Færslur: 2024 Nóvember29.11.2024 12:41Námskeið í vetur - Skráning hafin!Reiðnámskeið veturinn 2025 Hestamannafélagið Neisti mun bjóða upp á reiðnámskeið frá miðjum janúar til apríl loka veturinn 2025. Námskeiðin eru auglýst með fyrirvara um næga þátttöku. Hópaskiptingar verða auglýstar að loknum síðasta skráningardegi á heimasíðu Neista, www.neisti.net. Nánari upplýsingar hjá Æskulýðsnefnd Neista – Netfang: [email protected] Kennarar: Guðrún Rut Hreiðarsdóttir, Sigríður Vaka Víkingsdóttir Skráning fer fram hér: https://www.abler.io/shop/hfneisti fyrir 04.12.2025. Almennt reiðnámskeið fyrir börn 7-14 ára - 1x í viku Áhersla lögð á ásetu og stjórnun hestsins og aukið sjálfstæði í umgengni við hestinn og að nemandi nái góðu og traustu sambandi við hestinn sinn. Þátttakendum kennt að greina mun á gangtegundum. Leikir og þrautir á hestbaki. Þátttakendum verður skipt í hópa eftir aldri og getu. Námskeiðið hefst um miðjan janúar og lýkur í lok apríl. Verð: 25.000 kr. __________________________________________________________________________ Almennt reiðnámskeið fyrir fullorðna - 1 x í viku Almenn reiðnámskeið fyrir fullorðin sem eru að byrja í hestamennsku eða hafa misst kjarkinn. Áhersla lögð á ásetu og stjórnun hestsins og aukið sjálfstæði í umgengni við hestinn og að nemandi nái góðu og traustu sambandi við hestinn sinn. Þátttakendum kennt að greina mun á gangtegundum. Þátttakendum verður skipt í hópa eftir getu. Námskeið hefst um miðjan janúar og lýkur í lok apríl. Verð: 30.000 kr. ___________________________________________________________________________ Pollanámskeið - 3 skipti í mánuði Ætlað fyrir yngri börn. Lögð verður áhersla á jafnvægi á hestbaki og grunnstjórnun hestsins í gegnum leiki og þrautir. Þátttakendum verður skipt í hópa eftir aldri og getu. Foreldrar/aðstoðarmenn teyma undir þeim börnum sem ekki eru tilbúin að stjórna sjálf. Kennt verður 1 sinni í viku, þrisvar í mánuði. Námskeið hefst í byrjun febrúar og lýkur í lok apríl . Verð: 15.000 kr. __________________________________________________________________________ Námskeið fyrir unglinga og/eða ungmenni – 1 x í viku Einstaklingsmiðað námskeið fyrir hvern knapa og hest. Lögð verður áhersla á ásetu og stjórnun, líkamsbeytingu knapa og hests og samspil þeirra á milli. Farið verður yfir gangtegundir, ábendingar og æfingar ásamt öðru sem snýr að þjálfun. Skipt verður í hópa eftir getu. Námskeið hefst um miðjan janúar og lýkur í lok apríl. Verð: 25.000 kr. __________________________________________________________________________ Námskeið fyrir lengra komna - 1x í viku Almennt reiðnámskeið sem er einstaklingamiðað fyrir hvern knapa og hest. Markmið námskeiðsins er að bæta líkamsbeytingu knapa á hestbaki svo að knapi geti hjálpað hestinum sínum að bera sjálfan sig og knapa sem best. Knapa kennt að setja sér raunhæft markmið í þjálfun og stefna að því markmiði með aðstoð kennara. Námskeið hefst um miðjan janúar og lýkur í lok apríl . Verð: 25.000 kr. Skrifað af Hafrún 20.11.2024 17:58Félagshesthús NeistaStjórn Neista hefur ákveðið að bjóða aftur uppá félagshesthús í vetur ef næg þátttaka er fyrir hendi. Skráningarfrestur er til 23:59, sunnudaginn 1. desember Fyrirkomulagið verður með svipuðum hætti og í fyrra, hægt verður að leigja hesta og eins hesta stíur. Við stefnum að því að vera með umsjónarmann yfir hesthúsinu sem sér um morgungjafir og umhirðu að hluta. Foreldrar sjá um kvöldgjafir og umhirðu um helgar, en því yrði skipt niður og sér stjórnin um að halda utan um það skipulag. Til að það gangi að halda úti svona hesthúsi verða foreldrar að taka virkan þátt í gjöfum og umhirðu hestanna því það er jú partur af þessu sporti. Í boð er:
Verðskrá: Leigja hest: 35.000kr Fyrir frekari upplýsingar og skráningu sendið tölvupóst á [email protected] Líkar þetta Skrifa ummæli Senda Skrifað af Hafrún
Flettingar í dag: 843 Gestir í dag: 56 Flettingar í gær: 325 Gestir í gær: 18 Samtals flettingar: 926076 Samtals gestir: 88427 Tölur uppfærðar: 31.3.2025 16:56:28 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is