01.03.2020 22:00

Vinnuhelgi í reiðhöllinni

Framkvæmdir eru komnar á skrið í reiðhöllinni en eins og við vitum þá fögnum við 20 ára afmæli hennar í næstu viku. Það voru vaskir Neistafélagar sem mættu með hendur fram úr ermum og hófu framkvæmdirnar. 



Búið er að rífa út innréttingar og henda ónýtum húsbúnaði. Salurinn hefur nú verið málaður að mestu leyti og er málningarvinna á salernum í gangi. Frekari málningarvinna er á döfinni þar sem einnig á að mála anddyri reiðhallarinnar. 

Stjórn Neista vill þakka sérstaklega fyrir alla þá aðstoð sem fékkst um helgina en jafnframt benda á að enn er mikið verk fyrir höndum. Það er hægt að finna verkefni fyrir alla, bæði lengri, styttri, þyngri eða léttari. Margar hendur vinna létt verk! 










Flettingar í dag: 641
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 791
Gestir í gær: 56
Samtals flettingar: 433494
Samtals gestir: 51184
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 12:25:13

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere