17.06.2009 23:05

17. júní

Eins og í fyrra hafði Neisti  umsjón með 17. júní hátíðarhöldunum á Blönduósi og var það bara skemmtilegt þótt veðrið hefði mátt vera eins og sl. 3 vikur en það var logn og alveg hið ágætasta veður.

Margt var í boði en dagurinn byrjaði á því að Óli Magg og Raggi Stef mættu eldsnemma á dráttarvélinni til að setja fánana upp en ekki náðust myndir af því þar sem myndasmiðir voru enn sofandi emoticon
Börnum var boðið á hestbak í  Reiðhöllinni og var alveg ágætis þátttaka.
Að venju var "blásið" í blöðrur og skrúðganga var farin frá SAH eins og í fyrra. Þar var andlitsmálun og ýmiss 17. júní varningur til sölu og var bara góð mæting og skemmtileg stemming  á planinu.


Á torginu stjórnaði Jón Kr. Sigmarsson dagskrá og var hún nokkuð hefðbundin.
Sr. Úrsúla Árnadóttir, sóknarprestur á Skagaströnd, flutti hugvekju, Arnar Þór Sævarsson bæjarstjóri flutti hátíðarræðuna, Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir söng lag úr Fame og Írena Ösp Sigurðardóttir söng lag úr Grease, Magdalena Berglind Björnsdóttir var í hlutverki fjallkonunnar  og í lokin sá þær systur frá Hnjúki þær Steinunn Hulda og Jóhanna Guðrún um leiki á Þríhyrnunni.

Kaffi og vöfflubakstur var í höndum Neistafélaga og þar sló Óli Magg mömmu sína út í bakstri, hann bakaði í fjórum vöfflujárnum á meðan mamma hans bakaði bara í tveim. Spurning hver vinnur á næsta ári emoticon
Bíósýning var um miðjan dag og var hún vel sótt.

Maggi Ó bauð að venju uppá útsýnisflug og var það mjög vel sótt og frábærlega skemmtileg þar sem sú er þetta ritar fór einmitt í slíkt flug.

Í kvöld sáu Svörtu sauðirnir um fjölskyldudansleik í Félagsheimilinu og þeir eru frábærir eins og alltaf.

Neisti þakkar öllum kærlega fyrir hjálpina í dag sem og þeim sem komu á hátíðahöldin og í kaffið

Myndir eru komnar inn í myndaalbúm.

 
Flettingar í dag: 836
Gestir í dag: 357
Flettingar í gær: 387
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 440818
Samtals gestir: 52250
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 23:26:29

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere