10.11.2008 11:31

Þórður Þorgeirsson knapi ársins

Þórður Þorgeirsson knapi ársinns 2008
Þórður Þorgeirsson knapi ársinns 2008

Þórður Þorgeirsson knapi ársins og konungur kynbótaknapanna, aldrei sterkari. Setti met í fjölda sýndra hrossa og hélt hæstu meðaleinkunn, flest verðlaun á Landsmóti og þrefaldur sigurvegari, náði að slá fyrra met sitt í 7. vetra hryssna og eldri á Lukku frá Sóra-Vatnsgarði.

Einkunnir í hinum flokkunum voru hærri en nokkru sinni fyrr, einnig kom hann við á hringvellinum.
Þórður Þorgeirsson vann þrenn gullverðlaun á Landsmóti á Lukku og hæst dæmdu stóðhestunum, Gaum og Óm. Þórður sýndi tvö kynbótahross í 2. sæti og eitt í 3. sæti. Alls með 7 hross í efstu fimm, 13 í efstu tíu sætunum. Sýndi 49 hross til 1. verðlauna með meðalhæfileikaeinkunn 8,31.

Gæðingaknapi ársins

Árni Björn Pálsson. Kom sá og sigraði í dramatískum A-flokki gæðinga á Landsmóti, á Aris frá Akureyri með 8,86 í einkunn. Árni Björn kom víðar við, sigraði til að mynda í B-flokki í Gæðingakeppni Fáks.

Skeiðknapi ársins

Sigurður Sigurðarson Landsmótsmeistari, Íslandsmeistari og ósigrandi í 100 metra skeiði á Drífu frá Hafsteinsstöðum. Besti tími 7,13 sekúndur, undir heimsmeti en meðvindur of mikill. Góðir skeiðsprettir á öðrum hestum, silfur í 150 metrum á Íslandsmóti

Íþróttaknapar ársins

Þorvaldur Árni Þorvaldsson Íslandsmeistari í tölti á hinum víðfræga Rökkva, annar í landsmótstölti. Sigraði á Ístölti í Laugardal fjórða árið í röð (á alls 3
hestum). Annar í tölti á Reykjarvíkurmeistaramóti.

Viðar Ingólfsson sigurvegari í tölti á snillingnum Tuma á Landsmóti hestamanna, sigraði í spennuþrunginni Meistaradeild VÍS, Reykjavíkur- og Fáksmeistari, vann stóðhestakeppni LH á ís, á Íslandsmóti og annar á Ístölti.

Efnilegasti knapinn

Teitur Árnason, unglingurinn magnaði sem varð annar í gæðingaskeiði á Norðurlandamóti. Íslandsmeistari, samanlagður sigurvegari skeiðleika og sigursælastur í 150 metra skeiði. Var efstur í 150 metra skeiði á Gæðingamóti Fáks, Suðurlandsmóti og á Meistaramóti Andvara.

Ræktunarbú ársins í fjórða sinn með 21 hross sýnd í 1.verðlaun. Gunnar og Krisbjörg, Auðsholtshjáleigu

Svo má til gamans geta að skoðunakönnun Hestafretta um hver yrði knapi ársins 2008  fór svo,

 Árni Björn Pálsson 38  (8.35%)
 Ísleifur Jónasson 45  (9.89%)
 Sigurður Sigurðarson 135  (29.67%)
 Viðar Ingólfsson 47  (10.33%)
 Þorvaldur Árni Þorvaldsson 22  (4.84%)
 Þórður Þorgeirsson 168  (36.92%)

Fengið af Hestafréttum.is 



Flettingar í dag: 182
Gestir í dag: 53
Flettingar í gær: 841
Gestir í gær: 362
Samtals flettingar: 441005
Samtals gestir: 52308
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 03:27:10

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere