Færslur: 2025 Október

15.10.2025 19:07

Nýtt hrossagerði

Frá reiðveganefnd

 

Þann 09.10 var góðum áfanga náð en þá var lokið við að gera hrossagerði við Skagastrandarveg sunnan Ennisvegar. Þetta er síðasta verkið í verkefni sem staðið hefur í nokkur ár en það var að afmarka reiðveg frá Blönduósi til Skagastrandar. Þetta hefur potast áfram enda margir sem hafa lagt hönd á plóg enda eru handtökin mörg. Búið er að girða nær alla leiðina á milli þessara þéttbýlisstaða en ekki var girt með þeirri leið sem farið er við Ytri-Laxá, það er niður að ósnum en þar er farið yfir.  Þessi framkvæmd er mikil bót fyrir þá er kjósa að ferðast á hrossum og verður vonandi til að auka samskipti milli hestafólks á svæðinu.  Verkefnið var samstarfsverkefni hestamannafélaganna Snarfara og Neista og væri það vel til fundið að félögin beittu sér fyrir því að farin verði hópreið þessa leið þegar klaki er farinn úr jörð og færið orðið gott. 

 

 

 

08.10.2025 23:19

 

Haustfundur Neista 

 

Haustfundur Hestamannafélagsins Neista verður haldinn í Reiðhöllinni Arnargerði þriðjudaginn 14. október kl. 19:30

 

Dagskrá:

 

Æskulýðsstarfið

Mótahald

Reiðvegir

Námskeið og fræðsla

Reiðhöllin

 

Mætum hress og leggjum drög að góðum vetri.

Stjórnin.

  • 1
Flettingar í dag: 948
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 3184
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 1386534
Samtals gestir: 99816
Tölur uppfærðar: 21.10.2025 15:47:19

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere