04.05.2009 09:38

Frábært á Akureyri

Æskan og hesturinn á Akureyri.
Krakkarnir úr Neista, ásamt foreldrum og fjölskyldum lögðu land undir fót, ýmist í gær eða í dag, til Akureyrar á sýninguna Æskan og hesturinn. Mættu þau til æfinga í Reiðhöllinni uppúr 10 í morgun en fyrri sýningin byrjaði kl. 13 og sú seinni kl. 16. Um 180 börn tóku þátt í þessari sýningu frá 10 hestamannafélögum. Sýning var stórskemmtileg í alla staði og heppnaðist mjög vel.
Sýningin hjá krökkunum okkar tókst frábærlega vel og stóðu þau sig með stakri prýði og megum  við öll vera stolt og glöð með svona flotta krakka. Takk takk fyrir frábæra sýningu og frábæran dag emoticon emoticon
Einnig viljum við þakka öllum þeim sem tóku þátt í að koma þessum atriðum norður. Heilmikil vinna liggur að baki í pælingum, æfingum, saumaskap, flutningi á hrossum, sérstakar þakkir til Birgis í Uppsölum fyrir að lána hestaflutningabílinn og Himma fyrir að keyra hann fram og til baka. Bestu þakkir allir.
Myndir eru komnar inn á síðuna, ekki náðust myndir af atriðunum sjálfum en ef einhver á þær þá má gjarna senda þær á netfang Neista en líka mætti kíkja á heimasíðu Léttis, www.lettir.is á myndasíðuna hjá þeim og sjá hvort eitthvað skemmtilegt kemur þar inn emoticon


Flettingar í dag: 744
Gestir í dag: 255
Flettingar í gær: 841
Gestir í gær: 362
Samtals flettingar: 441567
Samtals gestir: 52510
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 20:51:06

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere