05.03.2009 23:08

Urmull af gæðingum mætir á Svínavatn

Skráningar eru rúmlega 230 þannig að þetta verður trúlega stærsta hestamannamót sem haldið verður norðanheiða í ár. Fjöldinn af stórstjörnum meðal þátttakenda er slíkur að útilokað er að tilgreina einhverja sérstaka, en vísað á fyrirliggjandi ráslista þar um.

Dagskráin hefst við sólarupprás kl. 9.30. stundvíslega á B-flokk, síðan A-flokk og endað á tölti. Úrslit verða riðin strax á eftir hverri grein.Áætlað er að mótinu ljúki kl. 18. Mótið verður tekið upp af Ben Media og verður aðgengilegt á vefsjónvarpi hestafrétta á sunnudag . Einnig verður bein útsending á hestafrettir.is ef ekki koma upp óvænt tæknileg vandamál á síðustu metrunum. Veðurspáin er mjög hagstæð, úrkomulaust, dálítið frost og nánast logn.

 Áhugafólk er hvatt til að mæta og sjá fullt af stórglæsilegum hrossum og þar af mikið af háttdæmdum keppnis og kynbótahrossum á þessu sterkasta ísmóti vetrarins.

Flettingar í dag: 3062
Gestir í dag: 331
Flettingar í gær: 1234
Gestir í gær: 398
Samtals flettingar: 446542
Samtals gestir: 53562
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 19:19:29

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere