14.11.2008 14:41Skaflajárn hækka í verðiSkaflajárn hækka í verði www.lhhestar.is
Ef borin eru saman verð á 8 mm skeifum þá eru ódýrustu skeifurnar sem LH Hestar fundu í þeim verslunum sem haft var samband við á höfuðborgarsvæðinu svokallaðar Sæluskeifur í versluninni Ástund í Austurveri á 300 krónur stykkið. Skaflar í Ástund kosta 100 krónur stykkið. Ástund er einnig með dýrustu skeifurnar, en það er innpakkaður heill gangur, pottaður með sköflum, á 2999 krónur. Einnig er Ástund með skeifur með eigin nafni á 495 krónur parið, eða 1980 krónur gangurinn fyrir utan skafla. Með sköflum 2780 krónur. Í Hestagallerýi kostar gangurinn 1690 og skaflarnir 50 krónur. Gangurinn kemur því út á 2190 krónur. Í Líflandi eru þrjár gerðir skeifna: Líflandsskeifur á 830 - 950 parið, eftir því hvort um er að ræða pottaðar, ópottaðar eða með uppslætti. Gangur er því á 1860 og upp í 1900 krónur fyrir utan skafla. Kerckhaert skeifur á 900 krónur parið og Mustad á 900 krónur parið, sem gerir 1800 krónur gangurinn fyrir utan skafla. Skaflar í Líflandi kosta frá 40 og upp í 90 krónur eftir tegund. Í Hestum og mönnum kostar gangurinn af 8 mm Mustad skeifum 1860 krónur og átta skaflar 720 krónur, sem gerir samtals 2580 krónur. Í versluninni TopReiter kostar gangur af 8 mm Mustad 1980 krónur, átta skaflar 760 krónur, sem gerir samtals 2740 krónur. Flettingar í dag: 659 Gestir í dag: 17 Flettingar í gær: 2989 Gestir í gær: 102 Samtals flettingar: 930254 Samtals gestir: 88577 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 05:36:03 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is