03.06.2012 22:32

Uppskeruhátíð


Það var aldeilis flott veður sem æskulýðurinn og áhangendur þeirra fengu í dag þegar þau héldu uppskeruhátíðina sína. Það var góður hópur sem mætti við Reiðhöllina kl. 14. með hesta sína og riðu upp í Kúagirðingu undir fararstjórn Jóns Ragnars Gíslasonar hjá Hestaleigunni Galsa. Frábær ferð og gaman að sjá hve dugleg þau eru og vel ríðandi.




Eftir reiðtúrinn var grillað og skírteini afhent og öll fengu þau gjöf fyrir hve frábærlega þau eru búin að standa sig í vetur.  Flottir krakkar, takk takk fyrir veturinn og sjáumst vonandi aftur næsta vetur.

 

Eins og gengur gátu ekki allir krakkarnir mætt í dag en á námskeiðum hjá Neista í vetur voru 38 krakkar, 8 af þeim voru í knapamerkjum og luku þau prófum úr  knapamerkjum 1, 2 og 3.

Æskulýðsnefnd

Flettingar í dag: 3091
Gestir í dag: 335
Flettingar í gær: 1234
Gestir í gær: 398
Samtals flettingar: 446571
Samtals gestir: 53566
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 19:41:34

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere