14.06.2011 21:00

Ennþá opið fyrir umsóknir í Reiðmanninn!!!


Fjölmargar umsóknir hafa borist í Reiðmanninn sem hefst næstkomandi haust, þó þeim sé misskipt á milli staða sem auglýstir hafa verið, þ.e. Hvammstanga, Hellu og í nágrenni höfuðborgarsvæðisins.

Þar sem fólk hefur verði nokkuð upptekið á úrtökumótum og hrossastússi, höfum við ákveðið að framlengja ögn umsóknarfrestinum í Reiðmanninn. Ágætt er að miða við að póstleggja umsóknina 16. júní. Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýsingar eru á vefnum www.lbhi.is/namskeid undir Reiðmaðurinn í vinstri stiku. Endilega vísið áhugafólki og félögum á þetta, og komið á framfæri þessari seinkunn á umsóknarfresti.

Þeir sem nú þegar hafa sótt um í Reiðmanninn, mega gera ráð fyrir því að fá svör um inngöngu fyrir miðjan júlí ef allt gengur eftir.


Endurmenntun
Landbúnaðarháskóla Íslands

Flettingar í dag: 207
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 249
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 439360
Samtals gestir: 51862
Tölur uppfærðar: 3.5.2024 16:57:51

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere