Ákveðið hefur verið að halda Stórsýninguna 29. mars nk. kl. 15.00.
Í vetur er 10. starfsár Reiðhallarinnar og upplagt að halda fjölskyldusýningu. Af nógu er að taka því það er mikil gróska hér á svæðinu í hestamennsku. Mikið er tamið og mótahald er umfangsmikið eins og t.d. mátti sjá á frábæru Ís-Landsmóti. Þar komu fram mörg góð hross úr A-Hún og í úrslit voru frábær hross frá ræktunarbúunum, Hólabaki, Steinnesi og Sveinsstöðum, til hamingju með það. Barna- og unglingastarf er í fullum gangi, u.þ.b. 50 börn eru á námskeiðum og einnig tóku nokkrar konur sig saman og eru á námskeiðum. Svo framundan eru endalausar æfingar fyrir skemmtileg atriði hjá börnum, unglingum, konum og körlum. Þeir sem hafa áhuga á að vera með atriði endilega hafi samband við Hödda í s: 8940081 eða Selmu í s: 6619961.