09.03.2009 11:05

Stórsýningin í Reiðhöllinni 29. mars nk. kl. 15.00

Ákveðið hefur verið að halda Stórsýninguna 29. mars nk. kl. 15.00.
Í vetur er 10. starfsár Reiðhallarinnar og upplagt að halda fjölskyldusýningu.
Af nógu er að taka því það er mikil gróska hér á svæðinu í hestamennsku. Mikið er tamið og mótahald er umfangsmikið eins og t.d. mátti sjá á frábæru Ís-Landsmóti. Þar komu fram mörg góð hross úr A-Hún og í úrslit voru frábær hross frá ræktunarbúunum, Hólabaki, Steinnesi og Sveinsstöðum, til hamingju með það. Barna- og unglingastarf er í fullum gangi, u.þ.b. 50 börn eru á námskeiðum og einnig tóku nokkrar konur sig saman og eru á  námskeiðum. Svo framundan eru endalausar æfingar fyrir skemmtileg atriði hjá börnum, unglingum, konum og körlum. Þeir sem  hafa áhuga á að vera með atriði endilega hafi samband við Hödda í s: 8940081 eða Selmu í s: 6619961.

Flettingar í dag: 685
Gestir í dag: 221
Flettingar í gær: 1234
Gestir í gær: 398
Samtals flettingar: 444165
Samtals gestir: 53452
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 10:33:00

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere