Það var aldeilis flott veður sem æskulýðurinn og áhangendur þeirra fengu í dag þegar þau
héldu uppskeruhátíðina sína. Það var góður hópur sem mætti við Reiðhöllina kl. 14. með
hesta sína og riðu upp í Kúagirðingu undir fararstjórn Jóns Ragnars Gíslasonar hjá Hestaleigunni Galsa. Frábær ferð og gaman að sjá hve
dugleg þau eru og vel ríðandi.
Eftir
reiðtúrinn var grillað og skírteini afhent og öll fengu þau gjöf fyrir
hve frábærlega þau eru búin að standa sig í vetur. Flottir krakkar,
takk takk fyrir veturinn og sjáumst vonandi aftur næsta vetur.
Eins
og gengur gátu ekki allir krakkarnir mætt í dag en á námskeiðum hjá Neista í vetur voru 38 krakkar, 8 af þeim voru í
knapamerkjum og luku þau prófum úr knapamerkjum 1, 2 og 3.