettingar: 680352
Samtals gestir: 75247
Tölur uppfærðar: 18.10.2024 10:39:32

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere